Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 50

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 50
Earle þessa hæö, þar sem viö erum nú hingaö komin. Ég var viss um, aö Julian haföi ekki ætlaö að sýna mér þessa hæö, en viö að sjá systur sína, hafði hann skipt um skoðun. Dyrnar frá stigaganginum lágu inn langan gang, sem náöi yfir alla breidd hússins. Shan kom á eftir okkur, hálf hikandi. Julian sýndi mér inn i stærsta herbergið, sem var yfirbókaherberginu. Það var greinilega svefnherbergi karlmanns: þvi hafði sennilega verið breytt, þegar Margot gat ekki lengur gengið stigann með honum. Járnslegin kista stöð við fótagafl rúmsins og fyrir aftan hana var svartur marmaraarinn. Yfir arinhillunni var stórt mál- verk af vetrarlandslagi og i einu horninu stóðu skiði upp við vegg. Shan hljóp fram hjá okkur og snerti skiðin. — Þetta eru skiðin, sem Julian notaði þegar hann vann i undanrás Ólympiuleik- anna og fékk silfurverðlaunin, sagði hún. — Hann hefði ábyggi- lega komið heim með gulliö næsta 'árið. Þú hefðir kannski getað náð þvi gegnum Stuart Parrish, Julian, ef ekki... — Ég held að ungfrú Earle hafi ekki mikinn áhuga á þessu, hún veit ekki hvað um er að ræða, sagði Julian og gekk til dyranna. Juiie Andrews framhald af bls. 37 Jenny systur sinni með strákn- um, sem hún er skotin f. Juliesegir: Stundum öfunda ég krakkana af þvi hvernig þeir klæðast og menntuninni, sem þau fá og hvernig þau skemmta sér”. Stundum hefur veriö sagt, að foreldrar hennar, Ted og Barbara Andrews, stjúpfaðir hennar og móðir, hafi ekki leyft henni að njóta æskunnar. En hún ber á nióti þvi. „Nei, það held ég alls ekki. Þau veittu mér ótal margt. Og hvað sem öðru liður, þá er dásamlegt að finna sér Hfsstarf eins utigur og ég gerði”. Fjöiskyidulifið er ekki alltaf auð- velt „Þegar foreldrar manns skilja, eins og foreldrar minir gerðu, er oft hætta á tilfinningalegum vandræðum, en ég varö aldrei vör við að það truflaði mig neitt. Ég elskaði það, sem ég var aö fást viö, að syngja”. Hún segir, að sér þyki yndislegt að vera aftur nærri fjölskyldu sinni á meðan hún sé að leika I London. „Auðvitaö hafa Blake og börnin gert mér auðveldara að* •vera fjarri þeim, en það hefði annars verið”. Julie hugsar piikið um börnin. En það er ekki alltaf auðvelt Hún heldur þvi ekki fram, að auðvelt hafi verið að skapa tengsl innan fjölskyldunnar. Hvaða kona sem er, á erfitt með að taka stjúpbörn. „Stundum er það hræðilegt. Allir hrópa og skammast...” En meö góðum vilja og sam- hjálp — „ég er svo heppin að hafa eignast góðan mann’ — .Kefur árangur náðst. Verður hún aldrei reið i einka- lifi sinu? „Auðvitað”. Hverjum bitnar það á? „Blake”. Hún brosir alltaf, þegar hún nefnir nafn mannsins sins. „t tuttugu ár vann ég eins mikið og ég gat og hafði litinn tima til að hugsa. Ég bara vann og vann og vann meira. A meðan hrönnuðust persónulegar spurn- ingar upp inrnra með mér”. Julie vill ekki láta uppi, hverjar þær spurningar voru. Aftur kem- ur á hana svipurinn, sem hún hef- ur verið gagnrýnd fyrir. Hún hef- ur verið kölluö járnfiðrildiö með málmtöfrana og sumir hafa gengið svo langt að kalla hana kaldlynda. Henni hefur verið á- lasað fyrir að skilja við Tony Walton og hún stóð i málaferlum viö kvikmyndatimarit, sem sagöi að hún væri ekki fær um að ann- ast Emmu dóttur sina. Hún segir að Blake veiti henni öryggi, sem hún hafi ekki fundiö áður. Þegar gengið var á hana, hélt hún áfram: „Ég býst viö, að ég hafi verið einmana sem barn. Ekki misskilja mig og halda að ég vorkennisjálfri mér. Ég hef feng- ið allt, og af sumu meira en nóg, og ég er þakklát. En börn gera sér tæpast grein fyrir tilfinningallfi sinu, og þaö var ekki fyrr en ég leit aftur, að ég gerði mér ljóst, að ég hafði verið einmana. Ég um- gekkst fullorðna mikiö”. Blake Edwards skilur hana til fullnustu. „Viö gerum engar áætlanir langt fram I timann, heldur bara dag fyrir dag. Nei, ég iðrast einskis, maður lærir ,af lif- inu og ég læröi ýmislegt af fyrra hjónabandi minu, sem ég er þakklát fyrir”. Blake sagðist hafa fengiö nóg af húsmóðurstörfunum i Kaliforniu á meðan Julie var aö leika I sjón- varpsþáttunum”. Pabbi bjó hjá okkur og Julie skildi mig eftir hjá diskunum og krökkunum. Mér finnst gaman að elda, þegar mér dettur i hug, en...” Julie segist kunna þvi vel að búa I Kaliforniu. Húsið á strönd- inni hefur veitt henni einkahéim, sem hún saknaði svo mjög á með- an hún bjó I kvikmyndaborginni. „Þegar ég kom fyrst til Kali- forníu fannst mér að ég yröi að hata hana, vegna þess hvað ég var heppin, en aðrir ekki. Mér finnst ekki lengur vera neitt rangt við þaö að vera hamingjusamur, ef maður bara særir engan. Við lifum I allsnægtum. Við eyðum stórum fjárfúlgum. Við eigum tvær sundlaugar, fimm hunda og þrjú börn”. Hún segir að ströndina .i Kali- forniu sé ekki hægt að bera sam- an við fjallahúsiö, sem hún og Blake eiga iSviss. „Á veturna eru hæðirnar bleikar og trén sæblá”. Ætli henni finnist sig vanta eitt- hvaö? Heimskuleg spurning, þvi að mannshugurinn þráir alltaf eitthvað, en hún bregst ekki illa við. „Mig langar til að eignast ann- að barn. Mig langar til að læra frönsku og leika á pianó. Mig langar að eiga listasafn og bát i Suður-Frakklandi. Mig langar til aö vera hamingjusöm. En þetta breytir auövitað engu um það”. Eftir þriggja ára hlé á kvik- myndaleik er Julie Andrews aftur i sviðsljósinu, en ef „The Tam- rind Seed” nær ekki á toppinn, hvað þá? „Auðvitaö mun það særa mig. Allir vilja vera dáðir og elskaðir, en ég geri mitt bezta og meira er ekki hægt. Ég finn til meþöllu þvi fólki, sem hefur lagt hart að sér, en ekki náö tilætluöum árangri, en ég verð fegin að komast aftur heim og fá að vera hjá Emmu. Henni fyndist dásamlegt aö heyra mig segjast ætla að verða lengi heima. Henni hefur aldrei geðjast að þessari konu á tjaldinu”. Ef það hefur veriö erfitt fyrir Emmu að berjast við goösögnina um móður hennar, hlýtur þaö ekki siður að hafa verið erfitt fyr- ir Julie sjálfa. Þegar hún fékk ekki önnur óskarsverðlaun (hún var tilnefnd fyrir leik sinn i „The Sound of Music”, en fékk ekki verðlaunin) skrifaði hún vini sin- um: „Mér finnst ég ekki hafa misst af neinu stórkostlegu. Það er I rauninni gott aö fá staðfest- ingu á þvi að vera ekki annað en mannleg vera”. Henni er farið að standa meira á sama um frægðina núna, og sama er að segja um umtaliö og blaðaskrifin. Hún virðist hafa gert sér grein fyrir þvi að frægðin skiptir ekki öllu máli, hvort sem Blake er um að þakka eða ein- hverju öðru. HRÆVARELDUR framhald af bls. 15 byggja sams konar „slys” og það sem einmitt skeði þarna. Ég gekk nær, svo ég gæti athugað grindina. Hún var gerð úr grönnum staurum og það var greinilegt, að nýlega hafði verið gert við á þeim stað, sem hafði brotnað. Ég greip i girðinguna og hristi hana til. Hún var sterk- byggð og i góðu lagi núna, en það hlaut að hafa þurft mikið átak til að brjóta hana. Þarna var eitt- hvað gruggugt, eitthvað, sem var ekki eins og það átti að vera, en ég gat ekki fundið hvað það var. Andartak stóö ég kyrr og reyndi að finna hvað það var, sem truflaði mig svona. En ég hrökk við, þvi að nú varð skyndilega mikill hávaði framan við húsiö. Ég heyrði I bíl, sem var stöðvaður á heimkeyrslunni. Ég hlustaöi, hálfóttaslegin og heyrði þá barns- rödd, skelli i bilhuröum og djúpa karlmannsrödd. Aðaldyrnar höfðu verið opnaðar, þvi að ég heyrði nú fleiri raddir, sem svo bergmáluðu inni i húsinu. McCabe fjölskyldan var þá komin heim. Ég yfirvegaði hvað ég ætti að gera, ég vildi ekki láta gripa mig þarna. En mér var ljóst, að spor min i snjónum hlutu að vera greinileg og að aökomumenn mundu fljótlega sjá, að þarna var einhver á ferð, einhver sem 'ekkert erindi átti á þessar slóöir. Aöur en ég var búin að taka ákvörðun um það sem ég ætlaði að gera, heyrði ég að bakdyrnar voru opnaðar og siðan skellt harkalega aftur. Einhver hljóp niður þrepin og kom fyrir hús- hornið, i áttina til min. Ég sneri mér við og stóð andspænis Julian McCabe. Stuart hafði oft lýst honum fyrir mér, svo ég þekkti hann strax. Nú sá ég I fyrsta sinn þetta fagur- lagaða höfuð, dökkt hárið, sem var farið að grána I vöngunum, svona löngu fyrir timann. Augu hans voru djúpstæð og einkenni- lega glá, og hann var nokkuö hrukkóttur kringum þau, liklega af þvi að pira augunum i snjó- birtu. Samankipraður munnur boðaði sannarlega ekki gott, þegar hann gekk til móts við mig. 011 andúð min á Julian McCabe, sú tilfinning, að ég gæti aldrei fyrirgefið honum, að hafa rænt Stuart frá mér, með svona hræði- legum afleiðingum, kom nú upp i mér svo mér fannst sem orðin stæöu föst I hálsinum og fætur minir frysu fastir i snjónum. — Þér eruð frá sklða- skálanum? sagði hann með spurnarsvip. Ég gat með herkjumunum svarað. — Ég heiti Linda Earle og herra Davidsson ætlar að reyna, hvort ég geti aðstoðað hann. við gestamóttökuna. Ég bjóst hálf-. partinn við þvi, að hann kannaðist við nafn mitt, en ég sá fljótlega að svo var ekki. — Ég skil. Það var augljóst, að hann var ekki hrifinn af veru minni á þessum stað, en hann reyndi samt að láta ekki á þvi bera af háttvisi. — Ég heiti Julian McCabe. Við sáum förin i snjónum, svo ég kom til að athuga hver væri hér á ferö. Hann var mjög hávaxinn samanborið við mig og hryssings- legur I fasi. — Ég vona að þér séuð ekki reiður mér, sagði ég, eins sak- leysislega og mér var unnt. — Ég hefi heyrt svo mikið talað um Greystones og mig langaði til aö sjá það með eigin augum. — Já, þér eruð auðvitað for- vitin, sagði hann þurrlega. — Komið þá þessa leið. 50 VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.