Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 19
 Skórnir Smásaga eftir Elizabeth Zinn Hún grúfði andlitið i höndum sér og grét. —Brúðkaup frænku minnar er á morgun. Hvers vegna eyðilögðuð þér skóna mina? —Það eru svo margir, sem reyna að fela gimsteina i skóhælum. Við verðum að koma i veg fyrir sllkt. Það er okkar starf. Sjáið þér nú til, frú, hafið þér ekki aðra skó til að vera i? unni frá þvi, að hann hafi holað innan skóhælana þina? — Margir bregðast jafnvel hinu mestá trausti. Upplýsiligar af þessu tagi er mjög vel borgað- ar. Hefurðu -gleymt, hversu margir, sem við barum fyllsta traust til, hafa snúið baki við okk- ar fólki? Fátæklingarnir hafa ekki efni á þvi að vera heiðarleg- ir. betta fólk er okkur vinsam- legt, af þvi að við borgum þeim, en gleymdu ekki, að það er vin- samlegt við alla, sem borga þeim. — Þú hefur á röngu að standa um Lemkin, hann er enginn upp- ljóstrari. — Ef til vill haga ég mér heimskulega, en ég er búin að taka ákvörðun. Við verðum að flýta okkur, ef ég á ekki að missa af flugvélinni. Hérna eru skórnir minir, láttu mig fá þina. Þvílikt lán, að við skulum nota sömu stærð. Svona nú, systir, láttu mig fá skóna þina. Hafðu engar áhyggjur út af mér. Þær skiptu þegjandi um skó. Billinn rann af stað. Smám sam- an slaknaði á þöndum taugum hennar og vöövum, og henni tók að liða betur. Innán skamms yrði hún að fullu laus við þessa matrtöð. Þegar allt kom til alls, átti hún eitthvert litilræði af pen- ingum, og þetta mundi einhvern veginn bjargast. Þær komu til flugstöðvarinnar og stigu út úr bilnum. Þar var ys og þys. Þota hóf sig til flugs með gný. Hún horfði á eftir henni, uiiz hún varð að litlum depli i himin- blámanum. Sólin hellti geislum sinum yfir flugvöllinn og allan erilinn þar. — bú hefur ekki skipt um skoð- un? Hún hristi höfuðið, og þær gengu inn i flugstöðina. Þær ruddu sér braut að afgreiðslu- borðinu. — Elsku systir, við verðum að kveðjast. bær féllust i faðma. Hún fann tárin renna niður kinnarnar. Hún þrýsti systur sinni að sér. — Ertu viss um, að þú viljir ekki skipta um skoðun? Hún hristi höfuðið á ný. — Ég ætla að fylgja þér. — Það er ekki leyfilegt. — Ég ætla að biða úti við grind- urnar. Þær eru nógu lágar, til þess að ég geti séð þig. Þú verður að skrifa fljótt. Ó, ég mun sakna þin svo mikið. Systir hennar horfði á hana , meðan hún fór i gegnum vega- bréfaskoðunina, siðan fór hún út að grindunum. Tollþjónninn kom til hennar og bað um vegabréfið hennar. — Það er búið að stimpla i það. — Sýnið mér vegabréfið! Hún opnaði handtöskuna og tók upp vegabréfið. — Er þessi litla ferðataska all- ur farangurinn? — Já. Ég verð aðeins fjóra daga i burtu. Ég ætla að verða viðstödd brúðkaup frænku minn- ar á morgun. Hún leit i áttina að grindunum, systir hennar stóð þar og beið. Hún veifaði til hennar, systir hennar veifaði á móti. Tollþjónninn opnaði töskuna, rótaði i henni og skellti henni sið- an aftur. — Réttu mér skóna! — Skóna mina...? — Ég sagty það, já! Hún beygði sig hægt niður og tók af sér skóna. — Viltu gjöra svo vel að flýta þér. Ég er önnum kafinn! Hendur hennar skulfu, þegar hún rétti honum skóna. Hann þreif þá af henni og reyndi að rifa hælinn frá sölanum. Loks tók hann litinn hnif upp úr vasa sin- um, og eftir mikið bjástur rifnaði hællinn frá. Hann fór eins að við hinn skóinn. — Hana nú, þar kom það! hrópaði hann. Hún horfði á hann, meðan hann hamaðist við að rifa leðrið frá og bjróta hælana i sundur. — Hvað eruð þér eiginlega að gera við skóna mina? Hann lét gjöreyðilagða skóna falla á gólfið. — Hvað hafið þér eiginlega gert við skóna mina? Ég er að fara til að vera við brúðkaup frænku minnar — á hverju á ég nú að ganga? Tollþjónninn, sem virtist hafa ’leymt nærveru hennar, leit nú lægtupp. Harðneskjan var horfin úr svipnum, hann sýndist ihyggjufullur. — Mérþykir þetta leitt, frú, en jér verið að skilja.... — Ó, hvað á ég að gera? Hún grúfði andlitið i höndum sér og gret. — Brúðkaup frænku minnar er á morgun. Hvers vegna eyðilögðuð þér skóna mina? — Það eru svo margir, sem reyna að fela gimsteina i skóhæl- um. Við verðum að koma j veg fyrir slikt, það er okkar starf. Sjáið þér nú til, frú, hafið þér ekki aðra skó til að vera á?. — Ég hafði aðeins þessa einu skó. Ó, hvað á ég að gera? — Mér þykir þetta leitt. Ég skal gefa yður kvittun fyrir skón- um, og við munum útvega yður aðra i staðinn. — En núna! 1 hverju á ég að fara núna? Hann horfði á hana, á tár- stokknar, hrukkótta vangana. Gömul kona á.leiö til brúðkaups frænku sinnar skólaus. — Er engin vinkona yðar hér, sem getur hjálpað yður? Þér veif- uðuð áðan til einhverrar. Sjáið, það er kona að veifa til yðar núna! Getur hún hjálpað yður? — Nei. Þetta er systir min. Ó, en við notum reyndar sömu stærð af skóm. Ef til vill.... — Nú, þá er allt i lagi. Þvi ekki að fá hennar skó að láni? Viö munum senda yður nýja skó inn- an hálfs mánaðar. Gefið okkur aðeins upp verðið á skó um. Hér er kvittunin yðar. Flýtið yður nú! Þér hafið rétt aðeins tima til að fá skóna hjá systur yðar og fara um borð i flugvélina. Gamla konan gekk hægum skrefum frá systur sinni i áttina að flugvélinni, sem beið úti á vell- inum. Hún brosti. Systir hennar brosti. Og tollþjónninn brosti, um leiö og hann kallaði: — Næsti, gjörið svo vel! 52. TBL. VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.