Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 45

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 45
Foreldrar Erichs áttu sex börn og búa i tveggja herbergja íbúö. Þau gcröu sér vonir um að rætast myndi úr elzta syni þeirra á upp- tökuheimilinu. A upptökuheimilinu „Buchenhof” viö Hcrford komu hæfileikar Erichs á sviöi málmsmiöi i Ijós. (SSU |unnar foringinn hleypti af. Kúlan fór i jöröina. Dobhardt veitti haröa mótspyrnu, en var þó handtekinn. 1 átökunum hlaut hann áverka I andlitinu. Dobhardt lofaöi aö sýna lögregl- unni þýfi þaö, sem hann heföi undir höndum og var þvi næst fluttur til yfirheyrslu á lögreglu- stööina i handjárnum. Þar kvart- aöi hann undan þvi aö handjárnin væru svo þröng, aö þau meiddu hann. Lögregluþjónarnir losuöu um handjárnin og á sama augna- bliki hljóp Dobhardt burtu. Hann náöist aftur innan tlu minútna. Eftir eiha nótt i vörzlu lögregl- unnar, var hann fluttur til yfir- heyrslu. Hann virtist iörast geröa sinna: ,,Ég veit að ég hef framið refsivert athæfi. Þrátt fyrir það bið ég um aö fá aö fara á upptöku- heimilið. Ég strauk bara af þvi að ég vildi hitta Marion.” Samt undirskrifaöi dómarinn fang- elsisvistarskipun. Þegar flytja átti þennan sautján ára pilt, tókst honum enn að komast undan, en það varð i siöasta sinn. Klukkan 16. 22 var kallað út varalið leitarinnar. 38 lögreglu- bilar og 14 lögreglumenn á mótor- hjólum tóku þátt i leitinni. Rolf Diehl yfirlögregluforingi, sem staddur var i Brackel, bauö einn- ig fram aðstoð sina. Hann þekkti Dobhardt frá leitinni daginn áöur. Klukkan 18.10 finnur Diehl þann strokna á götunni ,,Im Spahenfeld”. Dobbardt verður lögreglunnar þegar var og hleyp- ur burtu sem fætur toga. Klukkan 18.12: Skotiö, sem miðað haföi veriö á fætur Dobb- ardts, hæfir hann i bakið. Klukkan 18.17: Diehl tilkynnir „notkun skotvopna” og kallar á sjúkrabifreið. Klukkan 18.35: Leitarsveitin upplýsir, að flóttamaöurinn hafi verið særður lifshættulega meö „notkun skotvopna” og kemur þannig sjálfkrafa af staö rann- sókn á skotum Diehls. Klukkan 18.41: Hinn særöi er lagður inn á slysavarðstofu Dort- mundborgar. Hjarta hans er næs.tum hætt aö slá. Klukkan 20.40 er pilturinn dáinn. Skotiö úr Waltherskammbyssu Diehls yfirlögregluforingja meö hlaupvidd 7.65 og aðrar aögeröir lögreglunnar varöandi þetta mál hafa vakiö almenna reiöi. Faöir Dobhardts ásakar lögregl- una,,Þeir vissu fullvel, aö dreng- urinn var afvopnaöur. Heinz J. Stammel, viöurkenndur skot- vopnasérfræöingur um allan heim, staðhæfir: „Meö þessu skotvopni getur enginn veriö viss um að hæfa skotmarkið. Vilji ein- hver vera öruggur um aö hæfa með skammbyssu af þessari gerö úr meira en sex metra fjarlægö, verður sá hinn sami aö skjóta aö minnsta kosti 200 æfingaskotum á mánuði. Þaö gera vestur-þýzkir lögreglumenn ekki. Þeir sem ekki skjóta 200 æfingaskotum á mán- uöi eru hættulegir umhverfi sinu.” öllum spurningum um „hvers vegna” og um aðrar aöstæöur, lætur lögreglan ósvaraö. Diehl yfirlögregluforingi lætur sér fátt um finnast: „Réttarfarslega er engu hægt aö beita gegn mér.” Um hugsanlega rannsókn og á- kæru um manndráp af gáleysi, segir hann: „Ég kvlöi slikri máls- meðferö ekki.” Lög um valdbeitingu lögregl- unnar frá 22.5. 1962 kveöa svo á: „Til aö hindra flótta og til aö handtaka strokufanga”... má beita skotvopnum. Sé um ungling milli 14 og 18 ára aö ræöa. fyrir- skipa lögin þó sérstaka vark- árni”. Viö jaröarför Erich Dobhardts lét enginn fulltrúi lögreglunnar sjá sig. 52. TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.