Vikan

Tölublað

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 27.12.1973, Blaðsíða 22
ÓVENJULEGUR MAÐUR framhald af bls 33 Það var svolitið skritið, að heyra þessar ókunnu raddir og hún reyndi að i imynda sér, hvernig þetta fólk liti út. Þessi fljúgandi læknir kallaði alla upp eftir röð. Þetta var fastur liður i starfi hans, til að hafa eftirlit með ástandi og heilsufari manna i þessu harðbýla héraði. Mia heyrði að einhver hafði orðið fyrir þvi að öxin hans rann til og lenti i fæti hans: barn hafði verið bitið af einhverju hættulegu skor- kvikindi: einn var með slæma hálsbólgu og ennþá einn með rist- il. Ekkert virtist neitt sérstaklega hættulegt og róleg rödd læknisins sagði fólkinu hvað ætti að gera. t alvarlegri tilvikum, sagðist hann koma i heimsókn. sérstaklega ef þörf var fyrir sjúkrahúsvist. Það voru ekki allir sem þurftu læknisráö: sumir báðu um matarsendingar, kassa af bjór, kjúklinga til eldis og sitthvað annað og maðurinn sem tók á móti þeim skilaboðum, sá um að koma þeim sendingum i flugvél- ina. Þetta var sannarlega liflína fyrir þetta fólk, sem bjó I auðnum Ástralíu. En eftir að erindum var lokið, var tekið til við að segja fréttir manna á milli i þessum frum- stæða sveitasima og stöð eftir stöð lagði sitt til málanna. Kon- urnar skiptust á mataruppskrift- um, sögðu frá nýjum trúlofunum, og einhver hafði unnið stóra upp- hæð á veðreiðunum i Adelaide. Mia hlustaði á þetta alllt. Henni fannst sem hún kynntist fólkinu, sem hún hafði aldrei séð. Að lok um kom að henni sjálfri. — Peter — Delta — Charlie — heyrirðu til min? Ertu þarna — Tarcoola? Komdu inn! Skipti! Hún skipti yfir og svaraði að allt væry' lagi á Tarcoola. — Ég er með skeyti til Bretts, sagði röddin. — Er það áriðandi? Hann fór til Perth I morgun. Þú gætir kannski náð honum á flugvellinum, ef þú flýtir þér. — Það er ekki áriðandi. Það eru aðeins skilaboð um að lestin taki nautgripi hans á þriðjudag I næstu viku. Svo varð þögn um stund, en svo var spurt: — Ertu ein heima? Henni var ljóst að allar stöðv- arnar voru að hlusta. Hún svaraði aö hún væri ein heima og lika að henni liði ekkert of vel. Hún sá fyrir sér skilningsrikt bros mannsins: rödd hans varð fööurleg.og henni fannst næstum að hann klappaði á öxl hennar. — Allt i lagi! Passaöu vel upp á þig og segðu Brett að skjóta þér til min, þegar hann kemur heim,' ef þú verður eitthvað lasin... Þarna kom það. Ung kona hans var ekki vel hress, þá hlaut hún að vera barnshafandi. Þaö lá i orð- um læknisins. Það var sjálfsagt ekkert sennilegra en aö allir hlustendur væru sömu skoðunar. Til að fyrirbyggja frekari um- ræður um þetta efni, þakkaöi húii lækninum fyrir og skipti. Fólkið yrði eflaust vonsvikið og tæki þetta sem litla háttvisi af hennar hálfu, en það varð að hafa það. Hún hafði bjargað mannorði Bretts, með þvi að láta i ýmislegt skina og hún hafði lika aukið á biturleika sinn. Hún myndi aldrei eignast barn, hennar eini félags- skapur yrðu þessar raddir á öld- um ljósvakans. Hún var dæmd til að verða einmana. Henni fannst stundirnar fram undan verða óbærilega langar. Jafnvel Beau var ekki þess megn- ugur að létta skap hennar. Mia var ákaflega svartsýn. Brett haföi ekki látið neitt i það skina, að framtiðin yrði með öðru móti en þessu. Allar tilraunir hennar til sátta, höfðu verið virtar að vettugi og hún sá að frekari til- raunir myndu lika veröa til- gangslausar. Brett yrði eflaust frjálsari og betur settur án hennar. Það myndi að sjálfsögðu verða svolitil óþægindi fyrir hann, ef hún færi, en það myndi fljótlega lagast og hann gæti haldið áfram sinu fyrra piparsveinslifi. Andvökunótt bætti ekki hugar- ástand hennar. Henni var aðeins ljóst, að hún gæti ekki haldið þenna einmanaleika út mikið lengur. Þegar liöið var á morguninn, kom Lulie inn, til að búa um rúm ið og snyrta til. Þegar hún sá, að opin ferðataska var á bekk fyrir aftan rúmið, varð hún undrandi á svipinn. — Hvað ertu að gera, missus, þú ekki fara burt? — Jú, Lulie, ég er að fara burt, sagði Mia. — Nei, þú ekki geta það! Hvað segja Brett, þegar hann ekki finna þig hér? — Ég veit það ekki, Lulie, kannski segir hann ekki neitt. Rödd stúlkunnar varð skræk. — Jú, hann segja: Lulie þú láta Miu fara? Hann verða voða reiður, kannski berja mig. Nei, heyrðu nú, Lulie, þú veizt aö hann gerir þaö ekki. Brett hef- ir aldrei barið nokkra manneskju á ævinni. — Hann heldur aldrei missa konu áður. Dökka andlitið varð að einni hrukku og augun fylltust tárum. — Ekki fara, missus. Þaö er nú samt betra að ég geri þaö, sagði Mia, en hún var snortin af einlægni stúlkunnar. — Brett er ekki ánægður með mig, ég get aldrei gert honum neitt til hæfis. — Ég ekki geta það heldur, ég sópa vitlaust, ég skemma matinn, þúreiðvið mig, ég samt ekki fara burt. Mia gat ekki varizt hlátri. — Elsku Lulie mín, sagði hún og vaföi örmum þessa ólögulegu veru I upplitaöa bómulfarkjóln- um. — Að sjálfsögðu ferö þú hvergi. Þetta er þinn staður, heimili þitt. En ekki mitt. Ég heyri eokki til hér og þaö ér lóöið. — Hver segja þú ekki heyra til? Þú ert kona Bretts, þú heyra hon- um til, það er sama og heyra okk- ur öllum til! Lofaðu Lulie, ekki fara! Mia hristi höfuðið og reyndi að halda aftur af tárunum. — Ég get ekki lofað þvi. Lulie hljóp út úr herberginu, hágrátandi og M ia heyrði hljóðin i henni þegar hún hljóp yfir ver- öndina og út i eldhúsið. Hinar stúlkurnar biðu þar auðvitað i of- væni eftir fréttum. Það var ekki beint flugsam- band milli smábæjarins Murrumba og Perth. Þeir sem vildu fá flugferð, urðu að panta hana gegnum talsambandið hjá lækninum, þá komu flugvélar við, til aö taka farþega. En Mia vildi ekki auglýsa þetta ferðalag sitt, meö þvi að panta far hjá læknin- um. Hún átti þvi ekki annarra kosta völ, en að aka i bil þessar þrjátiu milur til Tom Price, sem var litið námamannaþorp, söm hafði sprottið þarna upp siðustu árin. Litil flugvél kom þar við daglega og enginn bæri heldur kennsl á hana þar. En hvernig átti hún að komast þangað? Þetta var erfiður akstur og yfir vegleysur að fára. Hún þekkti heldur ekkert til umhverf- isins og eftir þvi sem hún bezt vissi voru fáir eða engir vegvisar til að marka leiðina.. Hún var samt nokkurn veginn viss um að hún gæti ratað. Það var um að gera, að leggja af stað snemma morguns og hafa með sér gott landabréf. Hún treysti alveg staðarskyni sinu og var vön veg- leysum. Hún athugaði vel hjólbarðana undir Landrovernum, gekk úr skugga um að nægilegt eldsneyti væri á bilnum og aukabirgðir af vatni. Hún þurfti lika að hafa með sér reipi, skóflu og strámottu, ef ske kynni að bfllinn sykki i sand- inn, sem hún var samt ekki svo hrædd um, þar sem þurrkatiminn var nú i hámarki. Mia athugaöi vel kortið, áður en hún gekk til náða um kvöldið. Hún merkti við landamerki, sem hún átti að fylgja og las vel skýring- arnár, sem voru letraðar neðst á kortinu. Þar voru leiðbeiningar með feitu letri, um hvað gera skyldi i neyðartilfellum, sérstak- lega var tekið fram hve hættulegt væri að yfirgefa farartækið, ef al- varleg bilun kæmi i veg fyrir að hægt væri að halda akstrinum áfram. Þeim sem yrðu fyrir vélarbilun, var ráðlagt að gera sér skýli eða biða i bilnum, þar til hjálp bærist. Hún lagöi þetta allt á minnið, en samt sannfærð um aö ekkert slikt ætti eftir aö henda hana. Og eijt átti hún lika eftir að taka til athugunar. Smaragðhringur- inn og samstætt armband, sem Brett haföi gefið henni i morgun- gjöf, hafði legið I öskjunni, allan timann, sem hún hafði dvalið á Tarcoola. Nú tók hún öskjuna og fór með hana inn á skrifstofu Bretts. Þar var gamall járnskápur, sem Brett notaði fyrir skjol og peninga, sem hann þurfti að hafa handbæra heima við. Skápurinn var ekki læstur, en Mia var viss um að þau verðmæti, sem hún legði i skápinn, yrðu ekki hreyfð, fyrr en Brett heim. Það var blátt áfram alveg fráleitt, að Lulie eða einhver af þjónustufólk- inu léti sér detta i hug, að hnýsast I plögg húsbóndans. Hún vildi láta Brett sjá, að hún hefði ekki haft neitt meðferðis, annað en það sem hún hafði komið með frá Widgerie. Hún vaknaði i dögun og fór strax út, til að athuga veðurútlitið og horfði til fjallanna. Einmana stjarna virtist hanga rétt ofan við skörðóttan tindinn, sem þá þegar var virtist ljóma I öllum regnbog- ans litum. Þetta myndi verða áfð- asta sinn, sem hún liti þessa unaðslegu sjón og hún gleymdi sér stundarkorn. Það voru ein- hverjir töfrar bundnir við þennan staðog hún fann betur nú en áður. Myndi hún nokkurn tima koma hingað aftur? Hafði hún sjálf fallið algerlega fyrir þessum töfrum? Það var of seint að hugsa um það nú, sagði hún við sjálfa sig, þegar hún reyndi að hrista af sér dauflegar hugsanirnar. Hún var ákveðin i þvi hvað hún ætlaði að gera og það yrði ekki aítur snúið. Það gat verið að Brett fengi tækifæri til að skoða hug sinn, þegar hún væri farin. Hún gat verið viss um áð ef hann ekki gerði neina tilraun til að fá hana aftur til sín, þá var hann aðeins feginn að sleppa svona auðveld- lega við hana. En ef hann elti hana uppi og bæði hana.að koma aftur til sin, þá gat hún verið viss um að ást hans á henni væri ekki alveg horf- in. Henni var lika ljóst, að hún myndi strax fara aftur til hans, hann þurfti aðeins að biðja hana þess. En ef hann reyndi ekki að ná sambandi við hana, voru þetta endalokin. Henni fannst sem tært morgunloftið skerpti hugsun hennar. Henni var vel ljóst, að þetta var bezta ráðstöfunin. Lulie var ekki komin á kreik, svo Mia beið ekki eftir morgun- verði. Hún lét heitt kaffi á hita flösku, útbjó nesti til tveggja daga: gekk svo rösklega út að bílnum, ræsti vélina og ók af stað gegnum hliðið. Það hvildi einhver undarleg þögn yfir öllu, en Miu var ljóst að ótal augu fylgdust með hverju hehnar skrefi. Hún hefði ekki orð- iö neitt undrandi, þótt hún heföi heyrt þunglyndjsleg kvein aö baki sér, en það var steinhljóð, ekki einu sinni venjulegt gelt i hundun- um. Henni fannst vélin i bilnum ó- venjulega hávær og hún var feg- in, þegar húsin voru nokkuð að baki. Hún hafði kvatt Beau kvöld- ið áður og kembt honum vel að skilnaði. Hann varð var við hana, þegar .hún ók meðfram girðing- unni og fylgdi bílnum eftir, en Mia varaöi sig á þvi að lita i átt- ina til hans, heldur beindi húm allri athygli sinni að rauðleitri moldargötunni fram undan. Sögulok i næsta blaði. 22 VIKAN 52. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.