Vikan


Vikan - 26.09.1974, Qupperneq 2

Vikan - 26.09.1974, Qupperneq 2
SKIOTUM SKYTTUNNI Lengst til vinstri er grátt kjóla- efni úr einskeftu, skreytt tneð svörtu togi, þá er borðrenningur með salúnvefnaði og teppi með brekánsvefnaði. Þar fyrir ofan eru púðar og borðrenningar með rósabandavefnaði og teppi með myndvefnaði. Þá eru 2 teppi með finnskum vefnaði, og yzt til hægri eru 2 myndir, ofnar úr tuskum. Vefnaðarlistin hefur verið kum meðal þjóða um þúsundir ára jafnvel löngu fyrir okkar timatal. Frumstæðar þjóðir gerðu sér vefstóla milli trjágreina og not- uðu ýmis efni úr náttúrunnar riki til að vefa úr efni til skjóls eða skrauts. Hinar fornu menningarþjóðir Austurlanda stóðu framarlega i vefnaðarlist, sem vár bæði snjöll og hugmyndarik. Hjá Grikkjum og Rómverjum var vefnaðarlist iðkuð og i hávögum höfð. Vefn- aðartizkan og kunnáttan barst svo frá þessum þjóðum til norð- lægari landa. Menningarþjóðir norðurálfu fengu sér austurlenzka kennara i listinni, og þegar æfing og leikni var fengin, setti hver þjóð sinn sérkennilega svip á hinar marg- vislegu vefnaðargerðir. Mörgum skyndimyndum af vefnaðarlistinni er brugðið upp i ýmsum bókum fyrri alda. f Mósebók 35.-40. kap. er skýrt frá ofnum glitklæðum, sem voru notuð til embættisgerðar i helgi- dóminum. t Odysseifskviðu segir frá Penelópu eiginkonu Odyss- eifs, hvar hún óf voð i svefnher- bergi sinu, er Odysseiíur kom heim úr ýmsum svaðilförum. í Eyrbyggju er getið um voðverk merkfskonunnar Þórgunnu af írlandi. 1 Rigsþulu Eddu er getið um konu, sem sveigði rokk, og i Njálu er þess einnig getið, að er Hrútur Herjólfsson steig i væng við Gunnhildi kóngamóður, hafi hann fært henni að gjöf hundrað álna hafnarváð ■ , sem 2 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.