Vikan - 26.09.1974, Qupperneq 9
I þessu tölublaði lýkur hinum merkilega greinaflokki um CIA,
bandarisku leyniþjónustuna, sem Truman stofnaði árið 1947. Þá var
starfssvið stofnunarinnar skilgreint svo:
Central Intelligence Agency á að safna saman og vinna úr leyni-
legum upplýsingum hinna ýmsu ráðuneyta og stofnana og koma
þeim til Hvita hússins i aðgengilegu formi.
Mörgum hefur þótt nóg um, hvernig CIA hefur þanið út starfsemi
sina og haft áhrif á stjórnmálalif fjölmargra rikja heims. Meðal
þeirra, sem blöskrar veldi CIA og ósvifnar starfsaðferðir, er Victor
L. Marchetti, fyrrum starfsmaður CIA um fjórtán ára skeið. Hann
skrifaði bók þá um bandarisku leyniþjónustuna, sem greinaflokkur
þessi er byggður á. John. D. Marks, sem einnig hafði starfað i þjón-
ustu rikisins, aðstoðaði Marchetti við lokafrágang bókarinnar.
Bók þeirra Marchettis og Marks, sem á ensku nefnist ,,The CIA
and the Cult of Intelligence”, kom út i Bandarikjunum i vor, að und-
angengnum málaferlum og mikilli baráttu útgefanda og höfunda við
hinn alltumfaðmandi arm bandarisku leyniþjónustunnar.
Bókin um CIA átti að koma út haustið 1973, en þá komst yfirstjórn
CIA yfir afrit af handritinu og fór i mál við höfunda og útgefanda.
Þegar yfirstjórn CIA hafði farið höndum um handrit bókarinnar,
leit það út eins og meðfylgjandi mynd sýnir.
339 útstrikanir voru gerðar, og námu útstrikanirnar u.þ.b. 20% af
öllu lesmálinu. CIA krafðist þess, að höfundar og útgefandi yrðu
dæmdir til þess að fella þessar málsgreinar út úr handritinu á þeim
forsendum, að þær hefðu að geyma upplýsingar, sem vörðuðu ör-
yggi rikisins. Siðar halaði CIA i land, og utstrikanirnar komust niður
i töluna 168.
Marchetti, sem er 44 ára og faðir þriggja sona, vildi ekki una nein-
um útstrikunum og vildi ekki fallast á, að nokkuð i bók hans væri
unnt að flokka undir trúnaðarbrot. Hann kvaðst reiðubúinn til þess
að standa fyrir sinu máli og jafnvel fara i fangelsi vegna skoðana
sinna.
Dómstóllinn, sem um málið fjallaði, komst að þeirri niðurstöðu,
að útgefandi skyldi una 27 útstrikunum af þeim 168, sem CIA hafði
talið nauðsynlegar. Sá úrskurður kom hins vegar of seint, til þess að
umrædd atriði fengju inni i fyrstu útgáfu bókarinnar, sem taldi 40
þúsund eintök.
171 atriði i bókinni eru feitletruð. Það eru þær málsgreinar, sem
CIA vildi upphaflega, að felld yrðu úr handritinu, en sættist siðar á,
að mættu fljóta með. Þær málsgreinar, sem dómstóllinn dæmdi inn
aftur, eiga auð sæti á siðum bókarinnar, sem eiga að fyllast feitu
letri i næstu útgáfum. 27 eyður verða áfram i bókinni.
Það er á þessari bók, sem greinaflokkur Vikunnar er byggður.
Hann hófst i 36. tbl. og lýkur i þessu blaði.
VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttir. Blaða-
menn: AAatthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadóttir. Útlits-
teikning: Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjóri: Sigríður ólafsdóttir.
Ritstjórn, Auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing í Síðumúla 12. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00
fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsár-
lega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar,
maí, ágúst.
BLS. GREINAR
2 Skjótum skyttunni í skil, sagt frá
íslenzkum vefnaði í máli og
myndum
16 Að minnsta kosti einn og hálfur
metri, sagt frá dvergum og
vandamálum þeirra
18 Tony Curtis og Christine Kauf-
mann deila um dæturnar
24 CIA—Valdataflið. Fjórða og síð-
asta greinin um bandarisku leyni-
þjónustuna
26 Pillan handa karlmanninum
30 Er hávaðinn að æra okkur?
SÖGUR:
12 Grænt Ijós, smásaga eftir Petrus
van der Geeste
20 Franski arfurinn, ný framhalds-
saga
28 Ég á mig sjálf, smásaga eftir
Öyvind AAadsen
34 Handan við skóginn, framhalds-
saga, fjórtándi hluti
Y AAISLEGT:
6 3m — músík með meiru. Edvard
Sverrisson skrifar um hljómleika
Nazareth
41 AAatreiðslubók Vikunnar í umsjá
Drafnar H. Farestveit
44 AAerkimiðar á skólabækurnar,
Eva Vilhelmsdóttir hannaði
39. TBL. VIKAN 9