Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 10
Ertu að byggja? Wm: Þarftu að bæta? GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 DÓsturinn Þegar HANN veröur á vegi minum Agæti Póstur! Nú er ég aö sálast úr undarlegri tilfinningu. Hún hefst i maganum meö ógurlegu kitli og endar i hálsinum, þannig aö mér finnst sem ég sé aö kafna. Þessi ein- kenni koma fram þegar HANN veröur á vegi minum, en HANN er nefnilega vandamál fyrir mig. Ég er búin aö vera hrifin af honum i tvö ár, en ekkert meira en hrifin, held ég. Þaö er nefni- lega þannig aö aöra stundina er ég ástfangin af honum upp fyrir eyru, hina finnst mér hann bæöi leiöinlegur og kjánalegur. Ég sé þennan HANN nærri á hverjum degi, en einhvern veginn veröur aldrei neitt úr kunnings- skapnum. Einu sinni vildi þaö til aö hann bauð mér upp á kók, ég varö voöa lukkuleg og hugsaöi meö mér „Things go better with Coca-Cola”, en viti menn, ég var ekki fyrr búin aö fá flöskuna i hendurnar, fyrr en ég skellti henni flatri á gólfið meö þeim af- leiöingum aö hún mölbrotnaði, og innihaldiö helltist út um allt. Þetta getur maöur nú kallaö ó- heppni eba hitt þó heldur. En nú og akkúrat nú, er ég ein- mitt aö deyja úr ást, og ef ég fæ ekki eitthvaö virkilega gott ráö til aö krækja i stráksa, þá sé ég fram á, aö þetta sumar liði eins og tvö siðustu (ég var alveg aö sálast þá lika, en þá var ég bara svo litil). Svo blessaður graföu nú upp eitt- hvaö gamalt og gott ráö handa mér og það fyrr en siðar, þvi mér bráðliggur á. Það er nefnilega ó- mögulegt að vita, hve lengi ég verð skotin i honum i þetta sinn. Ef þetta krass skyldi nokkurn- tima komast á svart hvitt, þá i Guðsbænum ekki segja neitt ljótt um skriftina, ég gæti ekki afborið þaö. Úti i löndum segja þeir að parfymeruö bréf opnist fyrst. Ég vona aö þaö sama gildi hér! Meö beztu kvebju, Topptjúlluö t tslenzkum Þjóösögum er talaö um, hvernig megi kveikja ástir I hjörtum fólks, meö réttri notkun á hjónagrösum eöa brönugrösum. En nú er fariö aö styttast i hrim- kalt haust og öll grös áreiöanlega dauö, þegar bréfiö þitt kemst I biaöiö. Þú veröur bara aö reyna aö lifa af þessi köst, sem þú færö annaö slagiö. Margur má láta sig hafa þaö aö ganga meö stööugan verk, kitl og köfnunarkennd, svo þú mátt þakka fyrir aö þitt ástand er ekki verra en þaö er. Eftir fóstureyðingu Kæri Póstur! Mig langar mikiö til aö fá svar viö nokkrum spurningum. 1. Eru stjörnumerkjabækurnar hættar aö koma út, hrúturinn kom út siðast og siöan ekkert meir. 2. Hvaða stjörnumerki á bezt viö tviburann? 3. Hvaö eru miklar likur á þvi, aö stúlka verði ófrjó eftir fóstur- eyöingu, og ef hún veröur þaö, hvaö hefur þá gerzt? 4. En ef hún fær lykkjuna 3 vik- um eftir slika aðgerð, sem er tek- in eftir stuttan tima út af bólgum i eggjastokkum. 5. Og ef hún veröur ófrjó, hve miklar likur eru til aö hægt sé aö hjálpa henni? 6. Getur það verið sálrænt, ef stúlka verður ekki ófrisk. Jæja, mig langar aö biöja þig að svara þessum spurningum fyrir mig, án útúrsnúninga. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ein hugsandi P.S. Getur þú lesið eitthvað út úr skriftinni minni? 1. Af óviöráöanlegum orsökum varö aö gera dálitiö hlé á útgáfu stjörnumerkjabókanna, en ætlun- in er aö halda áfram aö gefa þær út, 6 hefti eru þegar komin á markaöinn, en eftir er aö gefa út aörar 6. 2. Bogamaöurinn er talinn mjög góöur, en fleiri merki koma til greina. 3—6. Pósturinn leggur þaö ekki i vana sinn aö snúa útúr þegar hann svarar lesendabréfum, þvi öllu gríninu fylgir alltaf alvara, og ég vona aö þú hafir veitt þvi at- hygli. Þegar um svo alvarlegt mál er spurt sem fóstureyöingar og afleiöingar af þeim, sleppir Pósturinn öllu gamni. Spurningar þínar eru svo alvarlegs eölis, aö engir nema kvensjúkdómalæknar geta tekiö á sig þá ábyrgö aö svara þeim til hlítar. Þess vegna ráöleggur Pósturinn þér aö leita til læknis og fá hjá honum upplýs- ingar og svör viö þvi, sem þér liggur nú þungt á hjarta. % P.S. Skriftin er mjög falleg, þú hefur sterka ábyrgöartilfinningu og ert stefnuföst. Þú ert viökvæm, dálitiö rómantisk, og sennilega hefuröu einhverja listræna hæfi- leika. Svar til Sigriðar Guðmundsdóttur Pósturinn hefur margoft skrif- aö lesendum sinum, aö hann svari ekki spurningum um popp- eöa dægurlagastjörnur. Þú hlýtur aö hafa tekiö eftir þvl, ef þú lest Vik- una aö staöaldri. Allflestar bókaverzlanir selja leikarablöö, en þvi miöur get ég ekki sagt þér, hvar þú getur kcypt stakar leikaramyndir. Elztu eintök af Vikunni, sem enn eru til sölu, eru frá árunum 1958-59. Skriftin er skelfing Ijót, liklega ertu 14 ára. 10 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.