Vikan


Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 26.09.1974, Blaðsíða 16
Mary Lou Sberna fæddist fötluð I þennan heim. Hún var með hjartagalla — svo alvarlegan, aö fæðingalækninum tókst með naumindum að koma andar- drættinum af stað. Báðir fæturnir voru vanskapaðir. Mjaðma- liðirnir voru skaðaðir, og hún var holgóma. Fætur hennar voru settir I gips, þegar hún var tveggja vikna. Þegar hún var átta mánaða, var grætt skinn á báða fætur hennar. Aður en hún varð tveggja ára, hafði hún gengizt undir tvo upp- skurði vegna holgómsins. Sex ára að aldri var hún fyrst skorin upp vegna mjaðmaliöanna. Þegar aðgerðin var fram- kvæmd, vissu foreldrar hennar Estrella og Anthony Sberna, að dóttir þeirra var einnig nærsýn og heyrnarskert. En þau vissu líka, að það var ekki allt, þvi að I ljós haföi komið enn ein fötlun hjá Mary Lou, fötl- un, sem trúlega yröi erfiðust þeirra allra auk þess ólæknandi. Mary Lou var nefnilega miklu minni en jafnaldrar hennar. Hún óx ekki eðlilega. — Viö tókum eftir þvl strax og hún var þriggja ára og fóru..i með hana til læknis, segir móðir Mary Lou. — Læknirinn sagði samt sem áður, aö við hefðum enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur. Mary Lou myndi áreiðanlega ná jafn- öldrum slnum. Vitaskuld trúðum við lækninum. Hvað gátum við gert annað? Auk þess höfðum viö nóg við að striða vegna stöðugra uppskuröa, sem barnið varð að gangast undir. Við hættum að hugsa um, að Mary Lou væri smávaxin. Við gátum ekki bætt þvi ofan á allt hitt. Mary Lou hóf nám I skóla fyrir fötluð börn. Hún átti auövelt meö að læra, og I ljós kom, að andlega stóö hún vel að vlgi og að hún var ótrúlega kjörkuð og sjálfsörugg. Einnig kom I ljós, að hún var gæddgóðum tónlistarhæfileikum, og hún læröi að leika á pianó, þó að heyrnarskeröingin ylli þvl, að hún heyröi ekki hæstu tóna hljóö- færisins. En hún óx svo hægt — svo hræðilega hægt. Þegar hún varö ellefu ára, vhr hún ekki nema metri á hæð. Nú voru, foreldrar hennar hættir að trúa huggunarorðum læknisins. Þau urðu að horfast i augu við staðreyndina: Mary Lou yröi dvergur. Tiu sentimetrar. Núna, tveimur árum seinna, er Mary Lou 110 sentimetra há. Hún hefur vaxiö um tlu sentimetra á tveimur árum. Prófessor David Rimoin hefur fengið hana til með- höndlunar, og hann hefur gefið henni vaxtarhormóna. — Það er stórkostlegt, segir móðir Mary Lou. — Prófessorinn hefur gert kraftaverk á henni, og hann hefur svo að segja lofað okkur, að hún vaxi töluveít til viðbótar. Þaö er stúlka I St. Louis, sem var eins ástatt fyrir og Mary Lou, og hún er orðin 143 senti- metrar á hæö. Læknirinn hefur sagt, að Mary Lou veröi að minnsta kosti jafnhá. Og viö trú- AÐ MINNS KOSTIEINN OG H Um það bil eitt barn af hverjum tiu þúsund verður dvergvaxið. Það hættir að vaxa og verður dvergur. En hvað veldur dvergvexti, og er hægt að gera nokkuð til að koma i veg fyrir hann? Um það er fjallað i þessari grein, og einnig er sagt frá félagi dverga i Bandarikjunum. METRI um honum. Að minnsta kosti von- um við, að hann hafi rétt fyrir sér. David Rimoin er læknir og llf- efnafræðingur. Hann er prófessor við Kaliforniuháskóla I Los Angeles og yfirmaður erfðafræði- deildarinnar I Harbor General Hospital i Torrance, sem er ein útborga Los Angeles. 16 VIKAN 39. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.