Vikan - 26.09.1974, Page 24
í þessari fjórðu og siðustu grein um
bandarisku leyniþjónustuna er einkum
fjallað um togstreitu Sovétrikjanna og
Bandarikjanna.
Sovézki rikisborgarinn Oleg
Wladimirowitsch Penkowskij og
þjónn bandarisku leyniþjónust-
unnar CIA lét lifiö fyrir kúlum af-
tökusveitar i Moskvu i maimán-
uöi 1963 — þá 44 ára aö aldri.
Stjórnarherrarnir i Kreml syrgöu
ekki þennan mann, sem haföi i á-
tján mánuöi veriö i þjónustu vest-
rænna rikja og jafnframt ofursti i
sovézku njósnastofnuninni.
Var Penkowskijmáliö hámark
snilli bandarlsku leyniþjónust-
unnar? CIA hefur reynt að láta
lita svo út. En þegar Penkowskij
var I embættiserindum i Tyrk-
landil959,bauösthann til aö starfa
fyrir CIA, en var heldur fálega
tekiö, enda haföi CIA iöulega látiö
i minni pokann fyrir sovézku
leyniþjónustunni KGB, þegar hún
lagöi snörur sinar fyrir CIA. 1
aöalstöövum CIA — Langley —
var þaö samdóma álit manna, aö
Penkowskij ofursti, sem sagðist
vera mikill andstæðingur komm-
únismans, væri gagnnjðsnari.
En brezka leyniþjónustan
„Secret Service” lét ekki happ úr
hendi sleppa. Hún réöi Penk-
owskij til starfa, tilkynnti CIA
ráöninguna 1960 og lagði til, aö
leyniþjónusturnar nytu báöar
góös af störfum þessa. njósnara.
Og Penkowskij var ekki lengi
aö vinna sig i áliti hjá CIA. Hann
var eini þýöingarmikli njósnar-
inn, sem hafði oddaaöstöðu i
Sovétrikjunum og haföi aögang
aö þýöingarmiklum upplýsingum
meöan á Kúbudeilunni og bygg-
ingu Berlinarmúrsins stóö. Auk
þess var Penkowskij eini njósnar-
inn, sem CIA stjórnaöi ekki, held-
ur vann hann upp á eigin spýtur
og fékk engin fyrirmæli um á-
kveðin verkefni. Þetta var sér-
staklega þýðingarmikið, þvi að
þrátt fyrir mikla viöleitni haföi
CIA ekki vegnaö vel i Sovétrikj-
unum og Kina.
Erindrekar CIA starfa I flestum
stjórnarstofnunum þróunarland-
anna og einnig i ráöuneytum og
leyniþjónustum vestrænna rikja.
Flestir eru þeir aöeins snuörarar,
sem á engan hátt minna á njósna-
hetjur kvikmyndanna eins og
James Bond. Þessir snuðrarar
hafa I raun ekkert að segja fyrlr
öryggi Bandarikjanna, en lögum
samkvæmt er aðalverkefni CIA
aö vernda það. Fátt ógnar I raun
öryggi Bandarikjanna, nema ef
vera skyldu Sovétrikin, og meö
venjulegum njósnaaðferðum hef-
ur CIA orðiö heldur litiö ágengt
þar.
Þaö var háskólaprófessorinn
Richard Bissell, sem átti hug-
myndina aö þvi þegar á miöjum
fimmta áratug aldarinnar að
beita tækninni i njósnum um
Sovétrikin. Þó að Bissell hafi bor-
iö mesta ábyrgö á afhroöi þvi sem
CIA galt viö Svinaflóa og Kenn-
edy forseti hafi rekið hann fyrir
þaö er hans minnzt með tölu-
veröri viröingu i Langley: Hann
er „faöir U-2”, njósnaflugvélar
CIA, sem i fimm ár samfleytt
flaug óhindraö yfir Sovétrikjun-
um og tók myndir af kjarnorku-
verum og eldflaugastöövum
Sovétmanna, unz þeim tókst loks
aö skjóta niður eina U-2 vél. Þaö
olli stjórnmálalegu hneyksli.
Krustsjoff aflýsti fyrirhuguöum
fundi sinum meö Eisenhower,
sem ekkert þóttist vita um
njósnaflugið, þó aö honum hafi
vitaskuld veriö kunnugt um þaö
frá upphafi undirbúnings þess.
Sovétmenn höfðu reyndar einnig
vitað um njósnaflugið, en aldrei
gert það uppskátt, vegna þess að
þá heföu þeir komið upp um þaö,
að þeir réöu ekkí yfir vopnum til
að granda njósnaflugvélunum.
Nú hafa „himinnjósnararnir”
leyst U-2 af hólmi. Þeir eru mjög
vel búnir tækjum til að taka
myndir af mannvirkjum á jöröu
niðri. Þótt CIA réði yfir milljón-
um erindreka, gætu þeir aldrei
aflað annarra eins ógrynna upp-
lýpinga um hernaðarmannvirki
Sovétrikjanna og „himinnjósnar-
arnir”, sem verkfræðingar CIA
hönnuðu.
U-2 hefur haft I för með sér ó-
skaplega tæknivæðingu leyni-
þjónustunnar, sem nú kostar
Bandarikin ríflega 600 milljarða
króna á ári. Flókin rafeindatæki,
sem ekki er einungis komið fyrir i
gervihnöttum, heldur einnig i
fjölda skipa,-.kafbáta og stöðva á
jörðu niðri, rannsaka Bandarikj-
amenn athafnir Sovétmanna og
Kinverja. Þeir fylgjast með her-
flutningum, ganga úr skugga um
hvort iðnaöarmannvirki eru reist
með eðlilegum hraða eða ekki,
virða fyrir sér uppskipun og
fermingu skipa I höfnunum og
vita nákvæmlega hvernig upp-
skeran gengur. CIA hefur árum
saman getað hlustað á samræöur
Breschnevs og starfsbræöra
hans, en á sama tlma hafði
sovézka leyniþjónustan KGB
komiö fyrir hljóönemum I banda-
riska sendiráöinu I Moskvu, svo
aö Sovétmenn gátu hlustaö á allt,
sem þar fór fram.
CIA innleiddi tæknilega bylt-
ingu leyniþjónustunnar, en hefur
mistekizt algerlega aö hafa
nokkra stjórn á henni og kostnað-
urinn af henni er gifurlegur.
24 VIKAN 39. TBL.