Vikan


Vikan - 26.09.1974, Síða 29

Vikan - 26.09.1974, Síða 29
Þá hafði hún litið á hann hlæjandi. Henni stóð á sama um peningana hans — en það voru þó peningarnir, sem bundu hana. Gerðu hana ófrjálsa. Hann hafði elt hana fram eftir þilfarinu, og þau heyrðu dans- músikina frá matsalnum. Þetta var siðasta kvöldið um borð, og hann hafði eyðilagl það. — Hvers vegna viltú ekki að ég skemmti mér, Rex? — Vertu ekki með svona vit- leysu. — Þetta er éngin vitleysa. Þú getur ekki unnt mér skemmt- unar. — Rg hef aldrei neitað þér um neitt. Hún minntist þess, er þau voru i London og hún bað hann um að kaupa miða i götuhappdrætti, þar sem vinningurinn var blár bangsi. — Nei, sagði hann. — Bara einn miða? — Ég er búinn að segja nei. Ég fleygi ekki peningum i svona nokkuð. Stuttu seinna hafði hann keypt handa henni bláan bangsa. Nú hafði honum dottið það i hug. — Hérna, sagði hann — hérna hefurðu bangsann þinn. En hún hristi höfuðið og vildi ekki taja við bangsanum. — Hvers vegna ekki? — Þetta er allt annað. Hann leit á bangsann.— Ég sé engan mun. — Þú átt þennan. — Já, — einmitt. Hann gaf bangsann litilli stúlku, sem gekk framhjá þeim. Hún hugsaði með sér, að þetta skyldi verða i siðasta skiptíð, sem hún bæði hann um eitthvað, og hún skyldi aldrei framar þiggja nokkuð. Kathleen Hayes var á ferð i Róm. Aðeins stutt viðdvöl á leið eitthvað annað. Hún fór um Róm eins og bréfberi, kom við á nokkrum stöðum, en stóð stutt við. Hún hafði aldrei fyrr komið á Piazza Navona, en hreifst strax af torginu. Allt i einu tók hún eftir konunni með trönurnar. — Þetta er fallegt — maður get- ur séð hvað þetta er. Nú til dags veit maður aldrei af hverju myndir eru. — Ég er ekki búin með hana, sagði Ann. — Hún verður vonandi betri, þegar ég hef lokið við hana. — Ég hem Kathleen, sagði Kathleen Hayes — maður hittir orðið landa sina, hvar sem maður fer. Fyrir þremur dögum var ég i Fiume. Maður hefði tæpast haldið, að maður hitti fyrir landa sina þar — en það gerðist. Er langt þangað til þessi mynd verður tilbúin? Henni geðjaðist strax vel að Kathleen. Hún hafði skemmtilegt andlit og var grönn eins og ung- mey, þótt hún væri áreiðanlega að minnsta kosti tuttugu árum eldri en hún sjálf. Hún hegðaði sér eins og hún gæti keypt hálfa Rómarborg — og kannski gat hún það. Ann þáði kaffibolla. — Þessi Rex, sagði Kathleen — hlýtur að vera feiminn. Ég hef þekkt marga feimna menn. Þeir geta verið erfiðir. Er Rex erfiður? Ég veit ekki, hvers vegna ég fór að segja henni frá Rex, hugsaði Ann — en ég varð að tala við ein- hvern. Nú verð ég að segja henni, að ég elski hann. Eða geri ég það ekki? Ég hefði ekki farið með honum i ferðalag til Evrópu, ef mér þætti ekki meira en litið vænt um hann. — Rex finnst hann eiga mig, sagði Ann — en það er ekki honum einum að kenna. Ag hef sjálf komið þvi inn hjá honum. — Yfirráðaþörfin er sterk hjá karlmönnum, sagði Kathleen. — Við verðum að gera eitthvað i þessu máli. Viltu meira kaffi? — Já takk. Þær drukku meira kaffi. Sólin var enn hátt á lofti, en eftir klukkustund færu skuggarnir að teygja sig inn á Piazza Navona, og þá yrði hún að hætta að mála. — Þessa mynd, sagði Kathleen — ég vil gjarnan kaupa hana. Það getur verið byrjunin. Ég á vini, sem vilja fá málverk frá Evrópu, svo framarlega, sem hægt er að sjá af hverju þau eru. Hvaö gerir Rex? — 'Faðir hans á oliufyrirtæki. Ég held, að Rex ætli að ganga inn i fyrirtækið, þegar við komum til baka. Ég held, að hann hafi vit á oliumálum. — Og þú hefúr vit á þvi, sem er fallegt. Það ætti að fara vel sam- an. Þú verður bara að sýna honum, að þú getur spjarað þig án oliunnar hans. Ég skal láta þig hafa ávisunina strax. Ann fékk ávisunina, og hún starði á hana steini lostin. — Þetta er allt of mikið sagði hún, og þar að auki er myndin ekki til- búin. — Ég borga þér það, sem þú átt skilið. Hvað myndinni viðkemur getur þú sent mér hana, þegar hún er tilbúin. Og nú geturðu sagt Rex, að hann eigi þig ekki lengur. Það hjálpar venjulega. Ég ætti að vita það. Kathleen varð allt i einu órólég. " — Jæja, nú verð ég að fára, en hérna er heimilisfang mitt. Ég heyri frá þér — má ég ekki treysta þvi? — Jú, sagði Ann. — Þú mátt treysta þvi- — Arrivederchi! — Arrivederchi! sagði Ann. Siðsumarskvöldið var milt, en það var ekkert tunglskin. Þau sátu á grasflötinni viö Circus Maximus og horfðu á ljósin frá umferðinni fyrir neðan. Ann hafði dregið hnén upp að höku. — Rex, þú átt mig ekki lengur. I glóðinni frá sigarettunni hans sá hún mjúkar linurnar um- hverfis munninn. — Ég hef aldrei átt þig. — Jú, það hefurðu, en þú átt mig ekki lengur. Ég vil, að þú vit- ir það. Hann slökkti i sigarettunni á grasinu. — Seldirðu mynd? — Já. — Hvað fékkstu fyrir hana? — Nóg. En ég kem til með að fá meira. Veiztu, hver Kathleen Hayes er? — Ég hef heyrt hennar getið. Hún er forrik. A eyju i Karabiska hafinu. Einu sinni safnaði hún karlmönnum, eins og aðrir safna frimerkjum, og ég held, að þá hafi gengið dálitið á eignir hennar. Hittirðu hana? — Það var hún, sem keypti myndina. — Það voru fréttir. Ég get ekki keppt við Kathleen Hayes. Ann leit á hann. A bak við þau heyrðist ómur af gitarleik. — Rex, ég vil fá að vita, hvort þú elskar mig. Ef þú elskar mig ekki ætla ég að fara frá þér. Hann svaraði ekki strax, en horfði á borgarljósin i fjarska. — Nú hefurðu náð taki á mér. — Já, nú er það ég, sem hef náð tökunum. — Það tók þig langan tima. — Ég gat það ekki fyrr. Nú vil ég fá að vita, hvort þú elskir mig. — Þú veizt, að ég geri það. — Ég veit ekkert um það. Ég vil að þú segir það. — Ég elska þig. Ertu nú ánægð? — Já, sagði hún og stóð upp, — og á morgun ætla ég að mála nýja mynd. Þau gengu hægt til baka i kvöldhúminu. — Hvað heldurðu að þú haldir áfram lengi? — Eins lengi og þörf krefur. Kannski þangað til við giftum okkur. Það er undir þér komiö. — Jæja já, Er það nú ég, sem á næsta leik? — Já, Þau námu staðar hjá isvagni. — Hérna, sagði hann. — Ég ætla að kaupa minn is sjálf. Mig langar i jarðaberjais. — Hvað á þetta að þýða? 1 öll þessi ár hefuröu alltaf viljað súkkulaðiís — og hérna er súkkú- laðiis handa þér. ■— En nú langar mig i jarða- berjais. Hún borgaði isinn og skundaði af stað. — Mér þykir þú hafa breytzt. >- Já, sagði hún. — Ég ,hef breytzt. * — Það er kannski bezt að viö • giftum okkur. þú að biðja min? Hann stanzaði og horfði á hana. Það var enginn vafi á þvi að hún var fallegasta stúlkan, sem hann hafði fyrir hitt, og hann var ást- fanginn af henni. — Viltu giftast mér? sagði hann hægt. , Það kom glampi i augu hennar. og andlitið ljómaði. — Ég skal ihugá það, sagði hún. Þau rifust smávegis I Parls. Og á leiðinni heim. En þau vóru fljót aö sættast. Þetta var allt á réttri leið, hugsaði Ánn, og ýrð.i áreiöanlega ágætt.- Meðan hún, beið þess málaði hún' málverk o& hugsaði um hvað það væri gott að' Kathleen Hayes ætti marga ýhli. 39. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.