Vikan


Vikan - 31.10.1974, Qupperneq 12

Vikan - 31.10.1974, Qupperneq 12
smásaga eftir Einar Loga Einársson A GRÍMUDANSLEIK Frá þvl'ég man eftir mér hef ég veriö mjög óframfærinn, jafnvel svo, aö oft og tföum hef ég haft verulegan baga af. Ég þoröi aldrei aö taka til máls á málfund- um i skólanum, og þegar kennar- inn tók mig upp, átti ég erfitt meö aö koma hugsunum minum I orö, þótt ég yfirleitt stæöi mig mjög vel I skriflegum prófum. Ekki batnaöi þetta, þegar ég komst á gelgjuskeiöiö. Þvi fylgdu ýmsar breytingar, eins og gengur og gerist meö unglinga. M.a. fékk ég nokkrar bólur i andlitiö, aö visu hvorki stærri né fleiri en titt er um drengi á þessum aldri, en þær uxu mér i augum og uröu til aö minnka sjálfstraust mitt. Oft stóö ég timunum saman fyrir framan spegilinn og skoöaöi útlit mitt, og þá komst ég á þá skoöun, aö ég væri sizt óásjálegri en margir skólabræöur minir, og þeir meötaldir, sem mest höföu sig i frammi og virtust ófeimnast- ir. Tók ég þá i mig kjark og ákvaö, aö nú skildi þessari feimni lokiö. Hér eftir skildi ég algerlega breyta um framkomu og veröa frjálslegur og hiklaus. En ætiö, þegar ég kom út á meöal fólks á nýjan leik, greip mig sama öryggisleysiö. Ekki veit ég viö hvern var aö sakast. Nú var ég kominn frá góöu heimili og vel i meöallagi, hvaö efnahag snerti. Auk þess gat ég ekki kvartaö yfir framkomu foreldra minna gagn- vart mér. Þau fremur hvöttu mig en löttu til aö gera ýmislegt, sem mig langaöi til. Eins og gefur aö skilja haföi eg heldur aldrei kjark i mér til aö kynnast skólasystrum minum. Þegar ég var oröinn tvltugur, haföi ég ekki einu sinni kysst kvenmann, hvaö þá meir. Þetta kvaldi mig meir en orö fá lýst, og oft lá ég andvaka fram eftir nóttu viö umhugsunina um, aö kannski myndi ég pipra, vegna ófram- færni minnar. Þá var þaö dag einn, aö mér hugkvæmdist nokkuö. Ég haföi um morguninn séö auglýsingu frá einu samkomuhúsi borgarinnar um árlegan grimudansleik á veg- um þess. Eftir þvi sem ég velti málinu lengur fyrir mér, leizt mér betur á þá hugmynd aö láta nú til skarar skriöa. Já, þvl ekki? 1 dulargervi myndi mér hverfa öll feimni, og ég gæti óhræddur boöiö dömu upp I dans. Aö visu haföi ég ekki lært aö dansa, en haföi oft norft á fólk iöka þessa fótamennt og fannst þaö ekki tiltakanlega erfitt, hvaö rólegu dönsunum viö- kom. Nú, i ,,shake”-inu fannst mér hver gera eins og honum þóknaöist. Ég komst brátt aö þeirri niöur- stööu, aö hér var einmitt komiö tækifæriö, sem ég haföi beöiö eftir. Þegar ég haföi tekiö ákvöröun um aö fara, var eins og mér létti talsvert. Ég var farinn aö lita heiminn öörum augum. Samt læddist aö mér efi ööru hverju. Grimurnar voru jú teknar niöur klukkan tólf, og hvaö þá? Ef ég heföi nú hagaö mér eitthvaö kjánalega, þá myndi þaö vitnast, hver þessi græningi væri. Ég huggaöi mig þó viö þaö, aö ég gæti alltaf fariö heim fyrir klukk- an tólf, ef ég heföi gert eitthvert asnastrik af mér. Dansleikurinn átti aö veröa næsta laugardag, svo mér var ekki til setunnar boöiö aö fara aö leita mér aö búningi. Ég vissi af konu i bænum, sem leigir út grimubúninga, og eTtir aö ég haföi litiö á þá hjá henni, ákvaö ég aö taka einn glæsilegan hirö- búning I Loöviks 14. stil. Svo leiö vikan, og fyrr en varöi var laugardagurinn kominn. Þrátt fyrir smávegis kvlöa, varö þó eftirvæntingin yfirsterkari. Hvaö skyldi þetta kvöld nú bera I skautisér? Yröi ég búinn aö kom- ast I kynni viö einhverja stúlku, er þvi lyki, eöa yröi sami grái hversdagsleikinn áfram hlut- skipti mitt? Þaö myndi koma i ljós. Ég var ekki sérlega lengi aö búa mig, þótt ég rakaöi mig held- ur betur en vanalega og greiddi mér þannig, aö hvert einasta hár var I hárréttum skoröum. Þegar ég haföi gengiö fuilkomlega úr skugga um, aö ekkert var út á út- lit mitt aö setja, pantaöi ég mér leigubil. Ég þurfti ekki aö biöa lengi, og áöur en ég vissi af vor- um viö á hraöri ferö aö sam- komuhúsinu Rétt sem snöggvast greip aftur um sig einhver efi. Var ég nú ekki aö flana út I ein- liverja vitleysu? En, nei! Aftur skildi ekki snúiö. Þaö væri meiri aumingjaskapurinn og ég auk þess dulbúinn. Aöur en ég gat áttaö mig, vakn- aöi ég upp úr þessum hugleiöing- um viö þaö, aö billinn stanzaöi. Ég var kominn. Ég borgaöi hiö snarasta og fór út. Meöan ég gekk aö dyrum hússins, reyndi ég aö hugsa ekki neitt, til þess aö koma I veg fyrir aö nokkuö aftraöi mér frá inn- göngu. Þaö tókst þokkalega, og ég fór inn. Klukkan var ekki m jög margt, en samt var kominn reyt- ingur af fólki, og sumt var þegar farið aö dansa. Þaö var gámla fyrirkomulagiö á þessu. Enginn sat viö borö, en stólum var raðaö meöfram veggjunum, svo fólkiö gæti hvilzt á milli dansa. Ég gekk aö barboröinu og pantaöi mér gosdrykk. Siöan gekk ég aö næsta stól, sem ég sá aö var laus, settist og tók aö neyta drykkjarins. An þess aö ég haföi tekiö eftir þvi, haföi ég sezt viö hliöina á kvenmanni. Ég fann gamla öryggisleysiö koma yfir mig sem snöggvast, en þá mundi ég eftir grlmunni, sem leyndi þvi, hver ég var, og taugar minar róuöust aftur. Svo tók ég aö viröa dömuna fyrir mér I laumi. Þaö var dálitiö erfitt aö sjá vel út um augngötin á grimunni, án þess aö þaö yröi áberandi, aö ég væri aö skoöa stúlkuna, fen þó virtist mér hún vera á minu reki, snoturlega vaxin, og þar sem hún bar aöeins augngrimu, virtist mér hún lagleg, ef dæma mátti eftir neöri hluta andlitsins. Mér sýndist hún grönn, og aöeins fyrir neöan meöallag, hvaö hæö snerti, en þaö geröi ekkert til, þvi ég var ekki ýkja hár sjálfur. Ég tók nú aö hugsa um, á hvern hátt yröi bezt aö ávarpa hana, þvi ekki þoröi ég fyrir mitt litla llf aö bjóöa henni upp i dans, meðan ekki var fleira fólk á gólfinu. En mér hugkvæmdist ekkert strax. Ég heföi ekki þurft aö hafa áhyggjur af þessu, þvi þaö var daman sjálf, sem tók af mér ómakiö. Eftir litla stund snéri hún sér aö mér og sagði: „Afsakaöu, ekki geturöu sagt mér, hvaö klukkan er?” Mér brá svo, aö ég missti máliö andartak. Svo áttaöi ég mig og stundi upp: „Ha, klukkan? Jú, auövitaö”. óstyrkri hendi renndi ég upþ erminni til aö lita á úriö og sagöi henni, hvaö timinn var. Stúlkan þakkaöi mér fyrir, og ég varpaöi öndinni léttara. Þegar ég haföi róast á nýjan leik, varö mér gramt I geöi. Mér gramdist þessi fádæma aumingjaskapur i sjálf- um mér. Auðvitaö átti ég aö gripa þarna tækifærið til aö hef ja sam- ræöur viö stúlkuna. Kannski var þaö ekki þegar oröiö of seint. Ég dró djúpt aðmérandann og ætlaöi aö fara aö ávarpa hana, en hætti viö á síöustu stundu, Mér gat ekki dottiö neitt i hug til aö segja! En til allrar hamingju tók dam- an af mér ómakið eins og i fyrra sinniö. Hún hálf sneri sér aö mér og sagöi: „Feröu oft á grimudansleiki?” Ég varö aftur orölaus, en aö- eins skamma stund. Þá sagöi ég: „Ha, jú, — nei! Þaö er aö segja >> Nú skellti stúlkan upp úr,'og ég fann, aö ég roönaöi undir grim- unni. „Svo þetta er fyrsti grimudans- leikurinn, sem þú ferö á?” Ég kinkaöi kolli og stór- skammaðist min. „Ég segi sama”, hélt stúlkan áfram, „ég er aö prófa þetta i' fyrsta sinn”. Nú varö andartaksþögn, og ég tók aö hugsa um, hve málrómur hennar væri þýöur. Stúlka, sem heföi slikan málróm, hlyti aö vera góö stúlka og hættulaust aö hefja samræöur viö. Já, þetta var svo sem ekkert hættulegt eftir allt saman. Fullviss um aö þetta væri rétt, tók ég aö tala meira viö stúlkuna. Ég var örlitið hikandi I fyrstu, en þar kom að lokum, aö ég var orö- inn alveg eölilegur. Ég sagöi henni, aö ég gerði litiö af því aö fara á dansleiki, en heföi langaö til aö prófa grimudans- leik. Þaö virtist henni svo eölileg- ur hlutur, aö hún brosti ekki einu sinni. Þaö jók á hugrekki mitt, og þar kom aö lokum, aö ég spuröi hana, hvort hún þyröi aö leggja I aö dansa viö mig. Þá hló hún ör- litib og á þann hátt, aö ég skildi, aö henni haföi fundist spurningin fyndin. „>aö ætti ekki aö vera svo hættulegt”, sagöi hún, er hlátrin- um Hnnti. Og þannig atvikaöist þaö, aö ég var farinn aö dansa viö stúlk- una, og án teljandi taugaóstyrks. Samræöurnar höföu gengiö svo eölilega fyrir sig, aö ég hálft I hvoru furöaði mig á þvl. Sem snöggvast kom mér I hug, hve ég heföi nú miklaö þetta allt fyrir mér, og svo var þetta I rauninni ekki neitt. En ég haföi fljótlega um annab aö hugsa, þvi ég haföi gleymt mér sem snöggvast og fór aöeins út úr taktinum. Ég svitnaöi. Nú mundi stúlkan náttúrlega fara aö gera gys aö mér, en mér til undrunar geröist 12 VIKAN 44. IbL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.