Vikan


Vikan - 31.10.1974, Side 23

Vikan - 31.10.1974, Side 23
Herault hefði ekki verið andvana fætt? Þau komu til Lérida i rökkur- byrjun. Þau sáu ána og háa klett- ana, en þar á milli lá borgin. Þau stöövuðu bilinn á vel upplýstU torgi fyrir framan glæsilegt þeim að fullu, að sjá Marcel ferðamannahótel, fóru inn á yfir hótel og veitingastaði að þvi hvar Café Madrid væri staðsett. En þau fundu hvergi það nafn, svo David fór að afgreiðsluborð- inu, til að spyrjast fyrir. Þegar hann sneri aftur til Helen, var hann fremur von- leysislegur. Helen sat i bilnum. — Þeir ráðleggja okkur að leita i gamla bænum, sagði David og skellti á eftir sér bilhurðinni. — Það kannast enginn þarna við þennan stað. — Það er nú kannski ekki svo skrltið, þetta heimilisfang er nú siðan fyrir strið. Göturnar i gamla hlutanum lágu sitt á hvað. Þær voru allar mjög þröngar, sums staðar voru þrep, sem ekki var hægt að aka eftir, hliðargötúr og öng- stræti. I fimm minútur voru þau að villast þarna, en að lokum komust þau niður að árbakkan- um. Þau voru þreytt og vond"auf, stöðvuðu bilinn fyrir framan veit- ingastofu á árbakkanum, gengu inn, til að spyrjast til vegar. Fyrst fengu þau sér hressingu og svo lagði David spurningu fyrir þjóninn. Hann lét ekki neina undrun I ljós, en hélt áfram að þurrka af borðinu, tautandi eitt- hvað, sem Helen ekki skildi. — Við fáum ekki miklar upp- lýsingar hér, sagði hún. — Hann ætlar að fara og leita upplýsinga, svaraði David. — Skilurðu, spænsku. Ég vona bara að þú skiljir hann rétt, þegar hann kemur til baka. Heyrðu, hvislaði hún svo, — hann er að koma og hann er ekki einsamall. David leit við. Hann stóð snögg- lega upp og hlustaði með athygli á orðaflaum mannsins, sem þjónn- inn kom með að borðinu þeirra. Þetta var ungur maður, dálitið svipaður Mára að. yfirbragði, grannvaxinn og sterklegur og var i slitnum vinnufötum. Þegar hann þagnaöi, svaraði David, senni- lega rétt. Ungi maðurinn sagði eitthvað fleira og David þaut upp, benti Helen að ktma með sér og þautút. Ungi maðurinn, kom með þeim og þau skunduðu hratt eftir dimmum götum. Helen missti strax áttaskyn. Henni fannst þau vera að klifra upp i hæðirnar, en svo nam ungi maðurinn skyndilega staðar við háan vegg á gamalli byggingu. Spánverjinn sagði eitthvað við David og svo hvarf hann inn i húsasund. — Er þetta kaffihúsið? spurði Helen, þegar hún náði loksins andanum. — Kaffihúsinu var lokað fyrir nokkrum árum. — En hvar? . . . Hún þagnaði, þegar fylgdarmaður þeirra kom aftur og fylgdi þeim gegnum húsasundið að hliði, sem opnaðist inn i litinn húsagarð. öðrum megin við hliðið voru stórar dyr meö þungri hurð fyrir. Spánverj- inn ýtti upp hurðinni og þau gengu öll inn. Þau komu inn i eldhús með hvolfþaki. einna likast helli. Veggirnir voru úr einhvers konar leir, sem upphaflega hafði verið hvitur, en var nú dökkur og gljá- andi af margra ára matargerð. Langborð, sfem stóð á eins konar trönum, var i miðju eldhúsinu og i kringum það sátu fjórar mannéskjur. Yzt til vinstri var mjög gamall maður. Andlitið á honum var likast gömlu bókfelli og hann sat þarna, beinn i bakið meö hendurnar á borðinu. Viö hliö hans sat gömul kona, en svip- ur hennar var skýrari og hún renndi augunum fram og aftur og kreisti saman hendurnar. Svo var þarna drengur, eða rey dar mað- ur, sem ekki hafði þroskazt, en þaö var ekki hægt að geta sér til um aldur hans. Við enda borösins sat önnur kona og það var Ijóst, aö það var hún, sem þarna réði húsum. Hún var mjög stórskorin og virti komumenn fyrir sér með dökkum, skarpskyggnum augum. — Frú Desgranges! sagði David. Hún svaraði honum á frönsku. — Herra Hurst, ég átti von á yður. — Já, svo hefur mér skilizt. — Og hvað er það fleira, sem þér skiljið? Það væri áhugavert að vita það. — Mjög litið. — Setjist niður. Ég skal leiða yður I allan sannleika, það er sannarlega kominn timi til að segja sannleikann. Það voru sóttir stólar. Helen og David settust við borðiö. Spán- verjinn, sem hafði fylgt þeim, sótti vin og hellti I glös fyrir þau. Svo varð dauðaþögn. Helen hafði á tilfinningunni, að David hafði að vissu marki algjörlega gleymt til- vist hennar þarna á þessum stað. Hann skynjaði sýnilega ekkert annað en svipmiklu konuna, frú Desgranges. — Marcel Carrier er ný farinn héöan? sagði David. Hún kinkaði kolli. — Já. • —- Kom hann hingað min vegna? Kom hann til að leggja fyrir yður spurningar og fá það staöfest, að eg se sonur hans? — Sagði Marcel Carrier yður, að hann v faðir yðar? — Ekki Harcel, sagði David. — Það voru aðrir. Og að Madeleine Herault væri móðir min. Er það rétt? —- Já, það er rétt, sagði frú Desgranges. David greip dauðahaldi um handlegginn á Heleo með heil- brigðu höndinni. — En það var nú samt ekki ástæðan fyrir komu hans hingað. Hann kom til að ógna mér, sagði frú Desgranges. — Hann var hræddur um að þér reynduð að hafa upp á mér, að þér mynduð koma hingað. Hann óttaöist þaö, sem ég myndi liklega segja yöur. David greip ennþá fastar um handlegg Helen. — Og hvað er það? — Að hann sé heigull, svikari og morðingi. Hún sagði þetta kuldalega og blátt áfram og David sýndi ekki nein merki þess að honum brygði við. Rödd hans var jafn róleg og rödd konunnar, þegar hann spurði: — Hvern myrti hanh? — Marga menn með svikum sinum, sagði frú Desgranges. — Einn mann með eigin hendi: hinn raunverulega föður yðar, unnusta Madeleine, enska njósnarann, sem hafði verið sendur til að hjálpa Herault lækni, manninn, sem kallaður var Ian Richardson. Helen sat grafkyrr. Hún skildi þab vel núna, hvernig hægt var aö verba bókstaflega mállaus. Henni fannst hún varla mega anda, til að trufla ekki. David sleppti handlegg hennar og tók upp gamla kveikjarann. Hann lagði hann á borðiö milli sin og frú Desgranges. — Kannist þér við þetta? — Já, sagði hún. — Ég hef oft séð hann áður. Ian Richardson átti hann. Stafirnir, sem hann rispaði á hann eru upphafsstafir Madeleine Herault. Hann gaf henni þetta sem tryggðarpant, hafði ekki annað handbært. — Hvernig og hvenær bar dauða hans að? Frh.inæsta blaöi. J°e /#L' EINNI & PINNI 44. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.