Vikan - 31.10.1974, Side 33
kraftur. Ég er 'einungis verkfæri
hans, sem kemur af staö liffræöi-
legum breytingum i likama sjúk-
lingsins, þeim breytingum, sem
siöan lækna hann. Sumir læknast
kannski ekki að fullu, en þeir liða
minna en áður og eru ekki eins
illa haldnir.
Einn sjúklinganna, sem er
nýbúinn að gangast undir lækn-
ingu Edwards, er Patricia
Williamson frá Manchester.
Miötaugakerfi hennar er illa
skaddað — sjúkdómurinn hefur
ágerzt, og læknar hennar hafa
sagt, að hún geti reiknað með þvi
að þurfa alltaf að vera i hjólastól.
Tiu minútur eru liðnar siðan
Harry Edwards lagði héndur yfir
hana.
■ — Hann lofaði mér þvi, að ég
yrði heilbrigð, segir hún ánægð.
— Hann sagði, að næst þegar
ég kæmi, þyrfti ég ékki að vera i
hjólastól. Og þegar hann sagði
mér að stiga á fætur, gerði ég það
og stóð upprétt I heila mfnútu.
Þaö hef ég ekki getað gert i f jögur
ár!
Allir sjúkdómar
Patricia Williamson og fleiri
sjúklingar voru sammála um
þaö, að frá höndum Harry
Edwards leggði mikla og dásam-
lega hlýju. Hlýju, sem færi um
allan likama þeirra, en þó einkum
veika blettinn og mýkti hann.
■ — Þetta er orka, sem streymir
frá andlega kraftinum I gegnum
mig, sagði Harry Edwards. —
Mjög einfalt. Stundum eru geisl-
arnir sterkir, stundum veikari.
Allt eftir þvi hvaða sjúkdóm skal
lækná. — Alla sjúkdóma er hægt
að lækna með handayfirlganingu.
Viö höfum ekki leyfi til að aug-
lýsa, aö við getum læknað
krabbamein og flogaveiki,.og við
höfum ekki leyfi til að gefa út lyf-
seðla. Það gerum við heldur ekki.
En við ráðleggjum sjúklingunum
náttúruleg læknislyf.
Flestir sjúklingar, sem til
Edwards leita, þjást af bak-
verkjum, gikt og þess háttar.
— En við læknum alla sjúk-
dóma, og okkur hefur tekizt að
lækna 80% sjúklinganna, sem til
okkar hafa leitað, segir Edwards.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
þvi, hvað hefur valdið þvi, að
okkur hefur ekki tekizt að lækna
20% þeirra. Það getur verið
vegna þess, að okkur hefur ekki
tekizt að útrýma orsök sjúk-
dómsins, og það getur einnig
veriö sjúklingnum sjálfum að
kenna. Til dæmis kom hingað
kona til að fá bót á sjóninni.
Lækningin haföi litið að segja, þvi
að hún hélt áfram að ofreyna
augun eftir sem áður. Eða maður,
sem kemur vegna giktar. Hvað
hefur lækning að segja, ef hann
heldur áfram að búa i saggafullri
og óheilsusamlegri Ibúð?
Krabbamein
* Konan, sem komin var alla leið
frá Italiu, var mjög taugaóstyrk á
meðan hún beið þess, að rööin
kæmi að sér. Maður hennar hélt I
höndina á henni og talaði
huggandi við hana.
Harry Edwards talaði við hana
i nokkrar minútur, lokaði
augunum, baðst hljóölega fyrir,
tók um hendur hennar og hélt
þeim I sinum I nokkrar minútur.
Svo þreifaði hann á andliti hennar
og þrýsti fingri létt á annað kinn-
beinið, fjóra til fimm sentimetra
frá eyranu og sagði nokkur orð.
Svo var lækningunni lokið.
Hvað var að þessari konu.
— Hún hélt, að hún væri með
krabbamein I andlitinu. Þaö var
litið ber á kinnbeininu, en þaö var
ekki illkynja, ekki krabbamein.
Harry Edwards að störfum.
Hann tekur á móti sjúklingum
alls staðar að úr heiminum, og
þá, sem ekki komast tii hans,
læknar hann meö „firðarlækning-
um”.
Hvernig veit Harry Edwards
það?
— Ég er vanur sjúkdóms-
greiningum, og ég veit um leið,
hvort um er að ræða alvarlegan
sjúkdóm éða ekki. Berið á kinn-
inni var einungis brjóskmyndun.
Ég fann það um leið og ég snart
það.
— En það er til margs konar
krabbamein. Sumt er erfiðara að
lækna en annað. En likaminn er
þannig úr garði ggerður, að hann
er fær um að losa sig við allar
sjúkar frumur. Með hjálp andans
er þessi starfsemi efld. Þannig er
unnt að lækna krabbamein.
Stundum á einum degi.
Ætli Harry Edwards ráöleggi
sjúklingunum, sem til hans leita,
nokkurn tima að leggjast inn á
sjúkrahús?
•' —Það kemur fyrir, en ekki oft.
En ef til okkar leitar kona, sem er
meö krabbamein I brjósti, en
segist vera hrædd við að leita
læknis, segjum við henni, að hún
verði samt sem áður að fara til
læknis og láta skera úr um, hvort
hún sé með krabbamein eða ekki.
En bæði áður en hún fer til læknis
og eftir að hún kemur aftur, reyn-
um við að lækna hana með krafti
andanna.
Hvernig veit sjúklingurinn, aö
hann hefur læknazt?.
— Það sézt smám saman.
Sársaukinn hverfur. Allur sárs-
auki er á bak og burt... Þá hefur
andlegi krafturinn megnað að
lækna sjúklinginn.
Gjafir
Harry Edwards er vel stæður
maður, og ekki er að sjá, aö sam-
starfsmenn hans liði neina neyð
heldur. Helgidómurinn er vel
innréttaður.
Allt kostar peninga.
— Handayfirlagningamenn I
Englandi mega ekki taka við
neinum greiðslum, en enginn
getur bannaö þeim að taka á mótj
gjöfum.
Sjúklingarnir, sem koma til
Helgidómsins, mega gefa eins og
þeir hafa efni á. 1 bréfunum, sem
berast, eru alltaf peningar, eða ,
ávisanir, I öllum gjaldmiðlum
heimsins.
Patricia Willigmson var ekki
viss um, aö hún hefði gefið nógu
mikið. — Ég gaf ekki nema fimm
pund, sagði hún við systur sýna.
— Þaö mátti ekki minna vera.
Edwards bað mig um aö skrifa
sér og segja sér, hvað niér ITði.
Hann vilai, að ég skrifaði
mánaðarlega og kæmi svo aftur
eftir ár. Ef ég sting nú einu eða
tveimur pundum I hvert bréf.
Heldurðu að það sé nóg?
Systir hennar hélt það.
Andinn hefur læknað
A leiðinni á stöðina aftur er
stemningin I bilnum stórkostleg.
öllum Höur miklu betur en áöur
og eru vissir um að ná fullri
heilsu.
Konan frá Vancouver i Kanada
hafði ekki heyrt meö öðru eyranu.
Nú sagðist hún geta heyrt tikkið i
úrinu sinu með þvi, þó að vélin i
bflnum væri mjög hávær.
ttalska konan var yfir sig glöð
og brosti við öllum. Hún var laus
við krabbameinshræösluna. Og
stúdentinn frá New Jersey, sem
hafði haft sársaukafulla hrygg-
skekkju, Lenndi sér einskis
meins, hló og geröi að bamni slnu.
— Heilagur andi heíur snert
mig, hrópar hann hamingju-
samur. — Er þaö ekki alveg stór-
kostlegt?
44. TBL. VIKAN 33