Vikan


Vikan - 31.10.1974, Side 39

Vikan - 31.10.1974, Side 39
mig dreymdi SLYS. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að jarðýta var að draga togvíra úr D. og hafði vírinn vafizt utan um húsið mitt og fært það áf grunninum. Ég hugsaði með mér, að þetta væri svei mér gott, því að nú gæti ég farið í mál við útgerðarfé- lagið og fengið nýtt hús út á þetta. I húsinu voru auk mín kona mín og þrjú börn okkar. Ég gerði þeim ekki viðvart, því að ég hélt að húsið myndi ekki færast nema lítið eitt til, en reyndin varð állt önnur. Húsið dróst langan spöl og lenti svo upp við brekku og féll þar saman. Ég fór að huga að f jölskyldu minni og voru þau öll limlest, en mér fannst ég sjálfur vera ómeiddur. En svo fannst mér allt í einu, að konan mín væri komin til mín og tókum við börnin og bárum jit úr rúst- unum. Hvergi var blóð að sjá. Mig hryllti náttúrlega við þessari sjón og ásakaði mig f yrir þetta allt saman, því að ég hefði haft nógan tíma til þess að forða öllum út úr húsinu heilum á húfi. Ég vona, að þú getir ráðið þennan hryllilega draðm fyrir mig. Með fyrirfram þakklæti og beztu kveðju. Kalli. Ekki telur draumráðandi neina hættu á þvi, að þessi draumur komi á neinn hátt þannig fram, að þú þurf ir að hafa af honum miklar áhyggjur, en þó vill hann ráðleggja þér að þugleiða hvort þú ert viss um að þú metir hlutina í kringum þig rétt. MISSKILNINGUR OG SKIRN. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma. Sá fyrri var á þessa leið: Mér fannst ég vera að fara á ball með fyrrverandi vinkonu minni, sem við skulum kalla U, og vinkonu hennar, sem við skulum kalla B. Ég var búin að kaupa miðann á ballið, en þær ekki, svo að ég fór og skilaði miðanum aftur, en þegar ég kom til stelpnanna aftur, var hjá þeim strákur, sem ég er mjög hrifin af, og hafði U sagt honum, að ég væri það. Hann haf ði reiðst því og sneri $ér að mér og hellti yfir mig skömmum. Það sárnaði mér mjög. Þá tek ég allt í einu eftir þvi, að andlitið á honum er alveg eins og andlitið á mér. Þá brosti hann til mín og klapp- aði mér á nef iðog sagði: Láttuhana Ltalaviðmig, en Ler vinkona mín, sem þekkir þennan strák mjög vel. Síðari draumurinn var á þessa leið: Mér þótti sem ætti að fara að skíra bróðurdóttur mina og átti ég að halda henni undir skírn. Þegar ég kem til kirkjunnar með barníð, sem var vaf ið innan i tvær sængur, segir presturinn mér að leggja það frá mér á borð, sem var þarna í kirkjunni. Stuttu seinna f annst mér eins og barnið væri týnt og fóru allir viðstaddir að leita að því. Ég byrjaði á því að leita á bjórkrá, sem var í kjall- ara þarna nærri, og lágu tröppur niður að útidyrum kráarinnar. I tröppunum mætti ég strák, sem heitir Þ og fór hann eitthvað að reyna við mig. Svo tekur hann upp buddu úr gulli og þá segi ég: Á kærastan þetta? Hann svaraði því: Já, hún St. Eftir þetta fer ég inn í kirkjuna og kem þá að barn- inu liggjandi á borðinu, þar sem ég hafði skilið við að. Það var klætt í síðan, heklaðan skírnarkjól og á öfðinu var það með húf u í stíl við kjólinn. Lengri varð draumurinn ekki. . Með þökkum fyrir birtinguna. Eyiarós. Þessir draumar eru mjög keimlíkir og eru tæpast fyrir stórtíöindum, enda skína hugsanir þínar og á- hugamál í vöku allt of vel í gegnum þá til þess aö raunverulegt mark sé takandi á þeim. Þó er athyglis- vert tákn í hvorum draumi fyrir sig og er rétt aö benda þér á merkingu þeirra, svo aö þú gangir ekki al- veg bónleið til búöar. Samkvæmt þessum táknum muntu verða öruggari með sjálfa þig á næstunni og gera þér betur grein fyrir því hvað þú í raun og veru vilt og einnig mun vegur þinn meðal ættingja og vina fara stöðugt vaxandi. VINKONAN KRÆKIR I VININN. Kæri draumráðandi! Mig hefur dreymt þennan draum þrisvar sinnum, en í síðasta skiptið var hann svolítið frábrugðinn. Löll skiptin hefur mig dreymt, að ég og vmkona mín, sem við getum kallað X, fórum tvær einar á ball. Þar var mjög gaman og hittum við þrjá stráka, sem við þekkjum lítillega. Þá skulum við kalla G, H og K. Þeir buðu okkur í partý og þáðum við það. Vinkona mín var með H og sá ég þau fyrir mér í rauðu rúmi með hvítum sængurfötum. Ég er mjög hrifin af G og hann af mér og ég var með honum í tveimur þessara drauma, en núna siðast var ég ekki með honum. Hann var með svartan blett við hægra munnvikið, mjög stóran. Partýið var í gulu húsi, sem við þekkjum ekki. Við vinkonurnar vorum mjög drukknar. Ég vona, að þú ráðir þennan draum vel, því að ég er mjög forvitin. Ein forvitin Gunna. Ekki er alltaf hægt að fá uppfyllingu óska sinna f draumum og það hefurðu sannreynt í síðasta draumn- um af þessum þremur. Reyndar er ekki víst, að þessi G, sem þú kallar svo, sé þess virði að þú sért hrifin af honum. Að minnsta kosti bendir umræddur svartur blettur til einhvers misjafns. Meðal annarra orða. Hvernig veiztu, að hann er mjög hrifinn af þér, þegar þú þekkir hann ekki nema litillega? í FJöRUNNI. Kæri þáttur! Ég á heima í frekar litlu sjávarþorpi, þar sem allir þekkja alla og þess vegna þykir mér eftirfarandi draumur, sem mig dreymdi ekki alls fyrir löngu, mjög undarlegur og langar mikið til þess, að þú ráðir hann fyrir mig. Draumurinn var á þessa leið: Ég þóttist standa niðri í f jöru og horfá út á hafið. Mikill sjógangur var og gengu sumar öldurnar yfir mig, en ég lét það ekki á mig fá, heldur stóð keik og horfði út á reginhaf. Allt í kringum mig voru þorpsbú- ar, en þó þekkti ég engan þeirra, heldur var þetta allt saman fólk, sem ég hafði aldrei séð áður. Með von um ráðningu. Sjávardís. Þessi draumur er fyrir einhverri mikilli upphefð, sem þú verður aðnjótandi, en líklegt er að þér hlotnist hún einhvers staðar fjarri heimabyggð þinni.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.