Vikan


Vikan - 31.10.1974, Page 44

Vikan - 31.10.1974, Page 44
í vetur má búast við miklum pilsaþyt, þar sem kvenþjóðin er nálægt. Tizkuhönnuðir hafa i æ rikara mæli tekið pilsin aftur i satt, en þau féllu i ónáð, þegar siðbuxurnar urðuómissandi. 115 ár hafa buxurnar verið bezu vin- ir okkar, að ekki sé minnst á gallabuxurnar, sem alltaf má treysta. Hvort pilsin eiga eftir að festa rætur i fataskápnum, eða hvort þetta sé bara stundarfyrir- brigði, er erfitt að spá. Að mörgu leyti eru pils klæðilegri en bux- ur, sérlega ef afturendinn er i stærra lagi. Eins geta þau undir- strikað falíega fætur. Nýju pilsin eru við, mjög efnismikil, og ná oft niður á miðja kálfa. Þar af leiðandi þurfa hinir ýmsu hlutar likamans að vera nákvæmlega á réttum stöðum. Einnig hljóta pilsin að takmarka vissar hreyfingar, en tizkudömurnar segja, að þáð sé bara sexy og venjist fljótt. Sennilega verður erfitt að fá rauðsokka i pilsin, en það er nú kannski ekkert skritið. í raun og veru eru þessi pils mjög lik gömlu rokkpilsunum. Við þau eru oft notaðir stutt- sokkar, og undirstrikar það gamla svipinn. A haustsýning- unum komu einnig fram pils, sem liktust slavneskðm þjóð- búningum, og voru há stigvél notuð við. Á sýningunum kom i ljós, að tizkuhönnuðir virðast al- veg vera búnir að gefa siðbuxur upp á bátinn. Hvort konur al- mennt falli fyrir pilsatizkunni, kemur sennilega mjög bráðlega i ljós. Á þessum blaðsiðum eru ýmsar tegundir af pilsum, er sauma- og pilsglaðar stúlkur geta tekið sem fyrirmynd. 44 VIKAN 44. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.