Vikan

Issue

Vikan - 20.02.1975, Page 35

Vikan - 20.02.1975, Page 35
1 hún haföi ætlað sér þarna fyrsta kvöldiö, þegar koniakið hafði los- að um tungubandiö, sagt eitthvað i þá veru, aö hún vissi að Philip Manning bæri hlýjar tilfinningar til sin.' Og Bryne hafði séö. að hann hafði engan tima að missa, þar sem Philip myndi nota fyrsta tækifæri til að ná sambandi við hana. Hann hafði þvi ákveöið að kvænast henni og vinna svo að þvi siðar, aö ná ástum hennar. Lucy sagði. — Hvers vegna leggur þú ekki á borð fyrir ykkur i dagstofunni. Þiö getiö haft stof- lina alveg út af fyrir ykkur. Ef þú lofar mér að segja við hann nokkur orð, skal ég sjá um Mary Ann. Ég lofa þvi, að eyöileggja ekki skilnaöarstund ykkar i þetta sinn. Þau sátu svo við kringlótta boröiö i dagstofunni og héldust i hendur yfir borðið. Nú, þegar samverustundir þeirra voru að styttast, sögðu þau minna en nutu þvi betur samvistanna. Hann hafði ekki hugmynd um það, hve- nær þau myndu hittast aftur. — Ég elska þig, sagði hann, þegar hann lá viö hlið hennar i stóra rúminu og þrýsti andlitinu að ilmandi hári hennar. Hann óskaði þess eins að timinn stæöi kyrr. 1 bitrum vetrarkuldanum eld- snemma um morguninn, stóð hún á veröndinni til að kveðja hann. Hann var aftur kominn I indiána- búninginn. Hann óð snjóinn út að hliðinu, þar sem félagi hans beiö með hestana. Bryne stökk á bak, sneri sér við sem snöggvast og veifaði til henn- ar. An þess aö taka eftir snjónum, hljóp hún út að hliðinu og horföi á eftir þeim niður götuna. Hvenær myndi hún sjá hann aftur? Sara fór með börnin út í skóg, til að safna trönuberjum og lyngi, til að skreyta húsið fyrir jólin. Þau skemmtu sér öll vel og börn- in ljómuðu af ánægju, þegar þau komu til baka, hlaðin greinum og rauöum þerjum, rétt fyrir hádeg- ið! Það kom kaldur gustur með þeim inn, þegar þau stóöu i and- dyrinu og snjórinn var að bráðna undir fótum þeirra á gljáfægðu gólfinu. Mary Ann brosti, meðan hún hlustaði á þau, og hún var aö hjálpa þeim úr yfirhöfnunum. Sara var að losa hattbandið, þeg- ar hún sá bréf á silfurdisk á borð- inu. Það var rithönd Brynes á bréfinu. Hún fleygði frá sér hattinum og þaut upp i herbergið sitt með bréfið, til að lesa það i næði. Það var lika ætlað henni einni. Hún hitti Lucy I eldhúsinu, þegar hún kom niður. — Bryne hefur gengiö i Kan- adaher! sagði Sara áköf. — Það er stór hópur af ibúum Nýja-Eng- lands, sem hefur gert hiö sama. Það er jafnvel talað um, aö rikin i Nýja Englandi munu segja sig úr rlkjasambandinu, ef striðinu veröur ekki lokið fyrir voriö. — Hvar er Bryne núna? — t vetrarbúöunum f Montreal, sagði Sara og þar með vissi hún lika að leiðangur hans hafði heppnast. Nú var ekki lengur þörf á að fara með leynd. Hann var búinn aö sýna hollustu sina. — Svo langt i burtu. Lucy gretti sig svolitið. — Þá er ekki senni- legt, að við sjáum hann fyrsta kastið. — Það er hann einmitt að tala um I bréfinu, sagði Sara, sorg- mædd á svip, — en hann sendir ykkur öllum bestu kveöjur sinar. ■ — Viltu þakka honum fyrir Úrvals íslenskar og danskar fóðurblöndur ávalt fyrirliggjandi. Finnstar HELOSAUNA-ofnar og tilbúnar Saunur hafa hlotið viðurkenningu um all- an heim. HELO-SAUNA-umboðið er í nuddstofunni Sauna í Hátúni 8, sími 24077. RÉTT SAUNA ER FINNSKT SAU^A, MENNING SEM ER YFIR 2000 ÁRA GÖMUL. 8. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.