Vikan

Eksemplar

Vikan - 06.03.1975, Side 17

Vikan - 06.03.1975, Side 17
þeir aö skrifa upp moröprófiö, eftir að hafa rætt sláturaðferðina út i hörgul. Það var skemmst að segja, að Þórður hafði verið fullur i Reykjavik meö Eliasi, sem hann þekkti ekkert. Þeir höfðu hafl koges. Svo hittu þeir mann með peninga i kistli, sem talaöi mestan part i hringhendum og sléttuböndum og um vetrarbeit. Þeir höfðu þegið af honum brennivin og fariö i fáein hús. Svo skildi Þórður við þá á Laugaveg- inum um kvöldiö. Elias og bóndinn urðu eftir, en hann hélt vestur i Stóru-Selsvör þar sem hann gisti, þvi hann hafði frétt af Biskupnum, sem fara átti snemma um morguninn upp á Akranes. Þar hafði hann fengið loforð um far. Þórður hafði verið i Reykjavik út'af nýrunum, til lækninga. Hann var enn með i nýrunum, en hann gat ekki beðið lengur eftir batan- um en þetta. A Akranesi hafði hann keypt norskan ljá og smávegis, sem hann hafði borgað. Það hafði hann borgað með fé, sem nota átti i fargjald með gufuskipi út á Stapa, með Suðurlandinp eða Vestra, en ekki stolnu fé. Menn á Akranesi taka ekki fé af fólki, sem fær að liggja i rúmi i teinæringi upp á Skaga. Það væri lygi að hann hafi verið með mikla peningaseðla i búð að kaupa sér óþarfa. Konan stakk mó i hlóðirnar og hún var stór upp á sig og orðljót. Hún bætti við bónda sinn. Helvitis lygi, sagði hún þegar bóndi hennar sagði lygi og höfuð hennar gekk upp og niður með áherslum orðanna, þegar hann talaöi. Svo bar hún þeim kaffi og kan- dis og fór að tala um það, að það væri nú nær fyrir andskotans sýslumanninn að hugsa um fé en vera með rellur út af Rangæing- um út um allar framsveitir i há- sláturtiðinni, þótt hann hefði fengið bréf frá einhverju óábyrgu fólki og fógetum suður i Reykja- vik. Svo hófu þeir leitina. Þeir drógu hlandplöggin upp úr rúmunum og skoðuðu bælin vel, litu ofan i kirnur og katla og undir mókassann. 011 föt voru ötuð blóði. Barnafötin voru blóðug, lika rúmfötin og brekánin, rétt eins og von væri annars, þar sem fé er skoriö meö hjálp barna á þungu heimili. Svo kvöddu þeir og hreppstjórinn ákvað að skrifa skýrslu sina inn i Stykkishólmi, mestan par. Þeir rituðu samt stutta bókun um rannsóknina og létu hjónin skrifa undir. Satt að segja hraus hreppstjóra hugur við málavöxtum öllum. Hann vissi að Þórður var óvandaður, eins og allir fátækir menn, sem björguðust sjálfir. En hann var þó vantrúaður á að hann hefði drepið mann út af fé. Frekar út af slægju eða óglöggu marki á trippi. Þetta var Snæfellsnes. Orðafar húsfreyjunnar var svo i annan stað óhæft til uppskriftar með öllu, i bréf sem senda átti yfirvöldum landsins, fógeta og dómsmálakontór Reykjavikur. Hreppstjórinn bölvaði upphátt, áður en hann stóð á fætur. Þessa skýrslu hefði hann allt eins vel getað sarnið á kamrinum, eða heima i rúmi sinu. Einyrkjar höfðu svör við öllu og hann kunni þau betur en þeir Sjálfir. Þeir gengu i stofu á Staðastað, eftir að hafa tekið ofan embættis- húfur og gengið frá hestum sinum i löghafti i túnfætinum. Presturinn á Staðastað spurði margs, þegar þeir voru sestir að mat. Hann átti samt ekki von á játningu. Hér játuðu menn ekki neitt. Hann var búinn að vera nægi- lega lengi prestur á Staðastað og á Stapa til að vita það, en hann spurði þá hvað yrði nú um heimilið, þegar Þórður færi suður eða yrði fluttur i Stykkishólm, þvi hann bjóst við sekt hjá honum. Ég sé nú ekki annað en sveitina, sagði hann og skenkti þeim i staup og nú stækkaöi glæpurinn, Gefiö nytsamar gjatir Nýsmíði s/i Auðbrekku 63. Sími 44600. UR EIK TEAK OC PALESANDER ÓDÝRT OG HAGKWMT j ' ll Húsgagnaverslun <> Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 MALLORKA Hvers vegna með Sunnu til Mallorka? Vegna þess að Sunna hefur 16 ira reynslu i Mallorka ferðum. Frábaarar bafistrendur. Fyrsta flokks hótel og ibúfijr. Eigin skrifstofa Sunnu mefi islenzku starfsfólki. Verðfrá kr. 33.800 - COSTA DEL SOL Veljið páskaferð Sunnu til Costa del Sol, og fjölbreytt skemmtun i hálfan mánuð er tryggfi. Allir gististaðir Sunnu eru i hinni glaðvnru Torremolinos. Eigin skrifstofa Sunnu með islenzku starfsfólki. Verðfrá kr. 33 800 AÐSTURRIKI — Nýjung — Páskaferð Sunnu til Austurríkis. Njótið lifsins með glaðværum ibúum Zell am See Fagurt útsýni, snjór I fjöllum, að ógleymdum hlýlegum bjórkjöllurum, sem öllum standa opnir eftir að skyggja tekur. íslenzkur fararstjóri tryggir góða þjónustu. Verðfrá kr. 46.700.- FERÐASKRIFSTOFAN Lækjargötn 2 símar 16400 12070 10. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.