Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 2
[sp FORMALI. Þaö er mánudagsmorgunn, og mér liöur eins og lambi, sem leitt er til slátrunar. Reyndar liður mér alltaf þannig, þegar flugferö er I vændum, en nú er tilefnið dá- lftiö sérstakt. Þaö er best að segja hverja sögu eins og hiín gengur. Það var einn hryssingslegan aprilmorg- un, aö við vorum að ræða framtiðarverkefni á ritstjórn, og ég minntist þess.að sviakonung- ur væri væntanlegur i opinbera heimsókn snemma I júni, hvort við ættum ekki að stefna að auka- útgáfu frá heimsókninni. Einn starfsfélagi minn fékk þá eina af sinum ævintýralegu hugmynd- um, sem hann sem betur fer lúrir ekki á, þvi að minnsta kosti ein af hverjum 30 er alle tiders, eins og danskurinn segir. Og hugmyndin var þessi: Hvemig væri að vera svolitið á undan hinum í þetta skipti og fá viðtal við kóngsa i Sviþjóð, sem birtist rétt áður en hann kemur til tslands! — Við ákváðum að reyna. Sænski sendiherrann, Olof Kaijser, tók að sér að utvega við- tal, og við kokkuðum í samein- ingu bónarbréf til utanrikis- ráðuneytisins i Sviþjóð og báðum um skjóta fyrirgreiðslu, þar sem naumur timi var til stefnu. Timinn leið, og ekkert fréttist annað en það, að málið væri til athugunar. Á siðustu stundu kom þó svarið: Konungur hafði fallist á að veita ritstjóra Vikunnar áheym kl. 17,15 mánudaginn 12 mai. Það mátti sannarlega ekki seinna vera, og nú var allt sett i gang, það þurfti að útvega farseöil, gjaldeyri, hótel, ljós- myndara i Stokkhólmi o.s.frv. Þeim hjá Flugleiðum virtist ekki litast meira en svo á þessa hrað- ferð mina, hafa liklega haldið. að ég ætlaði að sækja „stöff”, og ég gat ómögulega farið að segja þeim, að ég ætlaði bara að skreppa til að hitta kónginn, þá hefðu þau nu fyrst álitið mig undarlega. A timabili leit sannarlega ekki út fyrir, að forlögin væru okkur hliðholl i þessu máli — flugfreyj- urnar voru næsta hindrunin. Nú, en allt leystist þetta farsællega, flugfreyj urnar fengu það, sem þær vildu, og nú er ég komin upp I flugvél á leið til Stokkhólms að hitta kónginn. Börnin min öfunduöu mig afskaplega af þessu ferðalagi og vildu náttúrlega helst koma með, þeim fannst það hlyti að vera afar merkilegt að hitta alvörukóng. En mér er enginn sérstakur fögn- uður í huga. Venjulega, ef ég hef ekki einhvern skemmtilegan ferðafélaga I flugi, þá sit ég stif af hræðslu og sem'um mig eftirmæli I huganum, mjög lofsamleg að sjálfsögöu, þvi alltaf er ég sann- færð um, að einmitt þessi vél hljóti aö farast með manni og mús. Flughræðsla lætur ekki að sér hæða. 1 þetta sinn verð ég þó að ýta henni til hliðar, og ég reyni að einbeita mér að þvi, hvers ég eigi að spyrja blessaðan kónginn. Það er ekki auðvelt, höfuðið er aö springa af kvefi, hella fyrir eyr- 2 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.