Vikan

Útgáva

Vikan - 05.06.1975, Síða 18

Vikan - 05.06.1975, Síða 18
HUN GRÆOIR A N HUn er sveitastúlka, ljóshærð og útitekin. Fyrir nokkrum mán- uðum kastaði hún fyrir silung i lækjum Idahofylkis Bandarikj- anna, nú býr hún viö Fimmtu breiögötu New Yorkborgar. Margaux Hemingway, sonardótt- ir nóbelsverðlaunahafans Ernest Hemingway, hefur áunnið sér nafn sem ljósmyndafyrirsæta. Til þessa hefur hún varið sumrunum i veiðar með Jack föður sinum, og á veturna hefur hún iðkaö skiða- ferðir. Dag einn fór Margaux Heming- way i heimsókn tij New York. Hún vissi, hvar sæmilega efnaðri stúlku bar að búa. Hún tók sér herbergi á Plaza hótelinu. Hún var ekk; fyrr þangað komin en hún hafði klæðst frisklegum bómullarkjól og var komin á stjá um pálmagarö hótelsins. Stúlkan frá Idaho vissi, að fina fólkið i New York var vant að koma þangað til tedrykkju. Og Margaux Hemingway vakti þegar athygli. Svarthærður mað- ur kom og gaf henni fyrst kampa- vfnsflösku, þá dumbrauða rós, og loks lagði hann hjarta sitt við fæt- ur hennar. Margaux Hemingway hafði ekki töfrað neinn minni en Errol Wetson, sem er kjötbollufursti New Yorkar. Hann kom henni á framfæri við tfskuumboðsskrif- stofuna Wilhelminu. Þótt tiskufólkinu ^þætti Margaux Hemingway i þettasta lagi, komst hún á samning. Enda engin áhætta, þvi að þéttholda stúlkan bar frægt nafn. Sjálf segir Margaux: ,,Ég veit vel að nafnið Hemingway á sinn mikla þátt i þvi, að ég fæ 100 dollara i laun á timann.” Margaux man ekki eftir afa sinum, nema mjög óljóst. Hann lést, þegar hún var sex ára. „Við heimsóttum hann einu sinni til Kúbu”, segir hún. „En ég man ekki eftir neinu nema skegginu á honum og köttunum hans, en ég hef lesið allar skáldsögurnar hans og smásögurnar.” Aðspurð, hvað hún héldi, að afa sinum þætti um starf hennar, svaraði hún hik- laust: „Hann yrði stoltur af mér. Hann myndi fullyrða að ég heföi erft eitthvað af hæfileikum hans.” Sonardóttir nóbelsverölaunahaf- ans Ernest Hemingway er oröin vinsæl ljósmyndafyrirsæta I Amerfku. Með blautt hárið og I rakri blússu er Margaux ljósmynduð og fellur amerikumönnum vel I geð. 18 VIKAN 23.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.