Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 4
m — Ég er bjartsýnn aö eölisfari. Ég var hálfhræddur viö langafa. ur, því hann villist tvisvar á leið- inni. — Það er alltaf verið að endurnýja og breyta, afsakar hann sig, og loks komumst við i aðalforsalinn, sem er á stærð við kotið mitt heima á Seltjarnamesi. Þar býður móttökunefnd eftir kóngi, meðal annarra tveir viga- legir verðir með sverð og hjálma, Egnell fréttir nú, að fyrsta verk konungs, þegar hann komi heill á húfi frá Mónakó, verði að lita á boröbúnað þann, sem hann muni taka með sér til íslands til notk- unar i veislu þeirri, sem hann mun halda þar. Þykir okkur bera vel I veiði, og við höldum upp á aöra hæð eftir breiðum og glæst- um þrepum og inn i sal nokkurn, þar sem á borði stendur gullsleg- inn búnaður. Þetta eru hinir my-ndarlegustu gripir, sem konungsfjölskyldan hefur eignast smám saman á mjög löngum tima, og við erum að viröa fyrir okkur súpuskál, sem Gustav V eignaðist á sinum tima, þegar dyrnar opnast og sonarsonar- spnur Gustavs V gengur i salinn. KONUNGURINN Carl XVI Gustav er alvarlegur og þreytulegur, sólbrúnn I ögn þvældúm 1-jósgráum jakkafötum. Hahn heilsar, en virðist ekki al- veg átta sig á samhenginu, þegar Egnell reynir að skýra nærveru okkar Urbans BrSdhe. Siðan ræð- ir hann við starfsmen.n sina um borðbúnaðinn gullslegna og virð- istsáttur við þeirra val, og Urban fær að taka fáeinar myndir. Að svo búnu sýnir konungur á sér fararsnið, og Egnell minnir á viðtalsloforðið. Konungur litur á armbandsúrið og segir, að við verðum að tala hratt, þvi hann hafi tafist og sé orðinn mjög tima- bundinn. Svo leggur hann af stað til einkaskrifstofu sinnar — hröð- um skrefum — og við Urban elt- um eins og lömb. Þetta er enginn smávegur, og ég vorkenni hallar- búum að verða að þramma alltaf þessi ósköp fram og til baka á þessum hörðu köldu steingólfum. Mig verkjar i fæturna, þegar við komumst á leiðarenda, og ég er orðin úrkula vonar um, að mér fari eins og Matthiasi á Moggan- um forðum, þegar hann heyrði Filipus drottningarmann tala af svölum Alþingishússins og honum fannst þúsundir sólna hella geisl- um sinum yfir Austurvöll, og gott ef ljósastaurarnir tóku ekki upp á þvi að grænka. Einkaskrifstofa konungs er ekki tiltakanlega stór né iburðar- mikil. Ekki get ég þó lýst henni i smáatriöum, til þess var timinn of naumur. Áheyrnin stóð I 20—30 mlnútur, og ég hafði nóg að gera við aö koma að öllu þvi, sem ég ætlaði mér, og ég er ansi hrædd um, að hið vel meinta ráð Egnells um hátignarávarpið hafi stein- gleymst I öllum asanum. Carl Gustaf kveikir sér i slgarettu og virðist feginn að fá sér sæti stundarkorn. Hann brosir ekki oft, og þó ég reyni að brydda á málum, sem ég held að gefi til- efni til gamansamra athuga- semda, þá lætur hann þau tæki- færi fram hjá sér fara. Mörgum spuminga minna svarar hann með þvi að slá út höndunum og yppta öxlum. Að gömlum góðum sið er nú rétt að rekja lauslega ættir nú verandi konungs Sviþjóðar. Foreldrar hans voru þau Gustav Adolf krónprins, sem fórst i flugslysi árið 1947, aðeins 9 mánuðum eftir fæðingu einkasonarins, og Sibylla prinsessa, sem var af þýskum ættum. Hún lést fyrir rúmlega tveimur árum, og skömmu siðar birtist grein um hana og fjöl- skylduna I Vikunni, eðá I 2. tbl. áriö 1973. Gustav Adolf var sonur Gustavs Adolfs, sem var konung- ur svia frá 1950 —1973, eða næst á undan núverandi konungi. Faðir hans var aftur Gustav V, sem rfkti frá 1907 — 1950, eða i heil 43 ár, og hann var sonur Oskars II, sem var konungur I Svíþjóð frá 1872 — 1907. Oskar II tók við af bróður slnum, Karli XV, sem hverri, sem hann kýs. Og sviar biða I ofvæni og fylgjast með hverju hans skrefi. Þessa dagana er mest rætt um þýska vinkonu hans, Sylviu að nafni, sem vænt- anlega drottningu svia, og fólk, sem ég hitti að máli, var jafnvel á þvi, aö hún myndi fylgja honum til tslands. En konungur er þögull sem gröfin um fyrirætlanir slnar. Ég bið konung að segja mér eitthvað frá æsku sinni og hvort hún hafi verið mjög frábrugðin æsku annarra barna. — Ég tel mig hafa átt mjög eölilega æsku, segir hann, að visu var min gætt meira en annarra bama, en aö öðru leyti ólst ég upp eins og hvert annað sænskt barn. Langafi konungsins, Gustav V, dó árið 1950, og Carl Gustav segist aðeins muna óljóst eftir honum. — Ég var hálfhræddur við hann, segir hann og brosir við. Ég var látinn fara til hans og sitja I kjöltu hans, og ég man eftir skegginu — Mikið af starfinu er I þvi fólgið að tala við fólk. hafði verið konungur frá 1857, og sá var sonur Oskars I, sem rikti frá 1844 — 1857. Og þá erum við komin að fyrsta konunginum af þessari ætt, Jean Baptiste Bemadotte. Hann var franskur marskálkur, en gerðist krónprins svia árið 1810, og árið 1818 varð hann konungur og nefndist Karl XIV Johan. Carl XVI Gustav fæddist 30. april 1946 og er þvi nýorðinn 29 ára. Hann er yngstur fimm barna þeirra Sibyllu og Gustavs Adolfs, en systur hans eru þær Margaretha, sem er gift enska kaupsýslumanninum John Ambler, Birgitta, gift Johann Georg prinsi af Hohenzollern, Désirée, gift Niclas Silverschiöld friherra og Christina, sem giftist á siðasta ári sænskum pilti, Tord Magnússon. Þessi fjölskylda bjó i Hagahöllinni og var alltaf kölluð Hagafjölskyldan. Hagaprinsess- urnar voru alltaf vinsælar, en það má nærri geta, að fæðing prinsins var mikill viðburður og fagnaðar- efni bæði innan fjölskyldunnar og meðal þjóðarinnar, sem þar með eignaöist loks sinn krónprins. Allt frá þvi Carl Gustav varð myndugur, hafa sviar sýnt kvennamálum hans ómældan áhuga, og hefur vist mörgum þótt nóg um. Meðan hann var krónprins, mátti hann ekki biðla til ótiginnar stúlku, þá hefði hann misstréttinn til krúnunnar. Málin horfa öðru visi nú, þvi aö sem konungur getur hann kvænst hans, hann hafði snöggt yfir- skegg. Ég spyr, hvað hann hafi ætlað að verða, þegar hann yrði stór, og þá brosir Carl Gus'tav — Það er eins og mig minni, að ég hafi séð sjálfan mig sem lestarstjóra i stórri lest, sem gæfi frá sér mik- inn reyk. Ég býst við, að margir litlir drengir hafi látið sig dreyma um slika framtiö og geri það eflaust enn. En hvenær varð honum ljóst, að það ætti fyrir honum að liggja að verða einhvern tima konungur Sviþjóðar? — Ég veit það ekki, ég hlýt að hafa gert mér það ljóst snemma, en liklega ekki hugsað mikið um það. Carl Gustav hlaut sina menntun I skóla I Sigtuna, og hann minnist þeirra daga með ánægju. Hann telur sig hafa haft mjög gott af þvi aö vera I heimavistarskóla og kveðst hafa verið meðhöndlaður á sama hátt og aðrir nemendur. — Ég var að visu nokkuð frjáls, en fyllilega innan ramma þeirra reglna, sem skólinn setur. Ég hafði ^að ekki á tilfinningunni, að ég væri neitt öðru visi en aðrir þama. Hann vill ekki rifja upp nein sérstök atvik frá skólagöngu sinni, segir hana hafa verið ósköp venjulega og eölilega. Saga, liffræði og landafræði voru eftir- lætisnámsgreinar hans, en ekki vill hann tiunda það, sem honum leiddist. — Það er alltaf eitthvað sem manni geðjast ekki að, er maöur gleymir þvi, segir hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.