Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 24
MEGRUNARBYLTIN um það, að þeir voru margir, sem létu i ijós mikla ánægju með ár- angurinn af megrunarkúr Vik- unnar. Menn urðu léttari I spori og hressari til vinnu og ánægðari með sjálfa sig á allan hátt. En hvenær er holdafarið orðið þannig, að ástæða sé til að tala um aukakiló? Við fáum oft bréf á ritstjórn ViKunnar. par sem bréf- ritari gefur upplýsingar um hæð sina og spyr siðan, hvað hann eigi að vera þungur. Sannleikurinn er sá, að hæfileg þyngd getur munað nokkrum kilóum á jafnhávöxnum manneskjum, eftir þvi hvort viö- komandi er karl eða kona og eftir þvi, hvort hann /hún er grann- vaxin(n), i meðallagi eða krafta- lega byggö(ur). Við birtum hér með töflu, þar sem fólk getur fundið út æskilega þyngd eftir hæð og likamsbygg- ingu. Megrunarbyltingin — Kol- vetnakúrinn, sem Vikan kynnti lesendum i janúar vakti sannar- iega athygli. Vikan hefur haft spurnir af mörgum, sem reyndu þessa megrunaraðferð með góð- um árangri. Athygiisverðast er kannski, hversu rækilega karl- mennirnir tóku við sér. Af öllum þeim, sem hringdu á Vikuna (eitt simtalið kom norðan úr Hrisey), voru aðeins 3 konur. Kannski hefur fordæmi þeirra Kristins Hallssonar, Alberts Guð- mundssonar og Jóns B. Gunn- laugssonar haft sin áhrif, en þetta sannar það, sem við þóttumst reyndar vita, að megrunaraðferð af þessu tagi mundi eiga upp á pallborðið hjá karlmönnum, vegna þess að hún byggist ekki á svelti, heldur geta menn þvert á móti etið sig sadda af leyfilegum fæðutegundum. Vinnandi fólki, sem þarf á öllu sinu þrcki að halda, er ekki bjóð- andi upp á það að lifa eingöngu á svörtu kaffi og appelsinum, og enginn heldur slikt fæði út, nema I örfáa daga, hversu annt sem hon- um er um linurnar og útlitið. Þetta hafa þó konur oft látið sig hafa og hreinlega svelt sig dögum saman til þess að ná af sér auka- kflóunum, enda er miklu meiri þrýstingur á þeim er karlmönn- unum að halda linunum I lagi. Konur fá sifellt að heyra kröfur um útlitsfegurð og likamsþokka, meðan karlmenn geta látið sér nokkuð i léttu rúmi liggja, þótt á þá safnist svolitil forstjóra istra. A siðustu árum hafa þó karl- menn ekki siður en kvenfólk feng- ið aö heyra þaö, hversu óæskileg aukakilóin eru, ekki aðeins með tilliti til útlits, heldur miklu frem- ur vegna heilsunnar. Og vist er fHl : KONUR KARLAR sm Grönn Meðal Krafta leg sm Grann ur Meðal Krafta legur 150 47 51 54 160 56 59 64 152 48 52 55 162 57- 61 65 154 49 53 56 164 59 62 67 156 51 54 58 166 60 64 68 158 52 55 59 168 62 65 70 160 53 57 60 170 63 67 71 162 54 58 61 172 65 68 73 164 56 59 63 174 66 70 74 166 57 60 64 176 67 71 75 168 58 62 65 178 69 72 77 170 59 63 66 180 70 74 78 172 61 64 68 182 72 75 80 174 62 65 69 184 73 77 81 176 63 67 70 186 75 78 83 178 64 68 71 188 76 80 84 180 66" 69 73 190 78 81 86 * 'uTi / tp

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.