Vikan

Eksemplar

Vikan - 05.06.1975, Side 34

Vikan - 05.06.1975, Side 34
SVOLÍTIÐ J UM SJONVARP í blaða- mannaskóla Jim Cannon er þrautþjálfaður ritstjóri borgarblaðs, en dag einn er honum boðið að taka að sér aö flyt ja fyrirlestra í kvöldskóla i blaðamennsku fyrir fullorðna. Cannon hefur mesta trú á því, að fólk læri best af reynslunni og hafnar þvi boðinu meö hvassyrtu bréfi, sem hann sendir Ericu Stone, aðalkennara bekkjarins. Hann fer þó á st aðinn ogþegar hann kemur þangað, er Erica að lesa bréf hans fyrir bekkinn. Hann ákveður að þykjast vera nýr nemandi I bekknum. Cannon gest vel að Ericu og ákveður að halda áfram leiknum, og ýmis- legt gerist I samskiptum þeirra. Þaö ætti ekki að spilla þessari mynd, aö Clark Gable fer með hlutverk ritstjórans og Doris Day leikur Ericu. George Seaton er Mynd um heimsókn svfakóngs til Danmerkur verður sýnd á sunnu- dagskvöldiö. Þessi mynd var reyndar ekki tekin I þeirri heim- sókn, heldur þegar Vikan heim- sótti kónginn á dögunum, en þá var hann einmitt að velta þvi fyr- ir sér, hvaða boröbúnaö hann ætti að hafa með sér til isiands. leikstjóri og Fay og Michael Kan- in skrifuöu handrit myndarinnar, sem sjónvarpið sýnir á laugar- dagskvöldið. tJr sjávarþorpi á þriðja tug aldarinnar A sunnudagskvöld sýnir sjón- varpið enn sjónvarpsleikrit frá Granada. Þetta leikrit, sem byggt er á sögu A.E. Coppards. heitir Crippled Bloom, eöa Urtin kræklótta, og segir frá viðskipt- um systranna Ruby, sem er bækl- uð, og Nan. „Vertu varkár væna min. Kannski drep ég þig einhvern daginn,” segir Nan við systur sina, en Ruby er ákveðin i þvi að láta Nan ekki vinna bug á sér, jafnvel þótt hún hafi tekið frá henni eina manninn, sem kannski hefði gifsthenni. Ruby veit fullvel af bækluðum fæti sinum, enþegar hún kynnist Potter Jones, sem ekki viröistsetja þetta lýti hennar neitt fyrir sig, gætir hún sfn ekki, kynnir hann fyrir systur sinni og missir hann. En systurnar eiga saman hús, og þótt Jones flytji þangað, neitar Ruby að flytja þaðan, svo þau þrjú lokast inni I heimi fullum af- brýðisemi og haturs. Vandi Jones margfaldast, þeg- ar veðmál hans fara að ganga svo illa, að hann hefur ekki lengur möguleika á þvi að kaupa hús- hluta Ruby af henni. En Nan er enn ákveöin i þvi að losna við systur sina. ,,Ég elska Potter. Ég á hann og kann tökin á honum. Það ert þú... ó, hvenær ætlarðu að hypja þig, ti’kin þin?” Úr laugardagsmyndinni. 34 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.