Vikan

Útgáva

Vikan - 05.06.1975, Síða 35

Vikan - 05.06.1975, Síða 35
Þessi biturlega saga er látin gerast i litlu sjávarþorpi, og Coppard reynir að lýsa þvi, hvemig aðstæður þorpsins eiga stóran þátt i harmsögunni. Það er Pauline Collins, sem leikur Ruby. Hún varð þekkt leik- kona fyrir leik sinn i sjónvarps- myndaflokknum Upstairs Down- stairs, og að verðleikum. Sem Ruby þurf ti hún að hafa jámfót til bæklunar sér. „Mér fannst það miklu þægilegra, en ég hafði gert mér I hugarlund,” segir leikkon- an. „Þaðvoru smámunirnir, sem ollu mér mestum erfiðleikum. Hversdagslegir smámunir, sem okkur þykja svo sjálfsagðir, að við tökum ekki eftir þeim — eins og að setjast og ganga upp og nið- ur stiga.” Joss Ackland leikur hlutverk Potters Jones. Ackland hefur leikið i tæp þrjátiu ár, en tók sér langt fri árið 1954 og eyddi nokkr- um árum I frumskógum Afriku, og I Niasalandi stundaði hann te- rækt á þessum árum. Seinna kynnti hann hljómplötur i út- varpsþætti i Suður-Afriku. „Ég var ósammála stjórninni,” segir hann, „og ég fékk fjölda viðvar- ana vegna ýmislegs, sem ég lét mér um munn fara i kynningun- um. Ég varð loks að fara t landi.” AnnaCropperfer með hlutverk Nan. Stöku smámunir að auki Á þriöjudagskvöldið sýnir sjón- varpiö norska mynd um lifiö i norskum afdal — Dalsfjorden i Sunnf jord, þar sem fátt fólk býr I mikilli éinangrun. Trúlega skemmtileg mynd fyrir islenska áhorfendur, sem margir hverjir þekkja svipaðar aðstæður. A miðvikudagskvöldið verður Fyrirmyndar eiginmaður Oscars Wilde endursýndur, en hann var áður á dagskránni I ágúst i fyrra. Og ekki sakar að minnast á myndina um heimsókn sviakóngs til Danmérkur, sem sýnd verður á sunnudagskvöldið, en þar geta lesendur Vikunnar kynnst þess- um unga kóngi enn frekar. ÁRSÁSKRIFT Þátttaka i könnuninni, sem Vikan efndi til meðal lesenda um efni blaðsins, varð mjög góð, og vonast aðstandendur Vikunnar til þess að geta dregið nokkurn lærdóm af niðurstöðum hennar. Dregið hefur verið úr innsendum svörum i könnuninni, og upp komu eftirtalin nöfn, sem hlutu ársáskrift að vikunni að launum: Jón Höskuldsson, Kolbeinsgötu 52, Vopna- firði Sigriður Márusdóttir, Hjaltastaðahvammi, Skagafirði Lilja Jensdóttir, Brimhólabraut 32, Vestmannaeyjum Svanhildur Karlsdóttir, simstöðinni Brú, Hrúta- firði Kristján Albertsson, Jófriðarstaðavegi 10, Hafnarfirði Árni Jóhannesson, Syðri-Þverá, V-Hún. . Hildur Gisladóttir, Langholtsvegi 182, Reykjavik Hulda Heiðdal Hjartardóttir, Amgeirs- stöðum, Fljótshlið Rang. Elias Jóhannsson, Suðurgötu 31, Keflavik Erla Björg Sigurðar- dóttir, Bjamhólastig 12, Kópavogi. 23. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.