Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 3

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 3
Dreymdi um aö veröa lestarstjóri, þegar hann yröi stór. um, hálsinn sár og varirnar bólgnar eftir hitakastið fyrir fáeinum dögum. Þvilikt vega- nesti I feröalag — þvilikt ómak út af einu viðtali! Skyldi það reynast þess virði? 1 STOKKIIÓLMI Veðrið er hryssingslegt i Kefla- vik, munar litlu að hann snjói. Annað loftslag mætir manni á Arlandaflugvelli, hlýtt og rakt loft, og leiöin i bæinn er vöröuð grænum völlum, allaufguðum trjám og útsprungnum blómum. Mér er sagt, að siðastliöna viku hafi sumarið haldið innreið sina fyrir alvöru þar um slóðir með hlýindum og dýrðlegu veðri. En auðvitað fer að hellirigna rétt eft- ir komu mina til Stokkhólms, og þannig helst veðrið, meðan ég stend við. Þegar ég kem á hótelið, finnst engin bókun fyrir Halldórsdóttur, og mér er sagt, að hvergi muni fáanlegt herbergi i gjörvöllum Stokkhólmi, þvi að fjölmenn IBM ráðstefna sé nýbyrjuö og ráö- stefnumenn hafi gjörsamlega lagt undir sig hótelin. Með það held ég á fund Jobba I Sverige- huset. Jobbi heitir reyndar fullu nafni Bertil Jobeus og er titlaður redaktör á þeim bæ, og eftir þvi sem ég kemst næst, er hann blaðafulltrúi á sviði utanrikis- mála og sér m.a. um útlenda blaðamenn. Jobbi er allur af vilja gerður aö leysa min vandræði og setur allt i gang, meðan ég næ sambandi við ljósmyndarann og við stormum til hallar konungs. En kálið er ekki aldeilis sopið, þótt i ausuna sé komið. Fyrst ber okkur að hitta sérlegan blaðafull- trúa konungs, redaktör Sten Egnell hovets pressombuds- man, i skrifstofu hans i austur- álmu hallarinnar. Sem betur fer hefur ljósmyndarinn, Urban BrSdhe hjá Scandia Photo Press, áður myndað höllina og ratar þar um. Egnell leggur mér lifsregl- umar og leggur.áherslu á þaö, að ég megi ekki kalla þetta viðtal, heldur samtal eða áheyrn. Konungurinn veiti blaðamönnum yfirleitt alls ekki viðtal, og ég skil, að mér ber að vera auðmjúk- lega þakklát fyrir göfuglyndi konungs. Egnell minnist á nokkur atriöi, sem við hæfi sé að ræða við konung, og ég skil varfærni hans, hann segir konung og hirðina þreytta á forvitni blaðamanna og slúðursögum um einkalif hans og vikur nokkrum orðum að þeim kvennaskara, sem sænska press- an — og raunar heimspressan — hefur gert að tilvonandi drottn- ingum i Sviþjóð. Að lokum ráð- leggur Egnell mér að sýna kon- ungi tilhlýðilega virðingu með þvi að segja Yðar hátign svona þrisvar, fjórum sinnum meðan á áheym stendur, annars sé kóngur alþýölegur og ekki vandi að umgangast hann. En'svo kemur áfallið: Kóngur er sumsé alls ekki til staðar enn. Hann hefur veriö að hvila sig og sóla sig' i Mónakó i nokkra daga og átti að vera kominn, en vélinni virðist hafa seinkað. Upphefjast núnokkur hlaup okkar Egnells og ljósmyndarans milli hall- arálmanna i hellidembunni og um endalausa ganga, sem Egnell virðist ekki meira en svo kunnug- UKLEGA HEFÐI ÉG ORÐIÐ BÓNDI 23. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.