Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 13
ar áhyggjur stafa af þessum kvenlegu einkennum, er kallast brjóst. Eg er búin aö eiga þrjú börn, eins, tveggja og fjögurra ára, og við hverja meðgöngu og mjólkuraustur úr þessum pokum hafa brjóstin orðið linari og slappari, og nú er svo komið, að þau lafa nærri niður á nafla. Ég er nú frekar brjóstamikil, og þyngslin á brjóstunum bæta ekki úr skák. Geturðu ráðlagt mér eitthvað i þessu sambandi? Ég bý úti á landi, og hér er ekki um neina frúarleikfimi að ræða. Maðurinn minn hlær að þessum áhyggjur, en ég hlæ sko ekki, þvi mér finnst þetta alveg óskaplega leiöinlegt. Ég set þvi allt traust á, að Pósturinn i Vikunni geri bót á brjóstunum á mér, eins og öllu öðru, og vænt þætti mér um að fá svar sem allra fyrst. Og að siðustu til að vera eins og ,,hinir” táningarnir: Hvernig er skriftin og stafsetningin, hvað lestu úr skriftinni, og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með þökk og virð- ingu, ein áhyggjufull. P.S. 13 ára gamla systur mina langar alveg óskaplega til þess að fá að vita, hvernig tviburastelpa og meyjarstrákur eiga saman, svo og tviburastelpa og ljóns- strákur. >að er nefnilega ein hjartasorg þar. Viltu vera svo vænn að svara þessu, um leið og þú svarar minu bréfi. Þakklæti og kveðja, sama. Mér finnst óþarfi af inanninum þinum að hlæja aö þessu vanda- máli minu. þvi það getur áreiðan- lega verið meira en litið óþægi- legt að hafa stór brjóst lafandi næstum niður á nafla. Þú þarft nú ckki að sýta þetta mcö frúarleik- fimina, þvi hún mundi ekkert hjálpa þér. Fyrst og fremst þarftu að fá þérgóðabrjóstahald- ara með breiðum hlirum og stoppi, sem varnar þvi, að lilir- arnir skerist inn i axlirnar á þér. Mugi það ekki til, hefurðu ekki önnur ráð en að leita til læknis. Hann getur visaö þér á lækni i Iteykjavik, sem getur hjálpað þér ineö skurðaðgerð. Skriftin er ágæt, þótt hún sé dá- litið óregluleg, og úr henni má lesa bjartsýni og glaölegt lund- erni. Ætli þú sért ekki svona 25 ára. Og skilaðu þessu til systur þinnar: i stjörnuspá ástarinnar segir svo um tvibura og mcyju: Þau skilja hvort annað af eðlisá- vfsun, jafnvel þótt þeim sýnist stundum sitt hvoru. Og um tvi- burastelpu og Ijónsstrák: Hann hressir hana, þegar hún fær þunglyndisköst. Þau verða vinir — en alveg eins llklega ekkert þar fram yfir. FISKVINNSLA OG FORNLEIFAFRÆÐI. Kæri Póstur! Ég þakka allt gamalt og gott og ég vona, að þú svarir þessum spurningum fyrir mig. 1. Hvað lærir maður I fiskvinnslu- skóla? 2. Er námið verklegt eða bóklegt? 3. Hvað hefur Pósturinn verið lengi I Vikunni? 4. Hvar lærir maður forleifa- fræöi? 5. Ernámiö verklegt eða bóklegt? 6. Og þetta ódauðlega: Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldurðu, að ég sé gömul? Með kveðju. Tippa. Óskaplega ieiðist mér alltáf að svara svona númeruöum spurn- ingum, en við þvi er vist ekkert aö segja, úr þvi að fólk treystir sér ekki til þess að koma spurningum sinum i samfeiit mál. Og þá er best að ganga á röðina. 1. Að vinna fisk, 2. Hvort tveggja. 3. Siöan fimmtudaginn 17. júli 1941. 4. i háskóíum. 5. Hvort tveggja. 6. Þú ert fimmtán ára og skriftin bendir til þess, að þú eigir auðvelt með að umgangast fólk. SALARFRÆÐI. Kæri póstur! Viltu vera svo góður að svara þessum spurningum fyrir mig, þvi að mér liggur á aö vita þetta. Hvaða inntökuskilyrði eru til aö læra sálarfræði? í hverju er sálarfræði fólgin? 1 hvaða skóla lærir maður hana? Er það dýrt og langt nám? Hvernig er skriftin? Bless. Næstkomandi sáifræðingur. Svona til aö byrja með ættirðu að kynna þér sálarfræði þá, sem Bréfaskóli SIS og ASI býður upp á i skóla sinum. Þar geturðu kannski fengið svör við þvi i hverju sálarfræði er fólgin, en ég treysti mér engan veginn að skýra það i fáum orðum. Sálfræð- ingar geta hins vegar ekki aðrir titlað sig en þeir, sem stundað hafa þriggja ára sálarfræðinám til BA prófs og i kringum þriggja ára framhaldsnám til magisters- prófs. Og slíkt nám er að sjálf- sögðu stundað við háskóia. Fyrri hlutann er hægt að ncma við Há- skóla islands. Skriftin er ekkert ljót, en hvernig i ósköpunum ber að skilja þetta NÆSTKOMANDI sálfræðingur? Ég er viss um, að margir verða sálfræðingar á und- an þér. Þú hefðir átt að segja VERÐANDI. flfeRjB nn : j" "r J Vi, 3 OG AUÐVITAÐ FRA hentugur A pottaskápur Ballingslöv ■| flöskurnar Ijhver hlutur* i falið í röð *4e i| á sínum stað og reglu c Ballingslöv Ballingslöv straubretti 4e ** a W: er FALLEG 4C ER <?í * HENTUG Ballingslöv Ballingslöv * ER * , ER ** ENDINGARGOÐ FYRIR YKKUR Þaó eru smóatrióin sem skapa gœóin. Út frá þessum oróum hefur BALLINGSLÖV hannaó hió fullkomna eld- hús. Lítió inn og sannfœrist. OKKAR BOÐ - YKKAR STOO tr innréttingavai hf. Sundaborg - Reykjavík - Sími 84660 -Ja, betta ccrunaði mig, þegar^viðV ^ vorum á baðs tr öndinni í sumar 23.TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.