Vikan

Issue

Vikan - 05.06.1975, Page 17

Vikan - 05.06.1975, Page 17
viss um, að þú ættir hann,” tautaði konan og sneri við til fjölskyldu sinnar á bekknum. Ungi maðurinn settist hjá Ann. „Ég heiti Bill Struthers, og ég kannast við Sebastian,” sagöi hann. ,,Ég heiti Ann Snyder. En hvernig vissirðu, aö hann heitir Sebastian?” Hún haföi ekki kallað á hundinn enda hafði hún ekki verið að horfa á hann, eins og henni hefði þó borið að gera. ,,Ég hef séö þig með hann hérna. Oft og mörgum sinnum. Mér finnst ég þekkja ykkur bæði,” sagöi Bill, og Ann furðaöi sig á þessu. Einhvern veginn hafði Ann aldrei hugsaö neitt sérstaklega um hitt fólkið,sem kom reglulega i garðinn á torginu. Samt var þaö hluti af lifi hennar, og á sama hátt var hún hluti af lifi þess. Kannski var hún ekki eins ein þarna og hún hafði haldið. „Sebastian minnir mig á hund, sem ég átti heima, þegar ég var strákur,” hélt Bill áfram. „Ég hélt ekki, að neinn hundur væri nógu ólánssamur til að likjast Sebastian,” sagði Anna „Þvi ólánssamur? Eru þeir ekki hundarnir okkar!” „í fyrstu fór ég eftir skiltunum, en þegar ég sá, að garðurinn var alltaf fullur af lausum hundum, hætti ég þvl. En hann er alltaf að flaöra upp um fólk og sleikja það.” „Haföu ekki áhyggjur af þvl,” sagöi Bill. „Viö kennum honum að hætta þvi. Ég kann lagiö á hundum. Ég átti alltaf hund heima.” Hann sagöi henni, aö heima væri Nottingham, en hann væri nú í vinnu I London, þar sem hann starfaði við myndstjórn hjá sjónvarpsstöð. Hann var svo hrifinn af London, að hann var stöðugt að taka myndir og senda þær fjölskyldu sinni og vinum. Hann langaði, aö þau kæmu til hans til London, og hann bjóst við þvl, að þau stæðust ekki borgina, þegar þau sæju, hve dásamleg hún væri. En ekkert hafði komiö að haldi, og þau héldu kyrru fyrir I Nottingham. „bess vegna er ég svolítið ein- mana hér en ég kann eigi að siður mjög vel við mig. Hvað um þig, Ann?” Ann sagöi honum, að hún væri frá Durham, og hún starfaði við erlendar bréfaskriftir hjá skipa- félagi, þvl að svo vildi til, áð hún ætti þýskan afa, sem hafði kennt henni þýsku, áöur en hún varð nógu gömul til aö skilja, að hún var aö læra. Þau voru svo niðursokkinn I samræðurnar, að hvorugt þeirra tók eftir þvl, að Sebastian var horfinn frá þeim', en allt I einu truflaði hláturinn I hjónunum á bekknum þau. „Heather Noelle!” kallaöi móðirin. „Ó, hún er svo sæt! Taktu mynd af henni, elskan! Fljótt!” Heather Noelle stóð og lét lauf- blöð detta á trýnið á Sebastian, sem lá prúður og stilltur fram á lappir sínar við fætur hennar. „Taktu mynd af henni!” bað konan aftur. „Ég get það ekki! Ég skildi myndavélina eftir I bflnum,” svaraði maðurinn. „Æ, hvaða vandræði!” Hún var svo leið á svipinn, að Bill kraup í grasið og tók mynd af barninu. Mínútu seinna rétti hann konunni myndina. „Þetta er nokkurs konar þakkargjöf,” sagöi hann um leið. Konan varð svolltið hissa, en maöurinn tók af henni myndina. „Sjáðu elskan. Hún er stórkost- leg!” kallaði hann. „Þakka þér fyrir!” sögðu þau bæöi. Ann leit á Bill, á Heather, á Sebastian með lkufblöðin á trýn- inu. Að fólkið skuli fá sér kokteil þarna uppi, þegar útsýnið er al- veg jafngott hérna niðri, hugsaði hún. DIOmflfAlUR Fjölbreyttar veitingar. Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 12—14.30 og 19—23.30. HOTEL 23. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.