Vikan

Tölublað

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 16

Vikan - 05.06.1975, Blaðsíða 16
DAGUR Á TORGINU smásaga eftir Adele Glimm. Hún var farin að venjast einmanaleikan- um og dögunum, sem allir voru eins. Og hún hafði enga ástæðu til að ætla, að sunnudagurinn yrði ekki hinn sami og allir aðrir sunnudagar.... Eitt er að vera ein, sagði Ann viö sjálfa sig, annað að vera ein allar helgar. Hún sat flötum bein- um i grasinu á Huntington Square og horfði á kirkjugesti koma út frá morgunmessunni. Útundan sér sá hún tveggja hæöa strætisvagn fara yfir Knightsbridge og varð hugsað, að nákvæmlega svona væru mótívin I feröamannabæklingunum. Þú þarft ekki að láta svona fyrir mig, langaði Ann að segja við vagninn. Ég er komin til London, og þú ætt- ir að vita það. Sebastian hundurinn hennar hljóp um torgið og skeytti engu skiltunum, sem á stóð : BANNAÐ AÐ VERA MEÐ LAUSA HUNDA. Ann hafði tekið Sebastian að sér, þegar einmanaleikinn var næst- um að gera út af við hana. Nú fór mestur hennar fritimi i hundinn, en einmanaleikinn var samur og áður. Þau komu oft á torgið, og Ann var farin að kannast við margt fólk, sem þangað kom, i sjón. Hún vissi, hverjir myndu stugga við dúfunum, hverjir myndu gefa þeim, og hún var farin að þekkja leiki barnanna út og inn. Henni þótti gott að liggja endi- löng og teygja úr sér, meðan Sebastian viðraði sig. Þá horfði hún gjarnan beint upp i loftið, eða virti fyrir sér hótelin, sem gnæfðu umhverfis og höfðu á efstu hæöunum fræga bari, sem löðuðu margan að. Þaðan var vist stór- kostlegt útsýni yfir borgina. En hún hafði aldrei komið þangað. Ekki enn. Kannski einhvern tima.... Þangað til horfi ég á London neðan frá, hugsaði hún. Það þarf svo sem ekki að vera neitt verra. Henni varð aftur litið á kirkju- fólkið koma út úr kirkjunni. Hefði hún verið heima, hefði hún farið til kirkju með fjöískyldu sinni um morguninn. Hún veitti athygli ungum hjónum, sem leiddu litla telpu. Hún var nýfarin að ganga, og foreldrar hennarleiddu hana að bekk rétt hjá Ann. Þau höfðu klæðst sunnudagafötunum sinum og farið til kirkjunnar. Það var gaman að horfa á þau, þóttmaðurinn væri óþarflega lik- ur Alan, Alan sem hafði valdið þvi, að Ann fór til London. Ungi maðurinn fór að tala, en rödd hans var allt önnur en Alans, og konan hans virtist ekki hlusta á hann, nema með öðru eyranu. Hún greip ekki beinlinis fram i fyrir honum, en hafði allan hug- ann við dóttur sina, sem hljóp um kringum bekkinn: „Heather Noelle! Heather Noelle! Komdu hingað elskan.” Hún er llklega fædd um jóla- leytið, giskaði Ann á, og hún varð allt I einu döpur, döpur eins og svo oft, þegar hún gat ekki talað við neinn um það, sem fyrir augun bar. Ég hefði getað gifst Aian og veriö helmingurinn af hjónum, hugsaðkAnn. Ég gæti verið móðir bams með tveimur nöfnum og látiö þau klingja i eyrunum á Al- an. En ég kunni ekki nóguvel við hann, ég kunni ekki nærri nógu vel viö hann. Ég fór að heiman til að komast burtu frá Alan, svo ég særði hann ekki meira. Særði hann og allt fólkið, sem ætlaðist til þess, að ég giftist honum^ekki meira. Og i staðinn hef ég fengiö einmanalega ibúð og Sebastian. Ekkert annað? Jú, sterka fótleggi af þvi að ganga stöðugt þessar endalausu stór- borgargötur. Sebastian hafði hlaupið um allt torgið, en kom nú aftur til Ann og snikti af henni gælur. Hún strauk honum. Hann hljóp burtu og skildi hana eftir eina aftur. Hún settist upp og horfði í gaupnir sér. „Fyrirgefðu, en er þetta ekki hundurinn þinn?” Ann leit upp. Unga konan stóð yfir henni, grannvaxin og falleg. „Viltu kalla á hann? Hann hleypur i kringum bamiö og sleikir það i framan, og éger hrædd við það.” Hún benti á Sebastian, sem hljóp i kringum Heather Noelle og dinglaði skott- inu. „Þú átt hann, er það ekki?” Ann kom þetta svo á óvart, að hún vissi ekki, hvað hún átti að gera, Hana langaði til að kalla á Sebastian, en hana langaði lika til aö halda svolitla ræðu yfir kon- unni: Þú heldur, að ég sé hér ein meö Sebastian, vegna þess að ég hafi ekki áttannarra kosta völ, en þér skjátlast. Ég heföi getað gert eins og þú. Ég gerði þetta I stað- inn, og þegar ég loks gifti mig, giftist ég manni sem ég elska. „Sebastian!” kallaði allt i einu karlmannsrödd og truflaði hugsanir hennár. „Komdu hingað, Sebastian!” Ann svipaðist um. Hávaxinn ungur maður, sem hélt á mynda- vél, stóö upp úr grasinu skammt frá þeim og gekk i áttina til þeirra. Ann kannaðist við hann. Hún hafði séð hann áður þarna á torginu, alltaf með myndavélina aö taka myndir af krökkunum aö leika sér, kirkjunni og öllu mögu- legu. Sebastian brást strax við kalli unga mannsins og hljóp til hans. „Ég bið velvirðingar á hundin- um,” sagöi hann við ungu konuna. „Hann kann sig betur. Ætli sólin hafi ekki fariö eitthvað I höfuðiö á. honum.” „Mér þykir þetta leitt. Ég var 16 VIKAN 23. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.