Vikan

Issue

Vikan - 05.06.1975, Page 40

Vikan - 05.06.1975, Page 40
Ofviðri. Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu, en hann var svona: Mér fannst ég vera með f rænku minni og vorum við heima hjá henni. Við vorum að gæta litla bróður henn- ar. Þá komu allt í einu tveir hestar, brúnn og hvítur, og krakkaskari á eftir. Hestarnir komu inn í garðinn og við fórum að reyna að komast á bak þeim. Nokkrir komust á bak og hestarnir hlupu af stað. Nokkru seinna komu hestarnir aftur, en nú voru engir krakkar á baki þeim. Svona gekk þetta svolitla stund. Allt í einu hurf u hestarnir og allir krakkarnir, nema ég, frænka mín, bróðir hennarog vinkona mín. Nú var komið ofsaveður og eldingar. Við sáum hús hreyfast og skip Ifkt og leikfangaskip sigla meðfram strönd- inni. Svo vorum við komin út í skóla. Við sáum hann snú- ast og alls konar kaðlar hengu út úr honum. Þegar við ætluðum að grípa i þá, fóru þeir upp. Við fórum þá að horfa á eldingarnar og þær voru appelsínugular á lit- inn og ákaf lega skrítnar. Á endanum voru þær eins og ör, sem teygði sig alltaf hærra og hærra, en ákaflega hægt. Við það vaknaði ég. Ég vona, að þú ráðir þennan draum f yrir mig og ég þakka fyrirfram fyrir það. Kær kveðja. Gulla P. Einhver þér nákominn gabbar þig, eða leikur illa á þig. Þér sárnar það mjög og verður viökomandi ákaf- lega reið. Barnavagn og kjóll. Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu, og ég á ákaflega bágt með að gleyma. Hann var á þessa leið: Mér fannst ég vera að fara upp í strætisvagn og þegar ég kom inn í hann, sá ég, að hann var troðf ullur af fólki. Ég þekkti eina stelpu í vagninum. Ég stökk því þegar út úr honum og ákvað að f ara i búð, sem var þarna rétt hjá. I búðinni sá ég hvitan barnavagn, sem mér fannst ég endilega verða að kaupa. Ég þurfti að fara í gegn- um fullt af drasli (gömlum kerrum, hjólum og þess háttar) til þess að komast að vagninum, en hann stóð við búðargluggann. Ég sá þá, að búið var að taka hann í sundur og f ór að setja hann saman, því að mér fannst alltaf, að ég yrði að fá hann. En þegar ég er að byrja að setja vagninn saman, kemur miðaldra kona, sem afgreiddi þarna, og sagði, að ég gæti alls ekki fengið þennan vagn, en hún hefði svolítið annað, sem ég myndi áreiðanlega vilja. Hún fór með mig inn í bakherbergi og lét mig máta kjól, sem hún vildi selja mér. Kjöllinn var dökkblár og víður. Hann var með púffermum og tekinn einhvern veginn saman, eða rykktur á upphandlegg. Ég vaknaði við það, að ég stóð f raman við spegil og var áð skoða, hvernig hann færi mér að aftan. Þá var ég einnig að binda slaufu að aftan með böndum, sem saumuð voru á kjólinn. (Núna, þegar ég skrifa þetta, finnst mér ég vera í kjólnum. Draumurinn var svo raunverulegur.) I gær dreymdi mig alltaf einhverja þvælu, en inn á milli var ég alltaf með sítt tagl, en i raunveruleikan- um er ég með stutt hár. Ég hl jóp um í draumnum og dinglaði taglinu. Ég gekk upp langan, breiðan stiga í stóru húsi og uppi voru bróðir minn, unnusta hans og margir fleiri. Er nokkuð hægt að ráða fram úr þessu? Ég þakka þér fyrirfram fyrir ráðninguna og læt fylgja með kveðju til allra á Vikunni. Guðrún. P.S. Það er alger óþarfi að birta draumana, heldur skuluð þið bara nota plássið fyrir einhvern annan draum. Það er nú einu sinni svo, Guðrún, að draumaþáttur- inn er ekki eingöngu ætlaður þeim, sem fá drauma sína ráðna í hann, heldur einnig öllum öðrum lesend- um Vikunnar. Þess vegna eru allir draumar, sem ráðnir eru, birtir, nema bréfritari leggi beinlinis bann viö því, enda er venjulegur lesandi engu nær, þótt hann lesi draumráðningu, ef hann veit ekki, hvernig draumurinn, sem ráðinn er var. Fyrri draumurinn þinn, sá um barnavagninií, er að öllum likindum fyrir því, að þú hyggst taka eitthvert ákveðtð starf þér fyrir hendur, eða þá leggja stund á ákveðið nám, en annað hvort reynist þú ekki hafa hæfileika til þess að stunda það, eða þú kemst ekki að annarra orsaka vegna. Þá býðst þér annað tækifæri, sem þú notar, og munt ekki sjá eftir, þegar fram liða stundir, því að hugur þinn stefnir ótvírætt í þá átt. Síðari draumurinn er fyrir f járhagslegri velgengni. Blóm að gjöf. Kæri þáttur! Mig langar að vita, hvort hægt er að ráða svolítið at- hyglisverðan draum, sem mig dreymdi nýlega. Hann var þannig: Mér fannst koma til mín í heimsókn f ullorðin kona, sem ég þekki og heitir Guðrún. Hún færði mér blóm- vönd og mér f annst hún hafa gert það áður. Ég tók við blómunum og var svolítið hissa, og sagði eitthvað á þá leið, að hún hafi gert þetta áður, og óþarf i sé af henni að vera að þessu.Þetta voru f rekar lág blóm en f alleg, hvít, gul og bleik og mér fannst líka vera rautt blóm í vendinum, en ekki þegar ég setti hann i vasann. En með þessum blómum voru önnur mjög lítil, hvít og gul, og mér fannstég gæti alið þau upp, ef ég setti þau i vatn, sem ég gerði. Þá yrðu þau stór. Ég fékk Ifka aðra gjöf, pakka frá konu, sem ég þekki álíka lítið. Hún heitir Ragna. i þeim pakka var kjóll, sem mér fannst hún ætla mér, en ég sá strax, að hann var of stór. Hann var skósíður, ermalaus, upp í háls og með þremur hnöppum. Allur var hann f remur sérkennilegur. Aðalliturinn í honum var fallega brúnn og dökkar rendur voru á honum efst og neðst á pilsinu. Mér fannst þessar gjaf ir standa i einhverju sambandi við það, að ég er nýf lutt í mína íbúð, en er samt ekki alveg sátt við það. Mér fannst Guðrún sjálf færa mér blómin, en man mjög óljóst, hvernig hinn pakkinn barst mér. Báðir eru þessir draumar fyrir gleði og hamingju, hinn fyrri jafnframt fyrir frjósemi. Kærar bakkir. Ósk.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.