Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 4
KOMAÁmO
í litlu þorpi í Tansaníu gengur ung kona um og kann
ráðið til að bœta kjör fólksins í þorpinu. En hún getur
ekki beitt þessu ráði sínu af fullu krafti, því að hún
yrði aldrei tekin góð og gild sem leiðtogi í einni eða
neinni mynd. Hún er nefnilega ekki hreinrœktuð,
heldur blandast í henni blóð tveggja œttbálka....
sér staó i kerfinu, án þess að
spyrja um, hvort staða þeirra sé
réttlát eöa ekki.
Pepetufa er, greind og dug-
mikil kona. Hinar konurnar dá
hana og virða fyrir dugnaðinn og
hugmyndaflugið. En hún hefur
einn ágalla, sem setur því
ákveðnar skorður, hvað hún getur
leyft sér og hve langt hún getur
náð í þorpinu.
Hún er kynblendingur.
Ekki blanda af hvítum og svört-
um stofni, heldur af tveimur ætt-
bálkum, sem afríkanar líta all-
alvariegum augum. Foreldrar
Pepetuu voru sitt af hvorum ætt-
bálkinum og það veit allt þorpið.
Með kunnáttu þeirri og hæfi-
Eg kvaddi móðurina ungu og
hugsaði með nokkrum biturleika,
að hún væri of góð til að hírast í
þessu þorpi. Hún var ekki
hugsanalesari, svo hún brosti
breitt og hjartanlega, þar sem
hún stóð i brennandi sólar-
hitanum. Hún hélt öðrum hand-
leggnum utan um hálsinn á syni
sinum Nyukuri og með hinum
veifaði bún okkur, þar sem við
hurfum í reykskýi á Landrovern-
um.
Hún heitir Pepetua Harabuntu
og er athyglisverð kona. Ilún var
menntuð, kannski eina konan i
þorpinu, sem skildi orðið greinar-
munur og sú eina, sem varð fyrir
því, að greinarmunur væri gerður
á sér og öðrum i þorpinu.
Vissi hún það? Eg efast um það.
þvi að afrisku ættbálkarnir búa
við sérstakt félagskerfi, sem er
svo fast i skorðum og sjálfsagt í
augum íbúanna þar, að þeir finna
IGNIS Stórglæsileg og vönduð uppþvottavél
Model: Aida 460
• Ur ryðfríu stáli að innan.
• Hljóðlát og auðveld í notkun.
• Háþrýstiþvottur fyrir potta.
• Sérstakur glansþvottur fyrir glös
• Skolar og heldur leirtauinu röku
• Þvær upp 12-—-14 manna borðbúnað
• Tryggið yður þjónustu fagmanna,
• Vönduð en samt ódýr.
Munió IGNISverð.
RAFIÐJAN
RAFTORG
leikum, sem hún er búin, hefði
hún verið sjálfkjörin leiðtogi
kvennanna í þorpinu. Hún getur
aldrei orðið það.
Þorpið, þar sem ég hitti
Pepetuu, er hluti nýrrar land-
búnaðaráætlunar i norð-
vesturhluta Tanzaníu. Ibúarnir
eru flóttamenn frá nágrannarík-
inu Burundi, þar sem blóðugt ætt-
bálkastríð kostaði tugþúsundir, ef
ekki hundruð þúsunda mannslífa.
Þar börðust hutuættbálkurinn
og tutsiættbálkurinn. Hutuarnir
eru meira en áttatiu prósent ibú-
anna í Burundi, en flestir þeirra
eru fátækir og illa upplýstir, svo
tutsiarnir eru yfirstéttin í land-
inu. Tutsiarnir eru þess utan stolt
ir og hávaxnir og líta á sjálfa sig
sem sjálfkjörna herraþjóð í
ríkinu.
Enginn veit með vissu, hvað
raunverulega gerðist I Burundi.
Þó er vitað fyrir víst, aö þúsund-
um hutua var útrýmt, og stórir
hópar af ættbálknum flýðu yfir
landamærin til nágrannaríkj-
anna, einkum þó til Tanzaniu.
Pepetua var meðal flóttamann-
anna, svo og eiginmaður hennar
af hutuættbálknum og synir
þeirra tveir. Pepetua er semsé
blanda af hutua og tutsia. Faðir
hennar var allvel stæður tutsi, og
hann sendi dóttur sína I skóla.
Hún átti aðeins ólokið einum
bekk í menntaskóla, þegar faðir
hennar lést og hún varö að giftast
hutubónda til að sjá sér farborða.
Enginn í nýja þorpinu í
Tanzaniu ber kaldan hug til
Pepetuu vegna þess að hún er að
hálfu leyti komin af ættbálknum,
sem reyndi að útrýma hutuunum,
en hún mun ætíð verða sér á parti
í bænum. Þó safnaði hún að sér
minnstu börnunum í þorpinu og
setti á stofn eins konar barna-
heimili, þar sern hún kenndi börn-
unum leiki og annað smávegis.
Hinar mæðurnar tóku þessu með
þökkum, enda losnuðu þær þá við
að sinna börnunum á meðan, en
konurnar hlustuðu ekki almenni-
lega á Pepetuu, þegar hún reyndi
að ræða hugmyndir sínar við þær.
Hvers vegna ekki
matjurtagarð?
Hver fjölskylda í þessari inn-
flytjendabyggð fékk svolítið
landsvæði til að rækta, en það
mun líða langur tími — kannski
mörg ár — uns fólk getur lifað
almennilegu lífi af þeirl'i ræktun.
Og á þurrkatímabilinu er jörðin
algerlega skrælnuð. Yfirborð
hennar verður þá hörð skorpa,
sem ekki er hægt að vinna á nema
með haka. Pepetua fór að skoða
jarðveginn nánar og henni datt
strax í hug, að þetta gæti orðið
ágætur matjurtagarður með því
einu að veita þangað vatni úr
brunninum.
Það er mikil uppgufun í sólar-
hitanum þarna, svo það þyrfti
mörg hundruð vatnsbyttur á dag
til að vökva jarðveginn, en
Burundikonurnar voru vanar að
bera vatn og því ekki að reyna?
Með hjálp konu í stjórn flótta-
mannabúðanna tókst Pepetuu að
fá húsmæðurnar í þorpinu saman
á fund., Þar var tillagan liigð fram
og þær sem lýstu sig samþykkar
4 VIKAN 34. TBL.