Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 22
þykkri sneið af Gugelhupf og
heilt fjall af Sehlagobers gnæfði
upp fyrir kaffibollann. Irina? En
það vantaði bláu slæðuna.*' Gott
hugsaði hann og staðnæmdist rétt
innan við dyrnar. Hann skimaði í
kringum sig. hjónustustúlka
gekk til hans, ,,Vantar yður borð,
herra? Það er eitt ágætt laust hér
úti við glugga."
Hann hristi höfuðið og sagði:
,,Eg átti von á kunningja mínum.
Hann er með svart hár og mikið
skegg." Hann hafði varla lokið
stningunni, þegar hann kom auga
á brúna kápu og bláa slæðu í
horninu rétt fyrir aftan hann. En
eins og á stóð þorði hann ekki að
athuga það betur.
,,Eg hef ekki séð hann," sagði
þjónustustúlkan og var nú búin
að missa allan áhuga á honum.
Og nú var honum óhætt að
horfa. Konan í brúnu kápunni
sat grafkyrr. Hún leit beint fram
fyrir sig og virtist annars hugar
Hún hafði ekki enn fengit
afgreiðslu og hafði hendurnar á
borðinu og spennti greipar. Þetta
var iirugglega Irina, en ekki stað-
gengill hennar. Andartak var
David jafn lamaður og hún. En
svo hre.vfðn hann sig.
Hann rakst á borðið hið næsta
Irinu og missti blöðin. Hún leit
taugaóstyrk á hann, en ekki
framan í hann. Hún sá franska
dagblaðið og ítalska tímaritið,
sem hann tók af borðinu. Augu
hennar færðust að bindinu,
jakkanum og rykírakkanum.
Varir hennar voru ekki lengur
samanherptar og hann sá hversu
óskaplega henni létti. Hún tók
upp handtöskuna eins og hún
væri orðin þreytt á að bíða eftir
afgreiðslu. Hún var ekki enn
farin að líta á andlit hans.
Hann snéri sér við í áttina að
anddyri hótelsins og gekk eðli-
lega. Hann sótti töskuna sína og
fór út í sumarblíðuna. Látlaus
bakhliðin á Öperunni blasti við
honum. Sem snögggvast reyndi
hann að gera sér í hugarlund
hvernig hún hefði litið út eftir
sprengjuárás, tómar brunafústir
og enn ein afleiðing styrjaldar.
En svo sá hann ekkert nema
friðsæla götuna og rammgerða
bygginguna, sem leit út eins og
hún hefði verið þarna frá umuna-
tíð. Út undan skugganum frá
Óperunni kom græna bifreiðin og
stefndi í áttina til hans. Hann
gekk nokkur skref frá hóteldyrun
um í áttina að kaffistofunni. Þá
myndi bifreiðin ekki sjást úr and-
dyrinu og einnig yrði það betra
fyrir Irinu. Fáeinum sekúndum
síðar renndi Mercedes Benzinn
hljóðlega upp að honum.
,,Hæ,“ sagði Jo. „Allt í fína?"
„Þetta er örugglega hún.“ Hann
opnaði framdyrnar og sá tvær
litlar töskur í sætinu við hliðina á
Jo. Hann setti því sína tösku á
gólfið og þar ofan á blöðin og
rykfrakkann. "Eg skal aka," sagði
hann.
"Þú ættir heldur að einbeita þér
að Irinu."
En á þessari stundu var það hið
síðasta sem hann óskaði sér.
Jo kom auga á bláu slæðuna.
„Þarna kemur hún.“ Þar með batt
hún endi á frekari deilur.
David opnaði afturdyrnar,
greip um olnboga Irinu og studdi
hana inn í bilinn. Hún leit framan
í hann um leið og hún steig inn og
horfði síðan betur á hann. Hann
heyrði hana taka andköf. Hann
tók þéttara á henni og kom þann-
ig í veg fyrir frekara hik. Irina
kom ekki upp nokkru orði og
færði sig til, svo að hann kæmist
fyrir. Hann settist líka inn og
bifreiðin renndi af stað. Hann leit
inn í kaffistofuna um leið og þau
fóru framhjá, en enginn virtist
hafa tekið eftir þeim. Enginn kom
hlaupandi út eða reis á fætur.
Hann leit um öxl sér. Jafn kyrr-
látt var við hóteldyrnar.
"Eg held að þetta hafi
heppnast," sagði hann.
Jo sagði ekkert. Hún hafði
verið að horfa í hliðarspegilinn
þung á brúnina, og einbeitti sér
nú ýmist að speglinum fyrir ofan
sig eða umferðinni á torginu
framundan. Sex götur mættust
þar. Ekki allar í einum punkti, en
nógu nálægt hver annarri til þess
að rugla ókunnuga í ríminu. Hún
var enn þung á brúnina. Það er
rólegur staður þarna hinum
megin," sagði David. Stansaðu
þar og ég skal taka við.“
„Ekki ennþá" Sár kvíði var í
rödd hennar. Samt hafði hún fullt
vald á Mercedesbifreiðinni. Eins
og títt er um góða ökumenn þá
leiö David illa ef annar var við
stýrið. Hann varð rólegri, þegar
hann sá hversu vel henni fórst
aksturinn úr hendi. Hún var
prýðileg, engir rykkir, né of
krappar beygjur fyrir horn,
ekkert hliðarspor út og inn í um-
ferðinni. En hvers vegna hafði
hann þá þessar áhyggjur? Hann
leit enn einu sinni um öxl sér. Það
var eitthvað í umferðinni, sem
gerði hana órólega, en hann vissi
ekki hvað það var. Hún beygði til
vinstri í suðurátt. En er
hún var komin yfir Rig breið-
götuna, sem myndaði hring utan
um hjarta borgarinnar, breytti
hún um stefnu og í þetta sinn til
austurs. Aftur beygði hún til
vinstri, norður á bóginn, svo í
austur, en síðan eftir smákrók
aftur í norður, ók hún í vésturátt.
„Þetta var vel af sér vikið,"
sagði David. Hún brosti og
horfði andartak á Irinu, en
einbeitti sér svo aftur að
umferðinni. David slakaði nú
algjörlega 'á. Hann þurfti ekki að
hafa neinar áhyggjur. Jo hafði
stöðugt gætur bæði á veginum
framundan og að baki.
Hann hallaði sér aftur á bak I
sætinu og horfði á Irinu. Hún gaf
honum gætur og stór blá augu
hennar voru íhugul. Hún var enn
ljóshærð, en hárið var ekki sítt
lengur. Það náði rétt niður fyrir
eyrun og stallar hér og þar, en
enn var þessi sama mýkt og gljái
yfir því. Hún hafði virst svo föl
inni í kaffistofunni, en nú var
aftur kominn roði I kinnar
hennar, ef til vill út af æsingnum
þessar síðustu fimmtán mínútur.
Hún var horuð í andliti og döpur.
Ekki lengur þessi unga, hlátur-
milda stúlka, sem hann mundi
eftir. En engu að síður var þetta
Irina.
GISSUR
GULLRA55
B/lL KAVANA&H £.
ARANK PLETCUER
22 VIKAN 34. TBL.