Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 14

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 14
Á komandi hausti verður leikritið Sólarferð eftir Guðmund Steinsson frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhúss- ins. Nokkur verk Guðmundar hafa áður verið sýnd á sviði. Til dæmis má nefna Fósturmold og Sæluríkið, sem Gríma sýndi á sínum tíma, svo og Lúkas, sem sýndur var í Þjóðleikhús- kjallaranum veturinn 1975 og síðan farið með í leikför til Færeyja síðast- liðið vor. Guðmundur hefur í nokkur ár verið íslendingum í sólarferðum á suðræn- um ströndum'til leiðsagnar, svo hann þekkir ákaflega vel umhverfið, sem Sólarferð gerist í, en aðalefni leiksins segir hann vera hjónabandið. Kristbjörgu Kjeld þarf vart að kynna fyrir lesendum. Hún hefur um árabil verið ein aðalleikkona Þjóðleikhússins, og meðal annars var hún í Inúk- hópnum, sem farið hefur sýningarferð- ir vítt um lönd. ILEIKHUSIMU a VERa STÖBUG J íslendingar stæra sig iðulega af því að vcra bókmenntaþjóð, vitna I fornbókmenntir og Laxness, sumir í Guðrúnu frá Lundi, og einstaka láta sig ekki muna um að sanna mcð tölulegum staðreyndum, að óvíða í heiminum séu gefnar út fleiri bækur á mann en á Islandi. Ekki alls fyrir löngu var viðtal t Vikunni við borgarbókavörðinn í Reykjavik, og meðal annars kom þar fram, að borgarbókasafnið í Reykjavík á líklega heimsmet i útlánum á mannsbarn. En fleira er menning en bók- mennt, og íslcndingar þekkja sinn vitjunartima. Við höldum lista- hátið með pomp og prakt, rekum sinfóníuhljómsveit, hvað sem það kostar, o^ málverkasýningar eru haldnar fleiri en tölu verði á komið. Að ógleymdum leikhúsunum. í Reykjavík eru rekin tvö atvinnu- lcikhús, eitt á Akureyri, og svo er til nokkuð, sem kallað er Alþýðuleik- húsið og hefur engan fastan sýn- ingarstað. Þá eru ótalin öll áhuga- leikfélögin, sem starfa úti um allt land, og viðast hvar á íslandi er dágóð aðsókn að leiksýningum. Sætanýting í reykvisku leikhúsun- um ku til dsemis vera með ein- dæmum góð miðað við höfðatölu og fjölda sýninga á hverju einstöku verki. En til hvers höfum við leik- hús? Gegnir leikhúsið einhverju ákveðnu hlutverki i samfélagi okk- ar? Eða bregst það kannski þvi hlutverki, sem það ætti að gegna? Við fengum hjónin Kristbjörgu Kjeld leikkonu og Guðmund Steinsson leikritahöfund til að hug- leiða þessar spurningar og leita einhverra svara við þeim. Spurningar sem þessar eru að sjálfsögðu víðfeðmar, og svörin sjaldan afdráttarlaus — allt er I 14 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.