Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 20
SNMRá1
FUCL-
ARANS
„Að fá föður þinn til Ameríku.
HugsaAu þér árórtursfíildið, sem í
því fælist."
Hún reyndi að breyta um
umræðuefni. „Verðum við komin
að Óperunni fljótlefta?" Hún átti
að vfirgefa bílinn við aðalinn-
nansinn ok því næst fara ein yfir í
kaffistofu Hótel Sachers, sem var
á bak við Operuna. Þannip
hljóðuðu fyrirmælin.
„Já. umferðin gæti verið verri.
Þess vegna hafa þeir líklega valið
þennan tíma dags. Hvern áttu að
hitta? Alois náði ekki að segja
mér það eða þá hann gleymdi
því“.
„Karlmann." Hún starði fram
fyrir sig á göturnar, sem fóru nú
breikkandi. I ljós komu græn tré,
blómabeð og stórir almennings-
garðar.
„Hvernig klæddan? Þú verður
að geta þekkt hann á augabragði.
Eg hef áhyggjur vegnr
þín, Irina."
„Hann verður með dagblað
undir hendinni og rykfrakka á
handleggnum."
„Er það allt og sumt?" spurði
hánnsítöggt.
Ef Alois hafði ekki sagt honum
frá þessu öllu í einstökum
atriðum, hugsaði hún, þá ætlaði
hún ekki að gera það. „Við eigum
að stansa við Óperuna," minnti
hún hann á.
„Eg ætla að spara þér sporin og
aka þér að götuhorni aftan við
Óperuna."
„Nei.“
„Hvers vegna ekki?"
Hún ansaði engu og þóttist vera
að skoða hinar ýmsu byggingar.
Þær voru bæði stórar og fallegar,
traustb.vggð hús. en inn á milli
víðáttumikil lorg. óg tré, alls
staðar tré.
„Eg kvsi heist að fara inn i
kaffistofuna með þér," sagði
Ludvik rólega. „Þeir þyrftu
ekkert að vita. Eg held mig
afsíðis."
„Nei" sagði hún aftur.
„Eg vil hafa allt á hreinu.
Sannleikurinn er sá. aö helst vildi
ég fylgjast með þér í allan dag.“
„Nei, þú eltir mig ekki."
„En þetta eru bráðókunnugir
menn."
„Eins var urh þfg og Alois-."
Hann leit á úriðsitt. „Þú veist það
Irina. að þér f.vlgir mikil ábvrgð."
rödd hans var bæði áh.vggjufull
og vingjarnleg. Eg vil ekki að
neitt fari úrskeiðis. Ekki núna."
Svo varð hann þögull.
Hvers vegna finnst mér alltaf
ég sýna Ludvik vanþakklæti.
hugsaði hún. Hann er að ré.vna að
hjálpa mér og hefur. tekið á sig
mikla áhættu mín vegna. en ég
geri ekki annað en hundsa hann.
Eg er eitthvað svo óörugg í návist
hans en ég veit ekki af hverju. Ég
hef enga sérstaka ástæðu til þess.
„Jæja, þá erum við komin,"
sagði hann, þegar hann nam
staðar við rammgerða byggingu.
Hann hafði þá ekið henni að bak
hlið Óperunnar eftir allt saman.
„Eg bíð hérna," sagði hann,
„þangað til ég sé þig fara inn í
kaffistofuna. Ertu viss um að þú
viljir ekki að ég leggi bílnum og
fylgi þér? I humátt, „var hann
fljótur að bæta við.
1 þetta sinn brosti hún, en
neitaði samt. Hún rétti honum
höndina. „Vertu alveg rólegur,"
sagði hún. „Þetta verður allt í
lagi. Og þakka þér fyrir. Skilaðu
líka þakklæti mínu til Alois.
Segðu honum, að mér þyki það
leitt, að við skyldum ekki geta
kvaðst."
„Kaffistofan er við hliðina á
hótelinu. Sérðu hana?" Hann
benti yfir götuna.
Hún steig fjörlega út úr
bílnum. Hann hreyfði sig ekki.
Hann gengur lengra en til var
ætlast, hugsaði hún og henni leið
illa. Þegar hún var komin á gang-
stéttina fyrir framan kaffihúsið,
leit hún um öxl í áttina að götu-
horninu. Ludvik var að leggja af
stað, En hvers vegna hafði hann
beðið svona lengi? Af forvitni,
varfærni eða tortryggni í garð
ameríkananna?
Þegar hún gekk framhjá
borðunum, sem stóðu fyrir utan
kaffihúsið, hvarf henni sjálfs-
traustið með iillu. Þar sat fólk yfir
síðbúnum morgunverði: a
croissant og kaffibolla. Hún vissi
af þessu fólki, en samt var eins og
hún sæi það ekki og myndi alls
ekki geta lýst andliti þess né
klæðaburði Kvíðinn varð að ótta,
er hún gekk inn fyrir. Hvað ef
enginn kæmi að hitta hana? Ef
hún biði og biði, en árangurs-
laust? A þessu andartaki óskaði
hún þess jafnvel að Ludvik elti
hana og hefði á henni gætur.
Walter Krieger hafði mætt
tímanlega til þess að vera viss um,
að allt stæðist áætlun. Eftir
kortér m.vndi Irina koma út úr
húsinu handan við götuna. Hann
sat yfir kaffibolla og nýbakaðri
brauðbollu i bakaríinu. Fjögur
lítil borð voru við gluggann og
bann sat við eitt þeirra. Við næsta
borð sátu tveir þumbaralegir
náungar. sem virtust hafa meiri
áhuga á götunni úti f.vrir en
fólkinu fyrir aftan þá, sem var að
kaupa kökur og brauð og spjalla
saman. Eftir að hafa litið á hann
sem snöggvast. snéru þeir í hann
baki. Það hentaði Krieger ágæt-
lega. Hann var ekki hingað
kominn til þess að halda upp
vingjarnlegum samræðum.
t gær hafði hann gengið um
hverfið til þess að athuga húsið.
sem Janocek símanúmerið átti
við. Eftir úrinu hans að dæma
myndi Mark Bohn hringja eftir
sex mínútur). Hann hafði tekið
eftir þessu bakaríi og ákveðið að
best m.vndi vera að koma sér þar
þægilega fyrir og fylgjast með
brottför Irinu. Ilann hafði ekki
verið í neinum vandræðum með
að hafa uppi á heimilisfanginu.
Einn af gömlum samstarfsmönn-
um hans í OSS í Vin og einnig
vinur hans, var nú orðinn
lögreglufulltrúi, ágætis blanda.
Auðvitað var sá möguleiki fyrir
hendi, að Irina væri ekki á
þessum stað. En Bohn hafði full-
yrt, að þetta Janocek-númer væri
ekki eingöngu símamilliliður.
Svörin komu það fljótt.
Maðurinn, sem talaði við Bohn,
var einhver sem gat tekið ákvarð-
anir án þess að ráðfæra sig við
aðra. Og svo var einnig sú stað-
reynd, að fyrirmæli Bohn i gær-
kvöldi höfðu verið samþykkt án
allra vafninga. Janocek sá ekkert
því til f.vrirstöðu, að Irina gæti
farið strax og hringt yrði í síðara
skiptið. Þetta jók á vissu Kriegers
fyrir því, að þarna væri felu-
staður Irinu. Auðvitað (játaði
Krieger f.vrir sjálfum sér) gæti
honum skjátlast. En hann hafði
ekki annað en þetta að styðjast
við. Þótt vera kynni að hann hefði
á röngu að standa, þá var þetta
betra en ekki neitt. Og kaffið var
prýðilegt.
Hann hafði ekki augun af úrinu
sínu, en þóttist vera niðursokkinn
við lestur dagblaðsins. Klukkan
tuttugu mínútur gengin í tíu lagði
hann dagblaðið frá sér og fékk sér
annan bolla af kaffi. Hann leit
yfir að húsinu og fór að hugsa um
í hvaða íbúð væri nú verið að
Svara í símann. Honum fannst það
notaleg tilfinning að sitja svona
og horfa á atburði gerast, sem
hann hafði sjálfur átt mestan þátt
í að skipuleggja. En svo beindist
athygli hans allt í einu að mönn-
unum tveim, sem sátu við næsta
borð. Hvað voru þeir eiginlega að
athuga svona gaumgæfilega?
Tveir varðhundar, hugsaði hann,
og tók upp blaðið aftur til þess að
leyna forvitni sinni. Já, þeir
horfðu upp í glugga á fjórðu hæð.
Einhver maður hafði opnað
þennan glugga. Hann sást mjög
greinilega kveikti sér I sígarettu
og leit niður á götuna. Svo studdi
hann olnbogunum á glugga-
sylluna, teygði fram höfuðið og
virtist njóta veðurblíðunnar.
Hann var ljóshærður, sá Krieger,
axlabreiður og i blárri skyrtu. Og
fjandinn hafi það, hann leit 1
áttina að bakaríinu og brosti. Svo
hvarf hann skyndilega, en skildi
gluggann eftir opinn.
Mennirnir tveir risu á fætur og
borguðu f.vrir sig. Þeir gengu rak-
Ieitt yfir götuna og inn í húsið.
Þetta er svei mér skrýtið, hugsaði
Krieger. Hann var áhyggjufullur
og setti frá sér blaðið, fyllti
pípuna og horfði.
Ljóshærður maður í gráum
jakka og blárri skyrtu, kom út úr
húsinu. Hann var hávaxinn og
greinilega í góðri líkamsþjálfun.
Hann hvarf fyrir götuhornið
tuttugu metrum í burtu á aðeins
fáeinum sekúndum.
Krieger hleypti brúnum. Hann
leit á úrið sitt. Tvær mínútur liðu
og þá birtist stúlka í dyragætt-
inni. Hún hafði líka hraðann á.
Hún gekk beint út á . horn að
gráum Fíatbíl. sem stóð þar. Hún
vatt sér inn i bílinn, sem renndi
af stað.
Krieger horfði aftur á úrið.
Hún var tuttugu og sjö mínútur
gengin í tíu. Þetta hlaut að vera
Irina. Hún var þá lögð af stað.
Mjög fullnægjandi morgunn.
20 VIKAN 34. TBL.