Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 32

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 32
kæmi keisarafrúin til Parísar og þá hefði Marianne ekki lengur leyfi til þess að stíga yfir þrösk- uldinn á svefnherbergi keisarans að Tuileries, en þangað hafði hún komið margoft eftir dvölina að Trianon. Er hehni varð hugsað til hinnar ðþekktu Marie-Louise, sem yrði brátt hluti af lífi keisarans, fyllt- ist hún reiði og afbrýðisemi, sem hún hafði hvorki leyfi né tæki- færi til þess að láta í ljósi. JVapó- leon kvæntist eingöngu til þess að tryggja framtíð keisaradæmisins. Ómögulegt var að fá hann tíl þess að hlusta á mótbárur varðandi þá ákvörðun hans að eignast son. Sjálfur var hann óendanlega af- brýðisamur og spurði Marianne oftar en einu sinni um samband hennar og Talleyrands, en einnig um Jason Beaufort, sem honum vírtist erfitt að gleyma. Þess háttar hnýsni þoldi hann á hinn bóginn ekki af hennar hálfu, að minnsta kosti ekki hvað varðaði konu hans. Smám saman gat Marianne ekki annað en fundið til óendanlegrar samúðar með Jósefínu fyrrverandi keisarafrú. Einn dag í febrúar hafði hún farið ásamt Fortunée Hamelin í heimsókn til keisarafrúarinnar fyrrverandi. Hún hafði verið niðurdregin að vanda, en þó stilli- leg þangað til minnst var á Marie-Louise, þá brast hún í grát. „Hann hefur gefið mér nýtt sveitasetur," sagði Jósefína þá, „sveitasetrið að Navarre, skammt frá Evreux, og segist vona að mér líki það. En ég veit hvers vegna. Það er vegna þess, að hann vill ekki að ég sé í París þegar hún kémur, þessi hin...“ „Sú austurríska,'1 sagði Fortunée reiðilega. „Frakkar hafa verið fljótir að skírskota þannig til hennar. Þeir hafa ekki gleymt Marie-Antoinette.“ „Nei, en þeir eru leiðir núna og munu gera sitt besta, til þess að Marie-Louise megi gleyma frænku sinni.“ Jósefína var óvenju vingjarn- leg við Marianne. Hún virtist ánægö að vita, að þær væru fjar- skyldar og hún sýndi Marianne næstum móðurlega umhyggju. „Eg vona að þér að minnsta kosti getið haldið áfram að vera vinkona mín, jafnvel þótt móðir yðar hafi látið lífið fyrir drottn- inguna." „Þér þurfið ekki að efast um það, madame. Yðar hátign mun ekki finna auðmjúkari aðdáanda en mig. Eg mun ávallt vera yður til reiðu.“ Jósefína brosti lítið eitt og strauk Marianne um kinnina. „Og þér elskið hann líka! Og mér skilst, að hann elski yður. Lítið eins vel eftir honum og þér getið. Ég sé fyrir mér sorgir og vonbrigði framundan. Hvernig getur þessi stúlka, sem er af Habsborgaraætt og alin upp í hatri á sigurvegaranum við Austerlitz, hvernig getur hún elskað hann eins og ég geri, og ekki nema sex mánuðir síðan hann lagði undir sig höll föður hennar?“ „En það er sagt að yðar hátign hafi lagt blessun sína yfir þennan ráðahag.“ Margar gróusögur höfðu gengið um það, að Jósefína hefði verið með i ráðum, er þessi stúlka var valin. „Velja verður það betra af tvennu illu. Eiginkona frá Austurríki er skárri en eiginkona frá Rússlandi. Og ég mun ávallt kjósa það sem keisaranum er fyrir bestu fram yfir mína per- sónulegu velferð. Ef þér elskið hann í raun og veru, munuð þér gera slíkt hið sama.“ Marianne hafði hugsað mikið um þessi orö Jósefinu. Hafði hin nýja keisaraynja nokkurn rétt til þess að fara fram á hamingjuríkt hjónaband, þegar þessi kona var reiðubúin að strika yfir margra ára ást? Jósefína yfirgaf ekki ein- ungis hásætið, heldur einnig eiginmann sinn. Sú fórn, sem Marianne yrði að færa, var mjög lítilvæg í samanburði við það, þó að henni sjálfri þætti það auðvitað grimmileg örlög. En hún hafði hins vegar ástæðu til þess að líta björtum augum á framtíð- ina hvað varðaði sönginn. Það var hreint ekki svo lítið. Hún hafði setið þarna og kælt ennið með glasinu sínu, þegar hún allt í einu hrökk í kút. I gegnum mistur dapurleikans hafði hún heyrt þrusk, lágt og fjarlægt, sennilega í stiga er lá upp á loft. Marianne var nú glaðvakandi og hélt niðri í sér andanum, en hún var ekkert hrædd. Sú tilfinning að vera á sínu eigin heimili styrkti hana. Fyrst datt henni í hug að Gracchus Hannibal væri þarna kominn einhverra erinda, þó að hún vissi ekki hvað það gæti verið. En á hinn bóginn, væri það hann hefði hún heyrt í honum niðri, en ekki að ofan. Nei, það var ekki Gracchus. Þá varð henni hugsað til þeirrar dularfullu persónu, sem hafði verið i húsinu, er hún fyrst kom þangað og um felustaðinn, sem þau höfðu aldrei fundið. Var hinn óþekkti innbrotsþjófur aftur kominn á stjá? En hvernig hefði hann átt að komast inn? Hann hefði varla getað haldið til á felustaðnum allar þær vikur, sem verið var að gera við húsið. IVarlega opnaði Marianne dyrnar á svefnherberginu. Þaðan var komið út á breiðan stigapall og hún náði rétt að grilla í kerta- ljós í dyrunum á viðhafnar- stofunni. t þetta skipti þurfi hún ekki að velkjast í vafa. Einhver var þarna á ferli. Marianne leit í kringum sig eftir barefli. Ef þetta væri innbrotsþjófurinn yrði hún að hafa eitthvað til þess að verja sig Atíu mínútna fresti Þegar sumaráætlun stendur sem hæst flýgur Flugfélag íslands 109 áætlunarferöir í viku frá Reykjavík til 11 viökomustaða úti á landi. Þetta þýöir aö meöaltali hefja flugvélar Flugfélags íslands sig til flugs eöa lenda á tíu mínútna fresti frá morgni til kvölds alla daga vikunnar. Flugfélagiö skipuleggur ferðir fyrir einstaklinga og hópa og býöur ýmis sérfargjöld. Hafiö þér til dæmis kynnt yöur hin hagstæöu fjölskyldufargjöld? Feröaskrifstofur og umboð Flug- félagsins um allt land veita yöur allár upplýsingar. FLUCFÉLAC INNANLANDS ÍSLANDS FLUC Félag sem eykur ky nni lands og þjóðar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.