Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 25
JNGAR
'ÆU
beint yfír matinn á borði þeirra og
þá sjálfa. Að því loknu skjögraði
hún yfír götuna og studdist þar
við húsvegg nokkra stund á meðan
hún var að jafna sig. Af mönnunum
er það að segja, að þeir þustu
(auðvitað upp, en stóðu svo ráðlaus-
ir, allir útataðir í spýju. Þjónninn
Ikom samstundis hlaupandi og
leiddi þá með sér eitthvert á bak
við, en annar kom og tók allt af
borðinu, þvoði það vandlega,
breiddi nýjan dúk á borðið, en á
meðan hafði sá þriðji búið til annan
mat, sem var fram borinn, þegar
mennirnir komu aftur þvegnir og
þokkalegir og settust við matinn.
Allt saman löggiltir íslendingar, og
hafa meir að segja flestir naslt sér
í 112 líters glas af guðaveigum,
eftir að hafa rúllað niður brekkuna
frá Hðtel 33 niður að Parísar-
barnum, þar sem bunan stoppar
penjulega. Þessi hópur var þarna
næst á eftir minni ferð og farar-
stjórínn ,,The crazy kid" virðist
una sér þama allþokkalega þar sem
hann situr glaðklakkalegur á stól
með bjórglas í hendi innan í
örmum ungmeyjarfrá Islandi.
En ekki sá ég þá snerta hann meira.
Ég veit ekki hvernig á því stóð,
að venjulega þegar ég sat svona einn
við borð og sötraði minn bjór,
þá brenglaðist tímaskynið alveg
hrottalega hjá mér. Ég var kannski
búinn að sitja svona í cina þrjá
klukkutíma, þegar ég leit á klukk-
una, sem hafði aðeins tekist að
mjakast áfram um hálftíma síðan
slðast.
Ég kenndi gjarnan Einstein
gamla og afstxðiskenningu hans
um allt saman.
Á svona stundum tekur maður
eftir atvikum, sem alveg gleymast
I kuldanum og flýtinum hér heima.
Þar sem strætó stoppaði, var
zebra-gangbraut yfir götuna. Þar
hafði einhver hent banana-hýði
einn daginn. Tvær konur hlaðnar
pinklum gengu þar yfir, og önnur
þeirra þurfti endilega að stíga á
hýðið. Hún hrasaði við, en datt alls
ekki. En hún varð svo óskaplega
vond við vesalings bananahýðið,
að hún gekk nánast afturábak
næstu skrefin, hvessti augun á
hýðið og blaðraði einhverja
útlcnsku af fullum krafti. Því lauk
ekki fyrr en hún hrasaði um
eitthvað annað á götunni — og þá
steinlá hún með alla sína pinkia
um alla götu. Ég gat ekki annað
en hlegið að þessu, og banana-
hýðið kom mér oftar til að hlæja
eða brosa að þessu sinni, því þar
skammtinn minn, spurði annar
bróðirinn ,,Ert þú íslendingur,
vinur?” En bræðurnir hrósa sér af
því að þekkja íslendinga frá öðru
fólki, þegar þeir sjá þá.
A penmgakassanum á borðinu er
álímdur miði, sem flestir hér
kannast við. Miðinn er gulur með
rauðum þrlhyrningi og á honum
stendur „Varist vinstri slysin”.
Uppi á vegg sá ég íslenskan fimm
hundruð króna pening, þannig að
einhver múraður Islendingur hefur
sýnilega fcngið sér þarna Cuba-libre
Rétt hinummegin við götuna er
„Enskur bar”, ákaflega þrifalegur
og þægilcgur. Stólar eru klæddir
ieðri.bæði inni og úti á gangstétt.
Inni er vifta, sem blæs framan I
mann „köldu” lofti. Kæliskápar
eru á bak við afgreiðsluborðið og
allt mjög hreinlegt, samt eru allir
drykkir þar á venjulegu verði, en
bretarsem búa á nærliggjandi gisti-
húsi, leggja gjarna þangað leið sína.
Eitt finnst mér vanta tilfinnan-
virtist vera regla, að fólk brást
svipað við þvl og aumingja konan,
ef það varð undir fótum þeirra.
Eitt sinn var ég óvenju þyrstur,
þar sem ég sat á Svenska baren,
og lét þá eftir mér að panta stóran
bjór. ,,Þann stærsta sem þið eigið”
sagði ég og fékk þá á borðið eftir
augnablik það stærsta glas, sem ég
hef augum litið — kúffullt af
bjór . Ég varð að halda þvl báðum
höndum til að lyfta því. Glasið
kostaði 80 pts.
Dálltið neðar I bænum er veit-
ingastaður, sem heitir Rogers bar,
og var Islensku strákunum tíðför-
ult þangað. Þangað hafa íslending-
ar líka sannanlega oft komið áður.
Eigendur eru tveir spánskir bræður,
sem bablaámörgum málum, en eru
alveg sæmilegir I ensku. Strax og
ég kom þar inn og hafði beðið um
Tveir herramenn að gæða sér á því,
sem til fellur.
34. TBL. VIKAN 25