Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 13

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 13
áður. Þegar þar að kemur skaltu fá einhvem þér andlega skyldan með t ferðina og þágetiðþið komið ykkur saman um hvaða átt er árennileg- ust. Til þess að geta sagt þér orsakir þessa undarlega sambands milli hárvaxtar þinna ýmsu líkamshluta þyrfti Pósturinn að fá hœð þína og þyngd uppgefna. Sértu maður MJÖG lítill vexti getur þetta verið talsvert vandamál. Hættu að fara til rakarans og leitaðu læknis við fyrsta tækifæri. Hvaða Alan Carter? Eigir þú við balletmeistarann ættir þú að fá upplýsingar um það hjá Þjóðleik- húsinu. Pósturinn eralveg eldgamall. Playboy er sennilega aðeins selt í lausasölu hérlendis. Hvaða spendýr jarðar hefur.... jahéma, þú hefur greinilega mjög fjölþætt áhugamál. Satt að segja hefur Pósturinn takmarkaða þekk- ingu á því sviði og efast um að nokkur ítarleg úttekt hafi verið gerð áþvíhingað til. Hvort menthol-sígarettur eru hættulegri öðru nikótíni er ekki gott að segja um. Hættu bara að reykja allar sígarettur og þá ertu laus við vandamálið að fullu og öllu. Reyndu að beina spumingum um bítlahljómsveitir til poppþátt- ar blaðsins. Þú ert greinilega talsvert yngri en Pósturinn. Póstinum reyndist það nógu snúið að lesa úr skrift þinni hina venjulegu bókstafi, og treystir sér alls ekki til að lesa einhver ákveðin persónueinkenni að auki. MEÐ 10.000 SPURNINGAR Hæ minn elskulegi og dásamlegi Póstur! Ég hef hér rúmlega 10.000 spurningar í huganum handa þér, en ég veit ckki hve margar þeirra komast fyrir á þetta blað, en við skulum nú sjá til, og hér kemur sú fyrsta: 1. Veistu hvar hr. Ahmad Nvraddin og hr. Nelson Sims, sem leika 1 myndinni Sameinust bræður (To- gether brothers) sem nú er sýnd í Nýja Bíói, eiga heima? Hvað er langt síðan að þessi mynd var gerð? Og hvað voru þeir félagar gamlir þegar myndin var tekin? 2. Getur þú sagt mér nafn á einhverju blaði (fréttablaði) úti í Washington, scm ég gæti skrifað til í von um að ná í pennavin þar. Og svo að lokum: Hvernig líkar Póstinum við svertingja? Hvaða stjörnumerki á best við tvíbura- stelpu? Hvað lestu úr skriftinni, hvað heldurðu að ég sé gömul og hvernig er stafsetningin?? Síðan vil ég þakka Póstinum og öllum ,,hinum” þarna niðri á Viku fyrir gott blað, og þá sérstaklega Póst- inum fyrir sinn þátt. Ástarkveðjur frá einni með 10.000 spurningar. P.S. Ég glcymdi alveg að heilsa fröken ruslafötu, en ég vona að hún fyrirgefi mér það. Sú sama. Mikið þykir Póstinum alltaf vænt um, þegar einhver segir að hann sé dásamlegur, hann hreint og beint roðnar af gleði í hvert sinn. Þakka þér kærlega fyrir. Ruslafatan er ekkert móðguð yfir þvt að þú hafir gleymt að skila kveðju til hennar, en hún varð náttúrlega mjög ,,spæld" þegar að bréfið þitt þótti of gott til þess að lenda hjá henni. Pósturinn er alls hugar feginn að þú skulir ekki hafa sent honum allar spurningarnar. Jæja, þá er komið að aðalmálinu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og mikla leit í erlendum blöðum, gat Pósturinn ekki komist að þvt hvar þessir leikarar búa, né hversu gamlir þeir eru. Ekkert var heldur að fá um þessa mynd þar sem Vikan leitaði upplýsinga. Washington Post nefnist þekkt fréttablað, sem gefið er út t samnefndri borg. Efþú manst eitt- hvað eftif Watergate málinu, þá ættirþú að muna, að þetta blað átti sinn þátt í að upplýsa málið. Heimilisfang blaðsins höfum við ekki, en það er sjálfsagt ekki þörf á að skrifa það á bréfið, það kemst sína leið án þess. Að lokum: Pðst- inum líkar vel við svertingja eins og alla aðra menn. Fanney Friðriksdðttir, Tjarnar- götu 8, Sandgerði óskar eftir pcnnavinum, bæði strákum og stelpum, á aldrinum 11 —12 ára. Guðrún K. Steingrímsdðttir, H/íð- argötu 3, Neskaupsstað óskar eftir pennavinum á aldrinum 10—12 ára. Æskilegt er að mynd fylgi fyrsta bréfi. Kolbrún Steingrímsdóttir, Hring- braut 47, Rvík, langar til að skrifast á við stráka á aldrinum 14—15 ára. Elísabet Kvaran, Thorvaldsensstræti 4, Rvík, langar að skrifast á við stráka á aldrinum 14—15 ára. Canon Ef þér kaupið Canon- vasavéi/ þá er ekki tjáldað til einnar nætur. Sendum i póstkröfu Einkaumboð; varahlutir, ábyrgð og þjónusta. Skrifvélin Suðurlandsbraut 12, simi 85277. Eiokaaðilar. fyrirtæki, 'núsféioy og aðrir. ' Látið okknr levsa öll ykkar vandatn.i! viðvik|andi hveisKonarprentun. Fljót og qóð afgreiðsla, haqstætt verð. PRENTVANGUR Miðvangi 71, Hafnarfirði Simar 4104R. 34. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.