Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 37
sér. Það var hreinasta tilviljun,
að hann hafði kveikt á
sjðnvarpsfréttunum. Hann
hafði ékki verið að hugsa um
þetta neitt frekar fyrr en hann
fann happdrættismiðann og
áttaði sig á því, hve nærri hann
var milljónunum fimm.
Og konan hans fyrrverandi
hafði unnið þær. Ef hún hafði
þá geymt miðann. Það ætlaði
hann meðal annars að ganga úr
skugga um.
Hann mundi, að stemningin
hafði ekki staðið lengi eftir að
sölustrákurinn var farinn.
Hann hafði stungið upp á því að
þau fengju sér gönguferð, en
hún nennti því ekki. Það
endaði með þvi, að þau
hálfrifust og annað hvort
þeirra hreytti skammaryrðum.
Hvort þeirra var það annanr?
Og strax á eftir voru þau farin
að hnakkrífast eins og þau
gerðu meðan þau voru gift. Eva
Arnitz var orðin innanhúsarkí-
tekt. Hún hafði áttað sig full-
komlega á honum, sagði hún, og
lét hann hafa það óþvegið.
Hann væri léttúðugur glaum-
gosi... gæddur góðum gáfum
sem teiknari og grafíker, en
alltaf á barmi gjaldþrots, og
þegar hann hafði kvænst henni,
var það ekki af því a hann
elskaði hana, heldur af því að
hún gat hjálpað honum út úr
þáverandi fjárhagskröggum.
Hann reiddist þessum
ásökunum eins og hann var
vanur. Hann hafði svarað í
sömu mynt, og ískalt var milli
þeirra, þegar þau fóru hvort
sína leið.
Þetta var í fyrra sinnið sem
þau hittust þetta sumar. Fyrir
rúmri viku hafði Jan gert aðra
tilraun. Hann hafði heimsótt
konu sína í Lundskov. Hann
hafði reynt að láta það líta út
eins og hann hefði skotist inn
fyrir tilviljun. Hann hefði átt
leið hjá og ekki fundist úr vegi
að líta inn... og svo framvegis.
Eini nágranni Evu í
kílómetra radíus hafði verið í
heimsókn hjá henni.... kona,
hvað hét hún aftur? Andersen
líklega. Þau höfðu spjallað
saman litla stund, en svo bað
frú Andersen þau um að hafa
sig afsakaða og hvarf á brott.
Jan hafði drukkið nokkur glös
og kannski átti það sinn þátt í
því, að hann sagði: — Bara svo
þú vitir það... ég elska þig enn!
Eva hafði hlíft honum við því
að hlæja og látið skarpa athuga-
semd nægja. Þau sátu sitt
hvorum megin við borð og
horfðust í augu, þegar Eva
sagði:
— Jan... í hreinskilni sagt, þú
veist vel, að þú elskar mig ekki.
Og jafnvel þótt þú gerir þér
ekki grein fyrir því, verðurðu
að skilja, að ég elska þig ekki
lengur, og ég held það sé best
þú látir mig í friði framvegis.
Þau höfðu ekki rifist í þetta
sinn, en kuldinn var á sínum
stað, þegar hann fór kortéri
seinna.
Rigningin lamdi fram-
rúðurnar, svo hann varð að láta
þurrkurnar vera á mesta hraða.
En það stytti upp, þegar hann
nálgaðist húsið í Lundskov, og
hann gladdist yfir því eins þótt
hann hefði farið í regnfrakka.
hann hafði ekki gert neinar
ákveðnar áætlanir, en einhvern
veginn fannst honum hyggi-
legra að leggja bílnum spölkorn
frá húsinu, svo enginn yrði
vitni að heimsókn hans.
Hún opnaði næstum um leið
og hann hringdi, og henni brá
við að sjá hann.
— Jan? Aftur? Hvað er nú?
Við urðum sammála um...
— Eva, sagði hann biðjandi
— ég verð að tala við þig...
Hún hristi höfuðið og
andvarpaði.
— Var ég ekki búin . að segja
þér?
— Jú, en...
Hann var kominn inn í
forstofuna meðan þau skiptust
á þessum setningum.
Öframfærinn fór hann úr regn-
frakkanum og hengdi hann
upp.
— Þér finnst auðvitað
sjálfsagt að haga þér eins og
heima hjá þér, sagði hún
kaldhæðnislega.
Hann endurtók: — Eva, ég
verð að tala við þig...
Hún bauð honum ekki neitt,
þegar þau settust inn í stofu, og
hann lét það viljandi ekki eftir
sér að kveikja í sígarettu, þótt
hann sárlangaði í reyk.
Hann var mjög vel upplagður
og andrúmsloftið blés honum
líka ýmsu í brjóst. Eldurinn i
arninum hitaði upp stofuna, en
vindurinn hvein úti fyrir. Hann
sagði henni, að hann hefði
verið að hugsa meira um þau,
og hann sagðist vera viss um, að
þau gætu komist að samkomu-
lagi... Konan hans fyrrverandi
hlustaði á hann, án þess að taka
fram í fyrir honum. Það var
ekki fyrr en hann tók sér
málhvild, að hún sagði: — Ertu
búinn að ljúka þér af núna?
Hann þorði ekki að svara
skætingi, heldur leit á hana
eins og hann væri djúpt
særður. Ekki heyrðist það á
rödd Evu, þegar hún svaraði, að
það snerti hana:
— Jan, þetta þýðir ekki! Og
nú vil ég, að þú farir.
Hann sagði rólega, að hann
skyldi fara eftir andartak, ef
hún væri svona viss í sinni sök.
Þau sátu aftur hvort gegn öðru
við litla borðið. Sjöarma kerta-
stjaki stóð á borðinu, og hann
færði hann til svo hann gæti
horft beint í augu hennar, því
hann áleit mikilvægt að leika
særðan og þjáðan mann...
Honum tókst að beina sam-
talinu að öðrum málefnum eins
og til að létta andrúmsloftið, og
svo sagði hann eins og honum
dytti það allt í einu í hug:
— Sástu sjónvarpsfréttirnar
í kvöld?
Hún hristi höfuðið. — Nei,
það var rafmagnslaust hérna
þá.
Hann kinkaði kolli og brosti
leyndardómsfullur á svip.
34.TBL. VIKAN 37