Vikan

Tölublað

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 15

Vikan - 19.08.1976, Blaðsíða 15
K.: Að mínu viti þarf leikhús að vekja dýpri gleði en hláturinn einn veitir. I leikhúsi þarf fólk að verða fyrir tilfinningalegri — og vits- munalegri — reynslu, svo það sé nokkru nær um sjálft sig, þegar það gengur út af leiksýningu. G.: Til þess svo verði þarf leikhúsið að fjalla um þann veruleika, sem umlykur okkur. Þetta sama á i grundvallaratriðum við um allar aðrar greinar lista. — Er ekki hætta á, að almenn- ingi þyki leikhús af þessu tagi leið- inlegt? K.: Leikhús þarf fyrst og fremst að vera lifandi. Fólk talar gjarnan um létt leikhús og þungt leikhús, en ef ekki tekst að gæða verk lífi, hvort sem það er ,,létt eða þungt” eins og það er orðað, þá er það bara Ieiðinlegt og það má leikhús aldrei vera. — Þið hafið sýnt Inúk víða um heim, Kristbjörg, og meðal annars á leiklistarhátíðum, þar sem leik- flokkar víða að úr veröldinni hafa lagt til efni. Er eitthvað öðru fremur, sem vakið hefur athygli ykkar inúkanna á þessum sýningar- ferðalögum? K.: Þegar maður hefur séð þetta margar sýningar, er erfitt að draga eitt atriði út úr sem athyglisverð- ast. En í þessu sambandi finnst mér rétt að benda á, að á þeim leik- listarhátíðum, þar sem við sýndum, vöktu verk litla athygli, ef í þeim var ekki fjallað um samtímavanda mannkynsins í einhverri mynd. Náttúrlega eru mannlífsvandamál oft staðbundin, en Inúk virtist þó alls staðar vekja tilfinningar og spurningar. Hvergi þó eins og í S— Ameríku, þar sem mikið er um minnihlutahópa, sem eiga í vök að RÆTT VIÐ KRISTBJÖRGU KJELD OVLTING OG GUÐMUND STEINSSON deiglunni svo sem vera ber — algildar lausnir vandfundnar, og reyndar vandséð, hvort algild lausn væri nokkur lausn. Ekki ætti það þó að skaða neinn að leiða hugann að þessu viðfangsefni. Umræða er for- senda athafna, og ekki trúi ég, að leikhúsglaðir Islendingar séu ekki forvitnir um skoðanir leikhúsrcynds fólks á leikhúsinu. Og þá vindum við okkur I stóru spurninguna: — Til hvers höfum við leikhús? G.: Þessi spurning er efni í heila greinargerð, jafnvel bók. Lítill vandi er að segja eitthvað almennt um æskilegt markmið leikhúss, en þeim mun erfiðara að draga þýðing- armestu atriðin saman I fáar setn- ingar. — Er ekki hlutverk leikhússins að skemmta okkur? G.: Vissulega. En hvað er átt við með þvi? verjast fyrir ágangi vestrænnar menningar. — Hefði verið mögulegt að semja Inúk um tslenskar aðstœður? K.: Það er algengur misskilningur, að Inúk fjalli ekki um íslenskar aðstæður. Við hefðum aldrei getað gert Inúk, ef við hefðum ekki byggt á reynslu okkar og islensku þjóð- arinnar. — En hvernig hefðu íslendingar brugðist við leikriti eins og Inúk, sem gerst hefðií íslensku umhverfi? K.: Sjálfsagt hefðu sumir orðið ákaflega móðgaðir og reiðir, en sem betur fer hafa margir séð það í sýningunni, að hún fjallar ekki síður um okkur hér á íslandi. Mig langar til að koma þvi að, áður en við skiljum við Inúk, að þar erum við ekki að prédika neina rómantík eða afturhvarf til fyrri lífshátta; að minnsta kosti ekki viljandi. Við gerum okkur vel grein fyrir því, að grænlenska þjóðin getur ekki snúið við til fortíðarinnar, enda var það ákaflega hart og erfitt lif, sem hún lifði þá. Hins vegar verða græn- lendingar náttúrlega að þekkja fortíð sína og sjálfa sig, svo þeir hafi eitthvað að byggja á, ef þeir ætla ekki að tortímast. Þetta á við um þá jafnt og aðrar litlar menn- ingarheildir. — Ef leikhúsinu ber að fjalla um samtímavanda, er þá ekki jafngott að brenna allri klassíkinni? K.: Alls ekki. Mörg vandamál mannlífsins eru ekki háð tíma og rúmi nema að litlu leyti. Ekki góð skáldverk heldur. G.: Rétt er að benda á, að öll skáldverk, sem orðið hafa sígild, hafa á einhvern hátt fjallað um þann vanda, sem samtimamenn höfundanna glimdu við. K.: Ef við tökum dæmi af höfundi eins og Shakespeare, af þvl allir kannast við hann, þá eru flest hans verk það djúpur skáldskapur, að með góðum vinnubrögðum varpar hver ný sýning á þeim nýju ljósi á samtlmann. — Hvernig hafa íslensk leikhús rœkt skyldur sínar við innlenda leik- ritun? G.: Á þeim tuttugu og fimm árum, sem atvinnuleikhús hefur verið starfandi á íslandi — frá 1950 — 1975 — komu nítján Islenskir höfundar fram á sjónarsviðið með aðeins eitt verk hver. Sjálfsagt hafa verk þessara höfunda verið misjöfn að gæðum, cn þó verður að telja ócðlilegt, að svo margir skuli hafa hellst úr lestinni eftir að hafa fengið aðeins eitt tækifæri. Alger forsenda þess, að höfundar nái árangri er, að verk þcirra séu sýnd með eðlilegu millibili. Höfundur getur að vlsu samið þokkalegt verk þegar I fyrstu tilraun, en enginn verður öruggur af fyrstu smlð sinni. Ef efla á innlenda leikritun, þarf að fylgja verkum höfunda betur eftir en gert hefur verið hingað til. — I vetur frumsýndi Leikfélag Þorlákshafnar Sktrn eftir þig og skömmu síðar sýndi Ungmennafél- ag reykdæla sama verk. Eru áhuga- . leikfélögin kannski réttur vettvang- ur fyrir ný íslensk leikrit? G.: Réttur vettvangur fyrir ný Islensk leikrit er vitaskuld atvinnu- 34.TBL. VIKAN lb

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.