Vikan - 30.12.1976, Page 10
:
PÓSTURIW
TEIKNIKENNARI.
Frábæri Pósturl
Mig langar til þess að fá svör viö
nokkrum spurningum og vona að
þú getir leyst úr þeim fyrir mig.
1. Hvaöa menntun þarf til þess
að öölast kennararéttindi f teikn-
ingu?
2. Er um að ræða einhvern
sérskóla og hvaöa inntökuskilyröi
eru í hann?
3. Hvað tekur námið langan
tfma f heild?
4. Er ef til vill hægt að stunda
slíkt nám á kvöldnámskeiöum?
5. Hvenær byrjaði myndasagan
um Skugga f Vikunni?
Svo langar mig til að vita
hvernig skriftin er og hvort eitt-
hvað sé hægt að lesa úr henni.
Með fyrirfram þökk.
K.K.
Teiknikennarar útskrifast eftir
fjögurra ára nám úr Myndlista- og
handlðaskóla Islands. Inntökuskil-
yrði / skólann eru: Sextán ára
aldurslágmark, gagnfræðaprófeða
sambærilega menntun og að auki
eru svo inntökupróf, sem fara fram I
skólanum / byrjun júnf ár hvert.
Námið tekur fjögur ár. Fyrri tvö
árin eru allir nemendur skólans
saman í forskó/anámi. Þar eru
kenndar ýmsar listgreinar svo sem
/istasaga, teiknun, málun o.fí., en
auk þess fs/enska og enska. Eftir
forskólanámið taka við hinar ýmsu
sérnámsdei/dir, og er teiknikenn-
aradeild ein þeirra. Skólinn byrjar
venjulega 1. okt. og starfar út
mafmánuð. Þetta er dagskó/i og er
kennt frá kl. 9 til 4 eða 5 á daginn.
Kvöldnámskeið geta ekki komið i
stað dagskólans.
Myndasagan um Skugga hóf
göngu sfna / Vikunni 1958. Skrift-
in er nú hreint ekki svo afleit og úr
henni /es ég íhaldssemi.
SJÚKRAÞJÁLFUN.
Elsku Pósturl
Ég þakka Vikunni fyrir ágætt
efni (samt ekki 300 kr. viröi).
Jæja, ég ætla þá að snúa mér að
efninu, en mig langar til að fá
upplýsingar um það, hvar hægt er
að læra til þess að veröa sjúkra-
þjálfari eða er það ekki kallað það?
Ég á við þá, sem þjálfa sjúklinga
eftir veikindi og slys. Ennfremur
langar mig að vita hver eru
inntökuskilyröi f þann skóla og
hvað námiö tekur langan tfma. Er
erfitt að fá vinnu við sjúkraþjálfun
eftir námið? Og að lokum þetta
margtuggna: Hvernig er skriftin
og hvað lestu úr henni? Hversu
margar stafsetningarvillur fannstu.
Með fyrirfram þökk. a jj.
Nú / haust hófst kenns/a /
sjúkraþjá/fun við Háskóla Is/ands.
Inntökuskilyrði eru þar af leiðandi
stúdentspróf, en aðrar upplýs-
ingar um námiö getur þú fengið I
Háskólanum. Sérstök grein
sjúkraþjálfunar er nefnd iðjuþjátf-
un, en hana er ekki hægt að læra
hér á landi. Atvinnumöguleikar
eru frekar góðir I þessum greinum
báðum. Námið tekur yfirteitt þrjú
ár. Skriftin er ailsæmileg og úr
henni les ég viðkvæmni. Ég fann
al/s enga stafsetningarvil/u I
bréfinu.
TANNHREINSUN.
Elsku Pósturl
Þannig er mál með vexti, að ég
er með svo hræöilega gular og
Ijótar tennur. Getur þaö stafaö af
þvf að ég reyki mikið? Fer tyggjó
illa meðtennurnar? Eru gosdrykkir
hættulegir fyrir tennurnar? Hvern-
ig fara saman sporödreki (stelpa)
og hrútur (strákur)? Hvað held-
uröu aö ég sé gömul og hvaö lestu
úr skriftinni? Lfna.
Það er margsannaö mál að
reykingar eru óhoiiar fyrir allan
llkamann og þá einnig fyrir tenn-
urnar. Tennurnar verða oftast
gu/ar og Ijótar. Auðvitað væri best
fyrirþig að hætta að reykja til þess
að þetta lagaðist, en efþér er það
nú lífsins ómögulegt þá fæst
sérstakt tannkrem fyrir reykinga-
fólk, sem getur ef til vill gert sitt
gagn. Tyggigúmml hefur ávallt
verið talið óhollt fyrir tennurnar og
sama máli gegnir um gosdrykki.
Neysla þessara hluta er best I hófi.
Þaö er ekki óalgengt að sporð-
drekastelpur hrffhst af hrutsstrák-
f
10 VIKAN 53. TBL.