Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 30.12.1976, Qupperneq 22

Vikan - 30.12.1976, Qupperneq 22
tveir í bílnum, jafnvel þrír. Auðvit- að liðsauki. Jœja, hugsaði Hrádek, við ráðum fram úr því. Þeir voru samanlagt sex menn, eða sex og hálfur, ef Bohn var talinn með. „Hefur hann komið auga á Mer- cedesbílinn aftur?” spurði Bohn. Myrkrið var óðum að skella á. Eftir að dimmt var orðið gat verið erfitt að sjá dökkgrænan bíl. „Nei.” „Þá tekst okkur aldrei að finna Kusak.” öll þessi martröð hafði þá verið til einskis, hugsaði Bohn, þessar endalausu klukkustundir, sem ég hef eytt í dauðans angist. „Við munum finna hann. Af- leggjarinn er stuttur. Hann liggur upp í móti að hinum staðnum, sem heitir líka Tarasp.” Bohn varð náfölur. „Þú manst staðurinn þar sem kastalinn er.” Rödd hans var jafn- nístandi og augnaráðið. 22. David létti heldur betur þegar þau voru komin á þjóðveginn er lá til Tarasp. Hann hafði stytt sér leið frá svissnesku landamærunum og lent á vegarkafla er var allur í hámálabeygjum og í Mercedesbíln- um hafði rikt grafarþögn. Nú óku þau upp í móti meðfram vinstri bakka árinnar Inn og hann gat farið að hugsa um það sem biði þeirra. Eitt vandamálið rak annað, hugsaði hann. „Jó, þú ert nógu falleg,” sagði hann. „Athugaði vegakortið.' Hann rétti það aftur í til hennar. „Þú ert á réttri leið,” sagði Jo. Hún hélt áfram að bursta hár sitt og lyfta því aðeins. Irina var búin að bursta sitt hár. Þær voru aftur orðnar nokkurn veginn frambæri- legar. „Þú ættir að losa þig við þessa regnkápu Irina. Hún er hreinasta smán. Ég skal lána þér golftreyju. Þú getur ekki komið á fund föður þíns eins og... ” „Fjandinn hirði það,” sagði Dav- id. „Athugaði vegakortið, Jo.” , .Tarasp liggur sunnan megin við þennan veg. Þú hlýtur að finna það,” sagði hún og setti hárburst- ann aftur í töskuna. Aldrei að deila við þreyttan mann, hugsaði hún, sérstaklega ekki ef hann er svangur í þokkabót. Við þurfum að borða eitthvað og komast í heitt bað og fara i einhver föt, sem líta ekki út fyrir að vera keypt á fornsölu. Hún fletti sundur kortinu og kom strax auga á Tarasp. „Merkt?” sagði hún furðu lostin. „Var þetta ekki....” „Þetta er mér að kenna,” sagði Irina. „Hún gerði þetta í ógáti,” sagði David. „Hvað sérðu Jo? Liggur nokkur annar vegur frá Tarasp?” „Nei.” „Ertu viss um það?” sagði hann snöggur upp á lagið. „Krieger minntist á efri Tarasp. Það þýðir að það eru tveir staðir, sem bera sama nafn.” Krieger hafði lýst því sem smáþorpi uppi á hæð og þar átti að vera kastali. En kastalinn sæist ef til vill ekki fyrr en David væri kominn framhjá afleggjaranum. Ef hann þyrfti að snúa við myndi það kosta seinkun. „Ég sé aðeins Tarasp á einum stað og það er við þjóðveginn.” Jo seildist í töskuna sína. „Ég er með svissneskt kort héma. Það er ef til vill nákvæmara.” Hún fletti því í sundur. „Dave geturðu ekki hægt á ferðinni sem snöggvast? Þetta smáa letur er...” Hún þagnaði í miðjum klíðum og eftir þvf sem David hægði á sér gat hún einbeitt sér betur. „Guð minn góður, þetta er svei mér ruglingslegt.” „Hvað er nú?” David var við hinu versta búinn. Hann hefði svo sem getað sagt sér það sjálfur, að Krieger myndi aldrei hafa valið fundarstað, sem auðvelt væri að finna. „Hversu langt er til Scuol?” sagði Jo. „Við verðum komin þangað eftir tíu mínútur eða svo”. David haði verið að fylgjast með bifhjóli, sem hafði fylgt þeim fast eftir. Er þau hægðu á sér hafði það gert slíkt hið sama. Þetta var stórt og kraft- mikið bifhjól og hann hafði átt von á því, að það færi fram úr þeim þá og þegar. En ökumaðurinn virtist ekki hafa neinn hug á því. Hafði hann ekki þorað að hætta á það, hugsaði David og hafði stöðugt gætur á bifhjólinu. „Allt í lagi,” sagði Jo og grúfði sig yfir vegakortið og fylgdi vegin- um eftir með vísifingrinum. „ Aktu í gegnum Scuol. Haltu svo áfram í eina milu. Þá áttu að beygja til vinstri og yfir á hægri bakka árinnar. Þá erum við komin á veg, sem liggur til Vulpera.” Æ, þessi yndislegu nöfn, hugsaði hún. „Því næst beygirðu til hægri. Skömmu síðar skiptist vegurinn og þar ferðu til vinstri. Þaðan liggur vegurinn upp í móti og þá eru ekki meira en tvær mílur til þessa Tarasp með smáu letri.” „Er kastali þar?” Jo leit aftur á kortið og sá þtu- lítinn þríhyming. Hér hafði greini- lega vandvirkur kortagerðarmaður verið að verki. „Já,” sagði hún og bætti við er David jók hraðann án þess að ansa. „Á ég að endurtaka þetta?” „Nei, þakka þér fyrir Jo. Þetta er deginum ljósara.” David kom nú auga á bifhjólið aftur. Það hafði líka aukið hraðann. „Má ég nú bursta hárið?” „Nei, fylgstu með vegvísum. Það er best að við gemm það bæði. ” Framhald í næsta blaði. Búðirnar með góða matinn Kjörbúðin Glæsibæ Simi 85166 Matardeildin, Hafnarstræti 5 — 11211 Matardeiidin, Aðalstræti 9 — 26211 Kjörbúð Vesturbæjar, Bræðraborgarstlg 43 — 14879 Kjötbúðin Skólavörðustig — 14685 Kjörbúðin Brekkulæk 1 Kjörbúðin Háaleitisbraut Kjörbúðin Alfheimum 2—4 Kjörbúðin Laugavegi 116 Matarbúðin, Akranesi — 35525 — 82750 — 34020 — 23456 — 93-2046 Allt í hátíðarmatinn gæðafæða bragðast bezt Sláturfélag Suðurlands 22 VIKAN 53. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.