Vikan

Útgáva

Vikan - 30.12.1976, Síða 48

Vikan - 30.12.1976, Síða 48
SKELLINÖÐRUSLYS ERLENDIS. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig að ráöa fyrir mig draum, sem mig dreymdi síðastliðna nótt og er hann á þessa leið: Mér fannst ég vera erlendis, en vissi ekki í hvaða landi ég var. Ég var stödd á annarri hæð í ein- hverju húsi og varð mér litið út um gluggann á herberginu, sem ég var í. Sá ég þá ungan strák á skellinöðru koma eftir vegi, sem lá meðfram húsinu. Strákurinn var dökkklæddur og ók á um það bil 60 km. hraða á klst. Þegar hann var kominn fram hjá húsinu, rann hann til á hjólinu og datt. Hann festist einhvernveginn í hjólinu og það endaði ofan á honum, eftir að hafa runnið spölkorn eftir vegin- um. Allt I einu var ég komin á slysstaöinn og sá þá að annar fóturinn á stráknum var mjög illa farinn. Skinnið og kjötið var allt í tætlum svo að það sást í bein. Draumurinn var ekki lengri, en ég vona að þú getir ráðið hann fyrir mig. Ég er sjáif 16 ára og ég giska á að strákurinn í draumnum hafi verið á svipuöum aldri. Ég man samt ekki eftir því að hafa séð hann eða nokkurn likan honum. S.D. Þessi draumur ber ÖH merki viðvörunar. Tef/du ekki i tvísýnu, því að það mun ekki reynast þér hei/lavæn/egt. Sérstaklega ska/tu varast það að ferðast með skelli- nöðru eða einhverju ámóta farar- tæki. Annars boðar draumurinn þérllka heppni í ástamálum og sá, sem verður svo lukkulegur að eignast þig fyrir konu, mun dá þig og e/ska heitt. ÞRÍR PLASTHRINGAR. Viröulegi draumráðandi! Aöfararnótt 19. eða 20. nóv. dreymdi mig eftirfarandi draum, sem ég óska eftir aö þér ráðið fyrir mig: ,,Ég gekk niður Laugaveg og inn í búð, vinstra megin á götunni. i kassa á boröinu var stór hrúga af plasthringum í öllum litum. Mest var þó af dökkum litum. Fannst mér ég velja mér tvo, annan breiðan og hinn mjóan, setti ég þá á baugfingur hægri handar og gekk út. Er út var komið voru hringirnir orðnir þrír, þ.e. einn mjór hafði bæst við og var þá sá breiði ( miöjunni. Allir voru hring- arnir hvítir. Þar næst fannst mér hringarnir vera of þröngir á þenn- an fingur, tók ég þá af og reyndi þá á löngutöng vinstri handar. Þar Mig dreymdi komust þefr ekki upp á og setti ég þá því á vísifingur vinstri handar. Fannst mér þeir fara vel þar. Lengri var draumurinn ekki, en það skal tekið fram, að á vísifingri vinstri handar get ég ekki haft hring, sökum meiðsla sem ég hlaut á fingurinn fyrir nokkrum árum. Furðaði ég mig nokkuð á því í draumnum hvernig ég gæti haft hringinn á nefndum fingri." Virðingarfyllst. S.G. Þessi draumur boðar þér heppni. Ef þú ert ógift er þetta sennilega fyrir því að þú verðir ástfangin og giftist bráð/ega. Ann- ars ættirðu að spyrja sjálfa þig að því, hvort maðurinn þinn elski þig ekki. Þú viröist eiga marga aðdá- endur, sem þú getur ómögulega gert upp á milli. Svo mun fara að lokum, að þú munt virða þann mest, er þú hefur áður metið aö /it/u. Varastu að láta ekki vopnin snúast i höndum þér, þannig að þú verðir þeim verst er þú unnir mest. Þú ska/t eiga von á bættri lifsstöðu / framtíðinni. HENGDUR MAÐUR. Kæri draumráðandi! Mig dreymdi draum fyrir nokkru, sem hefur valdið mér talsverðum áhyggjum. Hann var á þessa leiö: Mér fannst ég og einhver maður, sem ég hafði aldrei séð, en hann var ákaflega fallegur, fljóta mjög hratt á vatni. Þannig flutum við mjög hamingjusöm þangaö til við vorum komin á götuna, þar sem ég á heima. Þá sá ég fyrrverandi mág minn hengdan utan á húsvegg og var hann dáinn. Fyrir framan húsið stóð dóttir hans og fannst mér hún hafa hengt hann, en samt vildi ég ekki að hún sæi hann. Þaö stóðu fleiri þarna úr fjölskyldunni og voru allir mjög skritnir. Maðurinn var ekki lengur með mér. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. E.B.S. Þessi draumur er góður fyrir- boöi. Virðing þín mun aukast að mun og þú munt verða mjög dáð. Þú færð gott gjaforð, ef þú ert ekki þegar gift, og engin hætta er á að þú giftist niður fyrir þig. Sennilega áttu fyrir höndum mikla velgengni / llfinu og verður heilsu- góð. UNDARLEG VEISLA. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að biðja þig, að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Ég og vinkona mfn stóðum í myrkri fyrir utan gamalt hús, ásamt þremur dökkhærðum strák- um og biðum þess að okkur yrði hleypt þar inn. Þarna átti að vera einhver veisla með blaðamönnum og Ijósmyndurum. Veisluna hélt ráðskona nokkur, sem ég og vinkona mín þekkjum báðar. Vin- kona mín og einn af strákunum fóru nú eitthvað að fiflast þarna úti með þeim afleiðingum að hún meiddist eitthvað á fæti (hún kallaöi strákinn Jóa). Vinkona m(n var berfætt, en í sandölum. Loksins var okkur hleypt inn í húsið. Þá sá ég að frændi minn var þarna nokkurs konar dyra- vörður og lét hann alla, sem inn fóru, stökkva yfir prik. öllum tókst að stökkva yfir prikið nema mér. Mér fannst þessi frændi minn alltaf vera að tauta einhver guðs- orð fyrir munni sér og var það nánast guðlast. Þessu reiddist ég og fór í fússi út úr húsinu, en var þó fegin að losna við þetta allt saman. Áður en ég fór sá ég rétt ( svip inn í herbergið, þar sem ráðskon- an sat umkringd blaðamönnum. Baðaði hún út höndunum til áherslu um leið og hún sagði: ,,Og þeir voru svo þakklátir."-(Hverjir, veit ég ekki). Andlit hennar var svo farðað, að það glansaði. Meö fyrirfram þökk. G-J- Þú munt lenda l rifrildi við einhvern, sem þú þekkir ekki mikið. Slðar sérðu svo eftir þvl að hafa látið skapið hlaupa með þig / gönur og hefur miklar áhyggjur af þvt, að viökomandi persóna muni ekki fyrirgefa þér. Einhver um- skipti verða I llfi þlnu og er sennilegt að þau valdi þér nokkr- um örðugleikum til að byrja með. öll viðskipti munu ganga þér I haginn / náinni framtíð. HÁKARL i LAUGINNI. Kæri draumráðandi! Mig langar til þess að fá eftirfarandi draum ráðinn: Ég var stödd hjá kunningjum mfnum ( sumarbústað, sem var staðsettur á afar fallegum staö. Fyrir framan hann var stór sund- laug og fékk ég leyfi til þess að synda í henni, en það var mjög heitt I veðri. S(ðan stakk ég mér ( laugina og synti þar um góða stund. Skyndilega datt mér ! hug að reyna að synda I kafi eftir lauginni endilangri og lagði strax af stað. Þegar ég var komin svo sem miðja vegu sá ég eitthvað koma á móti mér og var gripin ofsa hræöslu. Ég sá að þetta var stór hákarl og ætlaöi að reyna að flýja, en í sömu andrá vaknaði ég. Meö fyrirfram þökk. Lilla. Ýmsir vinir þlnir baktala þig og það mun valda þér erfiðleikum. Þú lendir sennilega í Iffsháska, en það sem eftir er æfinnar muntu svo Hfa i ró og öryggi. Innan skamms muntu giftast og hjónabandið mun verða mjög farsælt, ef þú verður ekki of tilætlunarsöm. 48 VIKAN 53. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.