Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 2
4 Milljarður á milljarð ofan.
Grein um listaverkasöfnun
Pauls Getty.
VIÐTÖL:
16 Fáránlegt þegar skemmtikraft-
ar spila algjör fífl. Viðtal við
Kristínu Lilliendahl.
42 Veröld sem var. Litast um á
Laugavegi 21 undir leiðsögn
Þorláks Haldorsen.
SÖGUR:
12 Eitt rif úr mannsins siðu. Smásaga eftir Friðgeir Axfjörð
19 Snara fuglarans. 28. hluti framhaldssögu eftir Helen Maclnnes.
35 Einstæðingur. 6. hluti fram- haldssögu fyrir börn eftii Herdisi Egilsdóttur.
36 Gróa. 2. hluti framhaldssögu eftir Eddu Ársælsdóttur.
44 Rúmið. Smásaga eftir Ritu Ewert.
FASTIR ÞÆTTIR:
7 Poppfræðirit Vikunnar: George Harrison.
9 í næstu Viku.
10 Póstur.
14 Á fleygiferð. Bílasportið blómgast.
23 Heilabrot V'kunnar.
25 Myndasögublaðið.
38 Stjörnuspá.
46 Meðal annarra orða: Koppur á tikall.
48 Mig dreymdi.
49 Matreiðslubok Vikunnar.
52 Blái fuglinn: Eðalsteinninn
konunglegi.
LIFIÐ HEIL!
VIKAN MEÐ EINKARÉTT
Á BIRTINGU GREINA
ÚR DANSKA BLAÐINU
LEVVEL
Það er best að segja hverja sögu
eins og hún gengur, jafnvel þótt
maður sjálfur fari svolítið illa út úr
því. Það var nefnilega dálítið
spaugilegt, þegar við Lasse Hessel
töluðum saman í fyrsta skipti.
Hann kom hingað til lands til að
kynnast kostum og möguleikum
íslenska lambakjötsins af eigin
raun og notaði tækifærið aö koma
efni sínu á framfæri við íslensk
blöð. Hann hringdi til mín, og ég
ætlaði satt að segja seint að skilja,
hvað maðurinn var að fara. Þw
eins og blessuð danskan er auö-
skiljanleg á prenti, þá vptst vist
fyrir fleirum en mér að skilja hana
mælta — hvað þá í síma. Mér
skildist helst, að þetta væri ein-
hver dani að reyna að selja mér
hass og leist heldur ógæfulega á
þau viðskipti, en að lokum skildi
ég, að maðurinn hét Lasse Hessel
og var læknir og vildi gjarna sýna
méreitthvert efni, sem hann hafði
í fórum sínum. Við mæltum okkur
mót
Hann snaraðist inn úr dyrunum
skömmu síðar léttur á fæti, grann-
ur og fullur lífsorku, og það leið
ekki á löngu, uns við höfðum
skilið hvortannað fullkomlega. Og
það er mín trú, að lesendur
Vikunnar eigi eftir að njóta góðs
af.
Seldi bíla, osta
og tryggingar
Lasse Hessel er 35 ára, og það
eru aðeins 13 ár síðan hann ákvað
að verða læknir. Fram að því hafði
hann reynt sitt af hverju, unnið f
Tívolí og bakaríi, selt bíla, osta og
tryggingar. Hann sér ekki eftir að
hafa eytt tímanum þannig, heldur
er þakklátur fyrir að hafa beðið,
uns honum var orðið Ijóst, hvað
hann vildi. Læknisfræðinámið tók
J