Vikan


Vikan - 13.01.1977, Qupperneq 9

Vikan - 13.01.1977, Qupperneq 9
★ ★ ★ Það var afar rólegt á lögreglu- stöðinni. Einn laganna vörður geispaði og sagði: ,,En sú leiöinda vika. Engin innbrot, engin morð, ekki einu sinni umferöarslys. Ef þessu heldur áfram, veröur okkur sagt upp mörgum hverjum." „Vertu nú ekki svona svartsýnn, Mangi," sagði vaktstjórinn. ,,Eitt- hvaöhlýturaðgerast. Éghefennþá trú á mannlegt eöli." ★ ★ ★ Amerískur þingmaður var að halda ræðu og vitnaði meðal annars í Abraham Lincoln máli sínu til stuðnings. Þá reis upp annar þingmaður til andmæla og sagði meöal annars: ,,Heföi Abraham Lincoln heyrt annað eins og þetta, hefði hann snúið sér við í gröfinni, ef hann væri ekki dauður." ★ ★ ★ gægjist yfir af ásettu ráði. ★ ★ ★ María litla var veik, og hún var sífellt að nauða í mömmu sinni um að fá kettling. Þaö kom á daginn að senda þurfti barnið á spítala til uppskurðar. Mamma hennar lofaði henni, aö ef hún yrði þæg og hughraust, skyldi hún fá fallegasta kettling, sem hægt væri að ná í. Þegar María litla var að ranka viö sér eftir svæfinguna, heyrði hjúkr- unarkona hana muldra fyrir munni sér: ,,Það er ekki tekið út með sældinni að eignast kettling." ★ ★ ★ ,,Það er ekki furða, þó þú sért rola,"sagöi Jói hrekkisvín. „Pabbi þinn og mamma voru gefin saman af friðdómara." „Jæja," sagði Maja hin hortug- asta, „eftirþeim hávaða aðdæma, sem maður heyrir heiman frá ykkur, hljóta pabbi þinn og mamma að hafa verið gefin saman af hermála- ráðherranum." ★ ★ ★ VIÐTAL VIÐ SÆMA ROKK Sæmi rokk er hann Sæmundur Pálsson lögregluþjónn oft kallaður, og það hefur verið sagt um hann, að hann sé eini „náttúrurokkarinn” á Islandi, eins og danshúsa- gestir víða um land hafa líklega sannfærst um. Margir muna einnig eftir honum sem dyggum lifverði Fischers á meðan einvigi þeirra Spasskýs stóð yfir hér um árið. Sæmundur hefur alltaf verið bindindismaður á áfengi og tóbak og hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málefnum, eins og fram kemur í viðtali við hann, sem birtist í næstu VIKU. MEÐ HVÍTUM OG SVÖRTUM 1 S-AFRÍKU Hilmar Kristjánsson heitir maður, sem mikið kom við sögu VIKUNNAR fyrir nokkrum árum. Hann hefur nú um nokkurra ára skeið verið búsettur í Suður-Afriku, er kvæntur konu af búaættum, á fjögur börn og rekur blómlegt fyrirtæki i Höfðaborg. Hilmar brá sér í heimsókn hingað til lands í desember, og þá notaði blaðamaður VIKUNNAR tækifærið að ræða við hann um það, sem á daga hans hefur drifið þar suður frá. Viðtalið birtist í næsta blaði. ÁSTÚDENTAGÖRÐUNUM Kjör námsmanna hafa verið ofarlega á baugi á undanförnum mánuðum. Til þess að kynnast þeim örlítið nánar brá blaðamaður VIKUNNAR undir sig betri fótunum og fór í heimsókn ó Garðana, sem svo eru nefndir, eða heimavistir Háskólans. Hann heimsótti Eirik Rögnvaldsson frá Sauðárkróki, sem býr á Gamla garði, Marjöttu Hakala frá Finnlandi, sem býr á Nýja garði, og hjónin Guðrúnu Vignisdóttur og Snorra Baldursson, sem eru bæði norðlendingar og búa nú ásamt syni sínum á Hjónagörðum H.í. Af heimsóknum þessum segir í næsta blaði. EINAR Á ESJUBERGI MATREIÐIR Þótt aðeins sé liðið rúmt ár síðan veitingastaðurinn Esjuberg var opnaður á neðstu hæð Hótel Esju, er hann þegar orðinn einn af þekktari veitingastöðum borgarinnar. VIKAN hefur áður fengið yfirmatsveiria á nokkrum veitingastöðum til að gefa uppskriftir að réttum, sem þeir mæla með, og í næsta blaði er röðin komin að Einari á Esjubergi. Þar er að finna uppskriftir að tveimur aðalréttum, og auk þess gefur hann nokkrar ábendingar um, hvernig nýta má hinar ýmsu fiskteg- undir á kalt borð. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Krístin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Guðmundur Karlsson, Sigurjón Jóhannsson, Þórdís Árnadóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Krístinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifíng í Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasolu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 7.370 fyrír 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 13.650 i ársáskríft. Áskríftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 2. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.