Vikan - 13.01.1977, Side 16
Fáránlegt þegarsk
algjör fíf I
í rúmlega eitt ár hefur hið
geysivinsæla lag, ,,Ég skal mála
allan heiminn elsku mamma”,
glumið í eyrum íslensku þjóð£u*innar,
og svo virðist sem enginn hafi
látið það fram hjá sér fara.
Ungir sem aldnir hafa raulað það
og jafnvel sungið hástöfum
við hin ótrúlegustu tækifæri.
Flestir vita sennilega, að stúlkan,
sem syngur lagið, heitir Kristín
Lilliendahl og var annar tveggja
víðkunnra söngfugla.
látið stilla gítarinn minn, sem var
tólf strengja, áður en ég fór út í bíó.
Það var nokkurt frost þennan dag,
en ég athugaði það ekkert og
labbaði með gítarinn frá Birkimel
og yfir í Háskólabió. Þar beið ég svo
eftir að röðin kæmi að mér á
dagskránni, en þegar ég byrjaði að
spila, var gítarinn rammfalskur.
Hann hafðir þá fallið á leiðinni
vegna frostsins. Mér leið hræðilega
illa, en þraukaði nú samt og gat
spilað á efstu strengina, því þeir
höfðu ekki fallið.
— Varstu taugaóstyrk, þegar þú
spilaðir og söngst á skemmtunum
eins og í Háskólabíói?
— Já, ég var alltaf hræðilega
taugaóstyrk og er það ennþá. Mér
hefur aldrei fundist ég vera eins lítil
og þegar ég söng í Háskólabíói. Ég
var þarna bara eins og kaktus í
eyðimörk. AUt fólkið sat beint fyrir
framan mig, og ég fann, að það var
mjög erfitt að halda uppi góðri
stemmningu í svo stórum sal. Svo
Þegar ný 12 laga plata (jólaplata
með Kristínu, kom á jólamarkaðinn
skömmu fyrir síðustu jól, sá Vikan
sér ekki annað fært en að fræðast
eitthvað nánar um stúlkuna og
pantaði hjá henni viðtal. Það gekk
eins og i sögu, og ekki leið á löngu,
áður en blaðamaður og ljósmyndari
fóru til fundar við Kristínu í
Mosfellssveitina, en þar býr hún
ásamt eiginmanni sínum, Stefáni
Pálssyni húsasmið.
Við vorum svo heppnir að ramba
fljótlega á rétta húsið, og var okkur
tekið með afbrigðum vel. Þau
hjónin byrjuðu náttúrlega á því að
afsaka húsakynnin, vegna þess að
þau hafa ekki ennþé lokið við að
innrétta, en þar sem þau byggja allt
upp á eigin spýtur, þótti mér þetta
allt saman eðlilegt.
Ekki vorum við fyrr sestir inn í
stofu en Kristín fór að hlaða ihn
tertum og finiríi og lét eiginmann-
inn halda okkur uppi á snakki á
meðan. Eftir stutta stund gat ég
hafið viðtalið og bað Kristínu að
segja mér örlítið af sjálfri sér, á
meðan ég hakkaði i mig tertumar.
Plötusnúður í
Sigtúni
— Jé. Ég er fædd í Reykjavík 5.
júlí 1955 og hef alið allan minn aldur
þar siðan. Nú, ég gekk í barna- og
gagnfræðaskóla og tók gagnfræða-
próf á sínum tíma, en eftir það hóf
ég störf í hljómplötudeild Fálkans á
Laugavegi 24 og vinn þar enn.
Síðastliðin fjögur ár hef ég verið í
'Tónlistarskóla Kópavogs á kvöldin
og lært söng hjá Elísabetu Erlings-
dóttur. Eg var líka plötusnúður í
Sigtúni í fjögur ár, en hætti þar
síðastliðið vor vegna anna.
— Hvenær byrjaðir þú að syngja
og hver voru tildrög þess?
— Ég kom i fyrsta skipti fram
opinberlega á árshátíð í Ármúla-
skóla, og það var 1972 minnir mig.
Þá hafði ég spilað og sungið fyrir
vini mína og kunningja, og þess
vegna var bent á mig, þegar efni var
safnað fyrir árshátíðina. Það vildi
svo til, að á þessari árshátíð var
valinn einn skemmtikraftur til þess
að kom fram á skemmtun í Tónabæ
nokkru síðar, og ég varð fyrir
valinu. Þegar ég svo söng í Tónabæ
var mér afskaplega vel tekið, og ég
minnist þess alltaf, hvað það var
skemmtilegt að koma þar fram. Um
svipað leyti hitti ég Áma Johnsen.
Ég á honum eiginlega mikið að
þakka, því að hann hvatti mig mjög
til þess að halda áfram að syngja og
ýtti mér raunar út á þá braut. Eftir
þetta kom ég svo fram á ýmsum
stöðum, og svo sá ég líka um
popphomið í útvarpinu um tíma.
— Samdir þú sjálf tónlistina, sem
þú fluttir?
— Ég gerði nú mest af því að
flytja erlend lög, en samdi líka sjólf,
aðallega þegar ég var 15 — 16 ára.
Núna er ég aftur tekin til við að
semja og hef mjög gaman af því.
Eins og kaktus í
eyðimörk
— Gerðist ekki eitthvað eftir-
minnilegt á þessum árum, þegar þú
varst að syngja ó hinum og þessum
stöðum?
— Jú, jú. Ég man til dæmis eftir
einum alveg hræðilegum tónleikum
í Háskólabíói. Ég átti að koma þar
fram ósamt mörgum fleiri og hafði
ijflli
i ■
'
16 VIKAN 2. TBL.