Vikan


Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 17
emmtikraftar spila tök ég það ráð að horfa á einn ákveðinn punkt i salnum, og þá gekk allt að óskum. Mér dettur samt oft í hug, þegar ég kem i Háskólabió, hvað ég hljóti að hafa verið lítil i augum fólksins. Ekkert gaman að skemmta ölvuðu fólki — Eru einhverjir staðir í Reykja- vík, sem eru vel fallnir til söng- skemmtana? — Já það held ég. Þetta þurfa helst að vera vistlegir og ekki mjög stórir staðir. Söngkerfin þurfa líka að vera góð. Mér finnst það ákaflega undarlegt, en ég hef oft rekið mig á það, að það virðist enginn kunna almennilega að stilla söngkerfi og annað þess háttar á þeim stöðum, sem ég hef kynnst. Það eyðileggur oft fyrir skemmti- kröftum, sem koma fram, ef söng- kerfið er i ólagi. — Ert þú nokkuð hætt að koma fram opinberlega? — Nei. Ég kom fram á Hótel Borg síðastliðið vor og hafði þá ekki komið fram í nokkuð langan tíma. Mér fannst staðurinn heldur óskemmtilegur. Það er ekkert gaman að skemmta ölvuðu fólki. Það má líkja þvi við þroskaheft börn. Þau vilja helst heyra eitt- hvað, sem þau kunna og geta sungið líka. Munurinn er bara sá, að það er gaman að geta glatt bömin, en fólkið er oftast leiðinlegt. Mér þykir líka miður, að sumir hljómlistarmenn skuli alltaf þurfa að koma fram undir áhrifum áfeng- is. Það kemur illu orði á þessa atvinnustétt. Það er ótrúlega mikið um þetta, og sjálfstæðir einstakl- ingar eru síst skárri en hinar alræmdu hljómsveitir. Sviðsfram- koma gengurlíkaoftútíöfgar. Mér finnst fáránlegt þegar skemmti- kraftar spila algjör fífl, til dæmis með því að hanga i ljósakrónum eða dansa uppi á píanóum. Var með algjöra Melaniedellu — Hver eru svo helstu áhugamál þin? — Tónlistin situr auðvitað í fyrirrúmi hjá mér, en ég hef áhuga á mörgu öðru, sem ég hef þvi miður ekki haft tíma til þess að sinna sem skyldi. Eg vil taka það sérstaklega fram, að áhúgamálin eru ekki „popptónlist, strákar og ferðalög”. öll mannleg samskipti finnast mér líka athyglisverð. — Hvers konar tónlist fellur þér best í geð? — Aðallega þægileg, dempuð og melódísk tónlist. Ég hef líka gaman af gömlum „Swing-Jass”: Janis lan er í miklu uppáhaldi hjá mér, og hér áður fyrr var ég með algjöra Melanie-deliu. Mér finnst ekki rétt- látt, að svonefndri sígildri tónlist skuli alltaf vera hampað hærra en annarri tónlist. Ég get ekki skilið það, að einhver tegund tónlistar sé annarri æðri. Pónik og Einar efstir á blaði Hvaða álit hefur þú á íslenskum hljómlistEU-mönnum? — Pónik og Einar eru efstir á blaði hjá mér. Einar Vilberg samdi lika mörg mjög falleg lög og ég sakna þess oft, að þau skuli ekki hafa komið út á plötum. Björgvin Halldórsson finnst mér ágætur, og ég vildi gjaman heyra meira í Jónasi R. — Hvað með enska texta við íslenska tónlist? Heldurðu að isl- enskir tónlistarmenn eigi möguleika erlendis? — Persónulegra finnst mér ensk- an miklu þjálla mál. íslenskir hljómlistarmenn syngja lika ísl- enskuna misjafnlega vel. Tökum til dæmis Megas. Það er alveg ömur- legt að hlusta á hann, en það er nú ekkert dæmi um framburð íslenskra hljómlistarmanna yfirleitt. Ég held, að íslenskir hljómlistarmenn séu smám saman að hasla sér völl á erlendri grund. Margir hafa farið utan og virst eiga þar góða mögu- leika, en einhvers staðar er þó hindrun á veginum, því að flestir snúa þeir aftur hingað heim. Sam- keppnin er líka orðin svo gífurleg, bæði hér heima og erlendis. — Hefur ekki margt breyst frá því þú fórst að hafa afskipti af þessum málum? 2. TBL. VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.