Vikan - 13.01.1977, Síða 19
HELEN MACINNES
SNARA9
FUCL-
ARANS
Nú er Irina úr allri hættu, hugsaði
hann.
Höfuðsmaðurinn stóð aftur við hlið
hans. „Það er bifhjól á leið upp
hæðina. Hlustið.”
Það sást enn til þyrilvængjunnar
og hún líktist mýflugu í samanburði
við dökka fjallstindana i baksýn.
„Hlustið,” endurtók höfuðsmað-
urinn.
Athygli Davids beindist nú að
því, sem hann var að segja.
„Það er bifhjólið,” sagðiWeber.
„Þér höfðuð þá rétt fyrir yður.
Maðurinn hefur elt ykkur. En hann
er víst einum of seinn vesalingur-
inn.” David leit aftur í austur, út
yfir dalinn. Þyrilvængjan var úr
augsýn.
Jo fylgdist með honum. En síðan
gekk hún að bílnum, sótti golf-
treyjuna sína og brá henni yfir axlir
sér. „Ég er einhvers staðar með
þessa fréttaúrklippu,” sagði hún og
hélt áfram að leita. „Dave.hefur þú
lesið hana? Það er æsifrétt þess
efnis að Irinu hafi verið rænt.”
sagði hún. „Irinu rænt af einhverj-
samviskulausum ameríkönum, sem
vildu bregða fæti fyrir Jiri Hrád-
ek.” Nú loks fékkst hann til þess að
hlusta.
„Fréttaúrklippa?” sagði David
og snéri sér nú við og leit á Jo.
„Láttu mig hafa hana.”
Ég get ekki fundið hana,” sagði
hún glaðlega. „En þetta var aðaP
inntak fréttarinnar."
Hafið engar áhyggjur,” sagði
Weber. „Þessi lygafrétt verður ekki
langlíf. Ég hef heyrt og séð nógu
margt til þess að kveða þennan
óhróður niður, áður en hann kemst í
hámæli.”
„Þéreruð sennilega mikilvægasti
maðurinn á staðnum,” sagði Jo.
„Ég held að þér ættuð að forða
yður. En ég hlakka til að lesa
fréttadálk yðar á morgun.”
Weber brosti. „Það verður ekki
dálkur,” sagði hann lágt, „heldur
heilsíðufrétt.”
„Drottinn minn dýri, við erum
með heilan brimbrjót á okkar
snærum.” En svo bætti Jo við.
„Það hefur stansað. Það var
næstum þvi komið alla leið hingað,
en svo stansaði það.”
Þetta var rétt hjá henni. Bifhjólið
hafði stansað við síðustu beygjuna.
Nú var orðið svo dimmt að það sást
aðeins móta fyrir því, eins og
fjarlægum skugga.
„Eftir hverjum er hann að biða?”
sagði Weber.
„Hinum,” sagði David.
23:
Næsta andartak virtist óendan-
legt. Maðurinn á bifhjólinu starði í
gegnum hálfrökkrið á fjórar verur,
sem stóðu í námunda við bil. Úr
þessari fjarlægð gat hann ekki
þekkt fólkið, en billinn var af réttri
stærð og gerð og liturinn var
dökkur. Hann stóð fyrir framan
húsið er vissi að veginum. Þetta
varþó staðurinn. Hann snéri við og
lét bifhjólið renna niður fyrir beygj-
una og staðnæmdist undir bröttu
barði.
,Var það þessi, sem elti yður?”
spurði höfuðsmaðurinn David, þeg-
ar maðurinn var horfinn úr augsýn.
Ég sá hann ekki greinilega.” Það
þýddi raunar að hann hafði ekki
heldur séð þau mjög vel.
„Ætli hann sé farinn?” spurði
Weber. „Kannski að þetta hafi
verið einhver sem hefur villst."
O, ætliþað, hugsaði David. „Og
að hann sé nú að ganga niður
hæðina?”
„Kannski að rafgeymirinn sé í
ólagi,” sagði höfuðsmaðaurinn.
„Þið tókuð eftir því að hann var
ljóslaus.”
„Jó,” sagði David stuttur i
spuna. En í sömu andrá kviknaði ó
ljóskerunum fyrir aftan hann og tvö
þeirra gnæfðu hátt þar sem þau
stóðu við gaflinn á nærliggjandi
húsum. Þau lýstu upp hluta þessa
svæðis. Ef maðurinn gengi fáein
skref út frá barðinu, gæti hann nú
áreiðanlega séð þau. „Komdu þér í
felur Jo.” Hann gaf höfuðsmannin-
um og Weber merki. „Þið líka.”
Jo og Weber heyrðu ákafann í rödd
hans og fóru nær bílnum. Höfuðs-
maðurinn stóð kyrr í sömu sporum
með hendur fyrir aftan bak og hann
tiafði ekki augun af veginum, sem
var nú likastur svörtum borða.
„Hvað um yður?” spurði höfuðs-
maðurilnn.
„Þeir eiga von á mér hér.”
„Öjá, en ekki ungfrú Corelli?”
„Nei,” sagði Jo, „áreiðanlega
ekki.” Andartak minntist hún at-
burðanna hjá Santa Mariukirkju.
Hún skalf og tók eftir því að Weber
gat ekki lengu leynt forvitni sinni.
„Hvar er allt fólkið? Því er það ekki
á kvöldgöngu?” Hún horfði reiði-
lega á húsið fyrir aftan hana. „Ekki
einu sinni hundur sjóanlegur.” Er
myrkrið skall á hafði birst ljós í
fáeinum gluggum, en gluggahlerar
höfðu óðara verið settir fyrir þá. Á
móti henni starði dökkur viður á
hvítum grunni.
„Fólkið hefur verið úti á ökrun-
um að vinna i allan dag,” sagði
höfuðsmaðurinn. „Því ætti það að
fá sér kvöldgöngu?”
„Nújá,” sagði Jo, „ogþaðmunef
til vill ekki rumska þó að skothvellir
kveði við?” Og þá gæti það líka
verið um seinan fyrir mig og Dave.
Weber leit stíft ó hana. „Þér
hljótið að vera að gera að gamni
yðar.”
„Eétter það.” En nú byrjaði hún
aftur að skjálfa. Hún vafði ermun-
um á golftreyjunni um háls sér.
„Þeim er betra að gæta sín á þess
háttar tiltækjum,” sagði Weber við
hana. „í hverju einasta húsi í þessu
þorpi og raunar í öðrum þorpum i
Sviss er til riffill og einkennis-
búningur. Við erum allir í heima-
vamaliðinu.”
„Þér lika?”
Weber jánkaði því og undrun
hennar gladdi hann. „Við höfum
þennan háttinn á til þess að
undirstrika hlutleysi okkar.”
Ég vona bara, hugsaði Jo, að þið
getið undirstrikað það her og nú.
En fyrst verðurðu að hætta að leita
að skynsamlegum rökum fyrir öllu
sem að höndum ber. I kvöld er það
ekki skynsemin sem ræður ferðinni.
„Það er bíll á leiðinni,” sagði hún
og horfði eins og hinir ó dimman
veginn.
Ég hygg að hann sé kominn hálfa
leið upp brekkuna,” sagði höfuðs-
maðurinn við David.
„Þeim miðar hægt þykir mér.”
„Þeú verða auðvitað að skipta í
fyrsta gir.”
„Já en...” David reyndi að nema
hljóðstyrkinn. „Það eru fleiri en
einn bíll.”
„Getur verið. Já, það er mögu-
legt.”
„Mig langar til þess að ginna þá
hingað inn á torgið og vita hverjir
þetta em,” sagði David.
„Sömuleiðis," sagði höfuðsmað-
urinn.
„Þér ættuð þá að skjótast i felur.
Ef þeir koma auga á einkennisbún-
ing þá...”
„Þeir em neyddir til þess að
koma hingað upp á torgið. Þeir geta
með engu móti snúið bilum sinum
við á þessum vegi. og jafnvel hér er
það ekki svo auðvelt.”
„Ég veit. En samt held ég að
þetta væri klókindabragð.”
„Ojá. Koma þeim á óvart?”
Höfuðsmaðurinn brosti um leið og
hann leit í óttina að Jo. „Þetta er
betra en að þurfa að skiptast á
skotum. Hr. Weber, verið svo góður
að fara ásamt ungfrú Corelli á bak
við bílinn. Og látið fyrir alla muni
ekki sjó ykkur.” Sjálfur bjóst hann
til að fara að hlöðunni hinum megin
á torginu, en hann gekk aðeins fá-
eina metra. „Þetta ætti að nægja
sagði höfuðsmaðurinn. Nú var ó-
mögulegt að koma auga á hann fyrr
en bílamir væm komnir alveg upp í
þorpið.
Þrjóskur náungi, hugsaði David,
2.TBL. VIKAN 19