Vikan - 13.01.1977, Side 20
og það gladdi hann. Og þetta
takmarkaða svigrúm var líka nokk-
ur huggun. Þarna kæmust þeir ekki
létt frá hlutunum. Svæðið til þess
að athafna sig var mjög lítið.
Mercedesbíllinn var nokkur hindrun
og sömuleiðis gosbrunnurinn, em
var þokkalega fvrirferðamikill. Þeir
ætla þá að króa okkur af. hugsaði
David. Hann fór í vasa sinn og
greip um skammbyssuna um leilð
og hann sá fyrsta bjarmann af
bílljósunum. ..Tveir bíiar." sagði
hann við höfuðsmanninn. Þeir
stönsuðu. en vélarnar voru enn i
gangi. ,,Ég held að þeir séu að ræða
við manninn á bifhjólinu.”
En þeir stóðu ekki lengi við.
Bílarnir tveir fóru aftur af stað, en
það var lækkað á ljósunum og þeir
stönsuðu rétt vdð innakstursleiðina
að torginu. Einhver hlýtur að
stjórna þeim, hugsaði David. Þeir
virðast vita nákvæmlega hvað þeir
eru að gera.
En allt í einu var slökkt á ljósun-
um. Svart á svart ofan, hugsaði
David. Ég sé ekki glóru. Samt eru
þeir mjög nærri mér, varla í meira
enfimmtán. tuttugu metra fjarlægð.
En hið eina sem ég get aðhafst er að
horfa og bíða. Þvi næst heyrði hann
skóhljóð eins og einhver væri að
stiga út úr bíl. Maður kom gang-
andi utan úr myrkrinu og kom nú í
ljós. Þetta var Mark Bohn.
..Hæ." sagði Bohn og brosti
breitt. en gekk svo rakleiðis til
Davids. ,,Þú hefðir ekki átt að vera
með þennan asa í Brixen. Ef þú
hefðir beðið þangað tii ég var búinn
að hringja til Munchen, hefði ég
getað verið þér samferða alla leið
hingað. Ég þarf ekki að vera
kominn til Munchen fyrr en um
næstu helgi. Og hér er ég mættur."
Yingjarnlegur og tungulipur. Þann-
ig var Bohn. Hið eina merki tauga-
óstyrks í fari hans var hvernig hann
þrástarði á David.
David sagði ekkert.
,,Og því ekki það?” ruddi Bohn
út úr sér. „Þetta er einum of góð
saga til að ég geti stillt mig um að
gera mér mat úr henni. Auk þess
hefur málið þróast í iskyggilega átt.
Hefurðu ekki séð dagblöðin i dag?
Ég las nokkur þeirra i Brixen. Það
er frétt, ekki orðrómur, þess efnis
að Irinu hafi verið rænt.”
,,Æ, í guðanna bænum...” sagði
David með fyrirlitningu. ,,Þú veist
mæta vel...”
„Eitt vissi ég ekki og ekki þú
heldur, að þeir i Washington standa
á bak við þetta allt saman. Krieger
er handbendi þeirra. Þessi svo-
nefndi flótti Irinu gæti verið mann-
rán framið í pólitísku augnamiði.
Um þetta 'er fólk að lesa í blöðun-
um einmitt núna. Okkur er fyrir
bestu að kanna þetta mál ofan í
kjölinn, þú og ég, og forðast að
lenda í súpunni. Við höfum verið
beittir lymskubrögðum og það líð
ég engum.”
David reyndi að stilla sig.
„Irina veit meira en hún sagði
þér. Þú gætir ef til vill fengið hana
til að segja sannleikann. Auðvitað
mun Krieger neita öllu, en Irina
mun hlusta á þig. Er ekki svo?”
Æ, losaði þig við Bohn áður en þú
missir algjörlega stjórn á skapi
þinu, sagði David við sjálfan sig.
Hönd hans krepptist utan um
byssuna í vasanum. „Hún er ekki
hér.”
„Tafðist hún?” Bohn virtist ekk-
ert óskaplega undrandi. „Nú, jæja
þetta er erfið ferð. Hérna fyrir
neðan þar sem vegurinn skiptist
vorum við að því komnir að velja
skakka leið.” Bohn hristi höfuðið og
mundi eftir því glappaskoti. Nokkr-
ar mínútur höfðu farið til ónýtis og
Hrádek hafði talið sérhverja þeirra í
þögulli reiði. „Já, erfið ferð.”
„Við?” sagði David og lagði sér-
staka áherslu á orðið.
Bohn varð aftur óðamála. „Já,
það er annar blaðamaður í fylgd
með mér, gamall vinur og ábyggi-
legur. Þessi saga um mannránið
kom eins og þruma úr heiðskíru lofti
og hann greip tækifærið og slóst í
för með mér. Auk þess eru tveir
aðrir félagar hans úr blaðamanna-
stétt með okkur og hann ábyrgist
þá algjörlega svo að það er í lagi.”
Bohn þagnaði og beið eftir nýjum
innblæstri. Frávik hans á sögu
Hrádeks myndi firra hann allri
ábyrgð, ef Pavel og Vaclav ætluðu
að beita hörðu. Þeir voru honum
með öllu óviðkomandi. „Mérfannst
það góð hugmynd að taka þá með.
Við þurfum á vitnum að halda til
þess að staðfesta það, sem við
kunnum að komast að raun um.”
„Hvar grófstu upp alla þessa
hjálpfúsu vini?”
„Æ, láttu ekki svona David. Þú
þekkir töframátt símans. ”
„Eitt símtal frá Brixen og þið
hittust, ja hvar?”
„Ég hitti þá i Innsbruck,” sagði
Bohn og lét ekki slá sig út af laginu.
„Allt saman mjög einfalt og blátt
áfram fyrir fréttaritara. Þú hlerar
eitthvað, þrífur litlu ferðatöskuna
þína og því næst tekurðu næstu vél
sem völ er á.” Bohn horfði enn á
David. „Hvað er að? Hvers vegna
ertu svona var um þig?” En svo
þóttist hann finna skýringuna og
varð heldur hressari í bragði. „Ég
þori að veðja að þú ert að furða þig á
hvernig ég vissi um Tarasp. Það var
líka mjög einfalt. Irina glopraði því
út úr sér og ég notfærði mér það. Og
því ekki það? Þú hefðir sjálfur getað
sagt mér það,” sagði hann, og lét í
það skina að hann væri hálfmóðg-
aður. „Jæja, við skulum gleyma
því. Hvar er Kusak?”
„Hvað um vini þína? Ætla þeir
ekki að láta sjá sig?” Andlit Davids
var samanherpt af reiði. Það var
með hinum mestu erfiðismunum,
að hann gat komið þessum orðum
út úr sér. Þeir höfðu eitthvað á
prjónunum. En hvað?
„O, þeir eru vel geymdir þar sem
þeir eru...þangað til ég hef hitt
Kusak og skýrt fyrir honum málið.
Ég vil ekki hræða líftóruna úr
gamla manninum með því að ryðj-
ast inn á hann fyrirvaralaust. En í
þetta sinn verður hann að kasta
þessum leyndarhjúp sínum. Annars
verður þú staddur úti í miðju kvik-
syndi, David. Þú ert meðsekur um
mannrán. Ef ekki er hægt að kveða
þá sögu niður...”
„Nei, nú er nóg komið,” sagði Jo
og gaf sig nú í ljós ásamt Weber.
Bohn leit í áttina þaðan sem
röddin hafði komið. Fyrst starði
hann bara fram fyrir sig, en svo
sagði hann við David. „Þú laugstað
mér.” Hann benti á húsið fyrir
aftan Mercedesbílinn. „Irina er
þarna og faðir hennar líka.” Hann
jafnaði sig aðeins, tók eftir svipnum
á andliti Davids og varð nú heldur
mildari á manninn. „Þetta eru
auðvitað aðeins yfirdrifnar varúðar-
ráðstafanir. En gagnvart mér,
Dave? Komdu, við skulum vera við-
staddir sameiningu fjölskyldunnar.
Það er svo fjandi kalt að standa hér
úti. Hafðu engar áhyggjur...Ég
þarf aðeins að spyrja tveggja eða
þriggja ákveðinna spurninga. Á
eftir hef ég hugsað mér að borða
kvöldverð í St. Moritz.”
„Þú getur farið nú þegar. Kusak
er ekki hér, né Irina. Og þetta er
ekki húsið.”
„Ég trúi þér ekki,” sagði Bohn.
„Hver er eiginlega meiningin,
Dave? Hvað...”
Weber blandaði sér nú í samræð-
urnar. „Hr. Mennery segir satt.
Kusak og dóttir hans eru farin fyrir
þó nokkru siðan i fylgd góðra vina.
Hér er ekki um neitt mannrán að
ræða.”
„Og hver er nú þetta?” spurði
Bohn. „Hver...” En er hann leit
nánar framan í ókunnuga manninn
hætti hann við spurninguna.
„Ég heiti Ernst Weber og vinn
við Geneva Gazette. Ég er líka
fréttaritari ýmissa blaða í London,
París og Róm. En ég held þér vitið
það. Við hittumst í Prag. Fyrir
tveimur árum?” Weber beið en
hann fékk ekkert svar. Þessi tungu-
lipri maður gat ekki hóstað upp úr
sér einu orði. Weber kímdi. „Þér
höfðuð þó rétt fyrir yður að einu
leyti, hr. Bohn. Það er skrambi
kalt hér úti. Hvers vegna farið þér
því ekki eins og stungið hefur verið
upp á?”
Bohn náði sér aftur. „Það virðist
ekki vera til neins að bíða.” Hann
reyndi að halda virðingu sinni og
sjálfstrausti. „Dave.við getum rætt
þetta mál seinna. Ertu ekki sam-
mála því?”
„Komdu þér í burtu.” Það leyndi
sér ekki að David var hamstola.
„Komið ykkur allir í burtu.” Hann
steig eitt skref fram.
Bohn hörfaði. Því næst snéri
hann sér við og gekk að bílnum.
Nú fyrst sá hann einkennisklædda
manninn, sem hafði staðið hreyf-
ingarlaus og fylgst með öllu. Bohn
gekk hröðum skrefum. Hann var
kominn niður á veginn, og við sjálft
lá að hann hlypi við fót.
David hafði gætur á öllu og hann
hélt enn um skammbyssuna i vasa
sínum. Myrkrið virtist gleypa Bohn
og það var ekkert eftir af honum
nema fótatakið. Hann fór framhjá
fyrsta bilnum og hélt áfram í
nokkrar sekúndur. En svo stansaði
20 VIKAN 2. TBL.