Vikan


Vikan - 13.01.1977, Síða 22

Vikan - 13.01.1977, Síða 22
með riffil í hendi. Undan hjólbörð- unum heyrðist ískur. Bílamir námu staðar og annar hafði næstum því rekist aftan á hinn. Engu munaði að fremri bíllinn rækist á stein- tröppurnar. Höfuðsmaðurinn var óvenju snar í snúningum. Hann var þegar kominn að aftari bílnum, vinstra megin og bankaði í bílrúðuna, áður en David hafði náð að fylgja honum eftir. Mennirnir tveir í aftursætinu höfðu endasteypst, er bíllinn stansaði svona snögglega. Bohn var annar þeirra. Hann lá í hnipringi í hominu sem var fjær og kallaði uim láffi og hann skreiddist á fætur. ,Æg sagði þér að ég hefði séð lögregluþjón. Ég sagði þér að það væru fleiri. Égsagði...” „Hættu þessu. Hættu,” sagði maðurinn í vinstra sætinu. Hann leit nú á höfuðsmanninn og opnaði rúðuna með þvi að ýta á hnapp. ,,Hvað er yður á höndum?” sagði hann á þýsku. Hann leit á ein- kennisbúninginn. ,,Ég hélt kannski hefði einhver orðið fyrir meiðslum.” Rödd mannsins varð nú ekki eins rostafull. „Nei, nei. Þetta er allt í lagi.” „Mér skilst að þér hafið verið kominn að þvi að villast á leið yðar hingað. Get ég ef til vill leiðbeint yður eitthvað?” Golay höfuðsmaður var með litið vegakort i hendinni og rétti það fram um leið og hann hallaði sér upp að bílnum. „Hér er allt of dimmt til þess að sjá á kortið,” sagði hann. „Þér þurfið á þessu að halda.” Hann reyndi að tendra á sigarettukveikjaranum. En það kom enginn eldur og hann reyndi aftur. Maðurinn leit snöggt undan. „Við erum með kort.” Hver skyldi þetta vera, hugsaði David. Vissulega einhver sem ekki kærði sig um að láta höfuðsmann- inn sjá of greinilega framan í sig. Verst að kveikjarinn skyldi bregð- ast, en þetta var góð tilraun. David horfði forvitnislega á manninn sem hafði litið undan. „Ágætt,” sagði höfuðsmaðurinn og virtist ekki skipta skapi. En svo breyttist rödd hans „ Akið í burtu.” Hann steig skref aftur á bak og gaf bílstjóranum merki um að aka aftur ó bak og hvenær hann ætti að nema staðar. Svo snéri hann sér að fremri bílnum og sá til þess að hann æki líka framhjá tröppun- um, en benti honum þvi næst að aka áfram. Bílinn fór i hálfhring þarna á torginu en stansaði síðan. Höfuðsmaðurinn bölvaði í hljóði, en gaf honum síðan aftur merki. En bíllinn hreyfðist ekki úr stað. „Nei.” Bohn þreif um handlegg Hrádeks er hann ætlaði að fara að gefa einhverjar fyrirskipanir í tal- stöðina. „I guðanna bænum, ætl- arðu að leggja allt í sölurnar. Og til hvers?” „Þetta er mitt einkamál.” „Heldurðu að þeir i Prag líti svo á.” Hrádek hristi af sér hönd Bohns. En ráðleggingar hans höfðu hrifið. Mistök hans hér höfðu verið hroða- leg, en ef það fréttist til Prag yrði það mjög alvarlegt. „Aktu,” sagði hann við bílstjórann og var nú ekki lengur hikandi. Því næst sagði hann við Pavel. „Áætlun okkar er aflýst. Akið á eftir mér.” Hródek lagði fró sér taltækið. Hann hallaði sér aftur á bak og gætti þess að mennirnir tveir, sem fylgdust með bílnum sæu ekki framan í hann. „Þetta er Weber, þekktur blaða- maður,” sagði Bohn og var mikið niðri fyrir. Hann benti á mann sem stóð einn sins liðs til hliðar þarna á torginu. Þeir höfðu ekið mjög nærri honum. „Hann sá mig ekki.” „Nei, en hann reyndi það.” „Hvaða máli skiptir það?” sagði Hrádek óþolinmóður. „Áður en frétt hans birtist verð ég kominn aftur til Prag.” Og með góða fjrvistarsönnun varðandi þennan laugardag. Getur það verið að Bohn sé svo einfaldur að halda, að ég hafi ekki fjarvistarsönnun á reiðum höndum? „Þessi svissneski blaða- maður verður gerður að athlægi meðal starfsbræðra sinna.” Hann leit um öxl sér til þess að aðgæta hvort Pavel og Vaclav fylgdu þeim ekki eftir. Þeir gerðu það. „Flýttu þér,” sagði hann við bílstjórann. „Flýttu þér.” Hann lét höfuðið síga, hafði hendumar krosslagðar og augun hálflukt. En sterklegir kjálkarnir og samanherptar varirn- ar bentu til þess að hann var langt frá því að sofna. „Þú hefur sloppið vel frá þessu,” sagði Bohn. En hann fékk ekkert svar. Bohn varð þegjandalegur. Hann hafði svo sem um nóg að hugsa sjálfur. En Dave Mennery hafði að minnsta kosti ekki verið neyddur upp í bíl Pavels til þess að myrða hann seinna. Þó hafði hurð skollið nærri hælum. Dave, hugsaði Bohn, mun aldrei vita hversu mikið hann á mér að þakka. Tarasp var nú úr augsýn og aðeins bitrar endurminningar fylgdu þeim eftir í bilnum. 24. David hélt ófram að horfa niður eftir veginum og hlustaði á vélar- hljóðið fjarlægjast og verða að engu. „Þeireru farnir,” sagði hann við Jo, sem stóð nú við hlið hans. Hann trúði því varla. „Getum við verið viss?" spurði Jo. „Já," sagði Golay höfuðsmaður. Hann var að skrifa niður einhverjar tölur í minnisbók sina. „Ég veit það ekki,” sagði David. Það hafði reynt á taugakerfi hans til hins ýtrasta og svo allt i einu... ekkert. „Þeirætluðu áreiðanlega að láta til skarar skriða. En svo...svo bara fóru þeir. Hver var ástæðan?” Weber glotti. „Við vomm með fuglahræðu.” Hann benti á mann- inn, sem stóð í dyragættinni. Maðurinn sóst nú greinilega og sömuleiðis riffillinn, sem hann var með. „Golay höfuðsmaður. Yður er víst óhætt að gefa liðsmönnum yðar frí.” Golay lauk við að punkta niður hjá sér bílnúmerin og setti þvi næst minnisbókina í vasa sinn. Hann kallaði til mannsins og þeir fóm báðir að hlæja. Maðurinn svaraði einhverju, en fórþví næst inn til sín og lokaði á eftir sér. Glugga- hlerarnir uppi vom látnir fyrir. Golay höfuðsmaður brosti enn breitt. „Ég sagði honum að gestir okkar myndu ekki koma aftur. Lýsingu hans á þeim er erfitt að þýða.” Hann leit á Jo, „En ég held að við getum öll verið sammóla honum." Hann tók eftir þöndu andliti hennar. „Yður er óhætt að trúa mér ungfrú Corelli, hættan er liðin hjá.” Jo reyndi að leyna örvæntingu sinni. „Þeir munu koma aftur. Ef til vill ekki hingað. En...” „Nei, nei. Ég held að þessi ógn vofi ekki yfir okkur lengur. Hr. Weber, tókuð þér eftir manninum?” Framhald í næsta blaði. 22 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.