Vikan


Vikan - 13.01.1977, Page 38

Vikan - 13.01.1977, Page 38
Ilniiurinn 2l.mars 20.april NauliO 2l.april 2l.mai T\iburarnir 22.maí 2l.júni Misklíð veldur þér einhverjum erfiðleik- um. Vertu kurteis og óeigingjarn, því það er spor í rétta átt. Kunningi þinn hverf- ur af sjónarsviðinu um stundarsakir. Þú færð gullið tæki- færi til þess að auka álit þitt og hróður. Sökum anna verð- urðu að fresta á- ætlunum þínum um óákveðinn tíma, en ofreyndu þig samt ekki. Vikan verður róleg. Notaðu tímann vel til þess að hvíla þig og sinna aðkallandi störfum, því það eru annasamir tímar framundan. Þú munt eiga í erfiðleikum. krabbinn 22.júní 23.júlí Á vinnustað þínum er allt mjög tilbreyt- ingar- og litlaust. Þú kemst í nánari kynni við vinnufélaga þína á skemmtun, sem haldin verður. Um helgina eru líkur á ferðalagi. Voijin 2tsept.- 2.V.okl. Vegna sérstakra tímamóta verður venju fremur margt fólk í kringum þig og þina fjölskyldu. Nú er rétti tíminn til þess að endurgjalda heimsóknir vina Sleingeilin 22.de\. 20.jan. Nú reynir á snilli þína, því þú ert sem stendur í sviðsljós- inu, annað hvort er að duga eða drepast. Þú gerir út um deilu, sem risið hefur út af sameiginlegu fé. LjóniA 24.júlí 24. ái>ú\l Hafðu þig ekki mikið í frammi, því plá- netustraumamir eru þér andstæðir. Heimafyrir biða þín mörg óleyst verk efni, sem þú skal gefa þig að. Heilla litur er ljósgult. SporAdrckinn 24.okl. 23.nó\. Náið skyldmenni verður þess valdandi með gerðum sínum, að þú verður mjög upp með þér. Nú er í alla staði mjög góður tími til þess að inn- heimta gamlar Yalnsberinn 2l.jan. lú.febr. Vinur þinn birtist þér óvænt og þið eigið skemmtilegar stundir saman. Þú færð tilboð, sem get- ur orðið til þess að vænka hag þinn, og það þykir þér mjög ánægjulegt. ósk, sem þú hélst, að gæti varla ræst, gerir það nú á mjög einfaldan og auð veldan hátt. Þú hef- ur tekið þátt í gleð- skap, sem færir þér nú smá bakreikning. HoitinaÓurinn 24.nó\. 2l.des. Þú stendur í ströngu og reynir þar mjög á skipulagshæfileika þína og lipurð. Þú verður að breyta framtíðaráformum þinum vegna ó- væntra atburða um helgina. Fiskarnir 20.febr. 20.mars Þú verður fyrir smá- útgjöldum, sem þú varst farinn að halda að þú slyppir við. Þú tekur þátt í stóru samkvæmi og kynn- ist þar mörgu skemmtilegu og fjör- ugu fólki. segja engum heima hjá sér, að hún hefði verið þar. Þegar föt Gróu voru þornuð fylgdi Kate henni í búðina ti' Hannesar. Hannes taldi hún mikinr, heiðursmann, og sagði: ,,Ég versla við hann, en hann verslar aldrei vilð mig.” Gróa skildi þetta ekki fullkom- lega og spurði, hvort hún hefði eitthvað til sölu. Þá hló hin trölls- lega, en gaf engin svör. Síðan hefur Gróa stundum skroppið í heimsókn til Holly. Aðalbjörg amma Gróu er orðin ógnar skar. Hún er á sjötugasta og fimmta ári og næstum blind. Einnig fær hún oft ónot fyrir hjartað og ýmis önnur óþægindi, sem ellinni fylgja. Hún liggur mikið fyrir gamla konan og sjálf finnur hún, hvernig þrótturinn dvínar. Einn dag um vorið kemur Gróa heim úr skólanum og lítur inn í herbergið til ömmu sinnar. Hún sér, að amma sefur og læðist því hljóð- lega út. Um kvöldið segir Dóra henni að fara upp og kalla á ömmu sína að borða. Þegar Gróa kemur inn í herbergið liggur gamla konan enn í sömu stellingu og svarar ekki, þótt Gróa kalli. Hún gengur að rúminu og tekur í ömmu sína, en amma er svo undarleg, köld og stíf og Gróa kallar á Óla. Innan skamms er öll fjölskyldan samankomin í herbergi gömlu kon- unnar. Dóra leiðir Gróu fram og Hannes fer niður að hringja á Gordon lækni. Amma er dáin. Nú taka við dagar annríkis og umstangs. Þorvaldur kemur frá Alberta og þau systkinin ræða, hvort gamla konan skuli flutt til íslands. Niðurstaðan verður, að hún skuli grafin í Winnipeg. Lík manns hennar hafði aldrei fundist, og hún hafði aldrei sjálf óskað eftir öllu því umstangi og fyrirhöfn, sem fylgir því að flytja dauða manneskju milli heimsálfa. í fögru veðri í byrjun maí 1909 er Aðalbjörg jarðsett. Gróa grætur heitum tárum við kistu ömmu sinnar. Hún hefur mikið misst, en hún á góða að. Alla frænka hennar þrýstir hönd hennar, þegar þær ganga hlið við hlið eftir kistunni. Alla er orðin sextán ára, falleg kanadastúlka, stór og hraustleg. Hún er þeirrar kynslóðar, er aldrei hefur skort neitt. Ekki breytist líf Gróu mikið við dauða ömmu hennar. Hún er Dóru handgengin við heimilisstörf og allir eru henni góðir, en samt saknar hún ömmu sárt. Hún var frá upphafi kjölfestan í tilverunni, og alltaf hægt að leita til hennar með öll vandamál. Þetta sumar verður Gróa ellefu ára. Hún á að fá að dvelja hjá Þorvaldi og Lousie í sumar og hlakkar mikið til. Hún er nú orðin töluvert há í loftinu og þegar hún situr ber ekkert á bækluninni. Vinstri fótur- inn er styttri og mjöðmin þeim megin hærri, en hún gengur á skó - með þykkum botni og það er mikil bót. Hendur hennar eru hagar og hún er listfeng. Andlit hennar er laglegt, þótt hún sé ekki eins smáfríð og móðir hennar hafði verið. Gróa er ljósari yfirlitum en Þórdís var. Og Gróa er skapgóð og dagfarsprúð. Henni sækist námið í skólanum vel og Hannes hefur heitið henni því, að styrkja hana til hvaða menntunar sem hún óskar sér, þegar hún verður eldri. Jafnvel þeir, sem fæðast bæklað- ir og óvelkomnir í þennan heim geta með góðra hjálp og eigin dugnaði sigrað alla erfiðleika. Þannig líða æskuár Gróu. Þó koma þær stundir, að henni þykir sárt að geta ekki verið með vinum sínum við íþróttir og leiki, og stundum öfundar hún stúlkumar, sem svifa léttar í dansi, þegar hún situr sjálf og vermir bekkinn. Hún á samt sem áður margar góðar stund- ir, sem bæta allt annað upp. Hún les mikið og hefur yndi af að ræða um bækur við vini sína, einkum þó Kjeld Jensen. Alvarlegi, feimni Kjeld er einn af hennar albestu vinum. Á þessum unglingsárum kemur stundum þunglyndi yfir Gróu, en hún reynir að dylja það. Hún veit, að örlögunum verður ekki breytt, en innst inni óskar hún þess, að hún gæti dansað og hlaupið eins og vinkonur hennar, rennt sér á skaut- um og leikið tennis. Oft á slíkum stundum læðist hún heim til Kate Holly og rekur henni raunirsínar. Hún hefur löngu komist að, hver viðskipti Kates eru, en Gróu er alveg sama. Henni þykir vænt um þessa stórskomu konu, með ærlega svipinn. Móðir Kate’s hafði verið indíáni, en Dick Holly faðir hennar var af ensku bergi brotinn. Kate og bræð- ur hennar ólust upp í þessu húsi og máttu líða mikið fyrir uppmna sinn. Móður sína misstu þau ung og Kate fór að heiman fimmtán ára. Hún eignaðist fljótlega kærasta, en hann snéri baki við hanni og þá fór hún að drekka. Síðar kom hún aftur heim til Winnipeg þegar faðir hennar var orðinn gamall og heilsulaus og hún tók að annast hann. En af einhverju urðu þau að lifa og enginn vildi ráða indiánakvendi í vinnu, svo þá æxlaðist það að Kate gerðist 38 VIKAN 2. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.