Vikan


Vikan - 13.01.1977, Side 42

Vikan - 13.01.1977, Side 42
Það var fyrir ári eða svo, að Þorlákur Haldorsen, listmálari, sýndi mér innviði hússins Lauga- vegur 21, en í þessu húsi hefur Þorlákur m.a. vinnustofu sína. Það hafði býsna undarleg áhrif á mig að koma upp á efri hæðina, þvi þar virtist tíminn hafa staðið í stað í nokkra áratugi, og maður hafði á ilfiimingunni, að húsráðendur hefðu skroppið burtu einn góðan veðurdag, ekki komið aftur, en þeirra væri samt beðið. Hvaða fólk hafði búið þarna, og af hverju voru flestir munir þess enn i herbergjunum uppi á lofti? Ég bað Þorlák endilega að leysa frá skjóð- unni. Öli norski byggði húsið — Þetta hús byggði afi minn árið 1895. Hann var kallaður Öli norski, enda fæddur og uppalinn i Noregi. Hann kom hingað til lands til að sinna einhverjum smíðum, sem ég kann ekki frekar frá að greina, en honum leist vel á sig hér og ákvað að setjast hér að. Kona hans hét Else Haldorsen og var einnig norsk. Þau bjuggu fyrst á neðri hæðinni og fluttu siðan á efri hæðina. Afi byggði allmörg hús hér, þar á meðal Norðtungukirkju, sem búið er að rífa, og gömlu verslunarhúsin í Borgamesi. Eitt húsanna, sem hann byggði þar, stendur enn. — Afi og amma eignuðust fimm börn, tvö þeirra dóu i bemsku, en þrjú komust á legg. Faðir minn, Halldór Jóhann, var fæddur 1893 og lést 73 ára gamall, Ragnar Sevérin fæddist 1896ogdó 78 ára gamall, og Johanne Karoline fæddist 1901 og dó 59 ára gömul. Þorlákur í vinnustofu sinni. Til vinstri við hann er falleg tréskurðar- mynd, sem afi hans fékk úr strand- aðri franskri skútu. Til hægri er mynd.sem Þorlákurvaraðbyrjaá — strákar að renna fyrir fisk. Laugavegur 21 er í hjarta borgarinnar, sem tekur sífelldum breytingum. í þessu húsi stendur tíminn í stað, og uppi á lofti er aldamótastemmning. íbúamir eru horfnir til feðra sinna, en samt er eins og þeir hafi aðeins skroppið út í búð og komi aftur á hverri stundu. 42 VIKAN 2. TBL. út. A myndunum efst fyrir miðju eru Oli

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.