Vikan


Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 43

Vikan - 13.01.1977, Blaðsíða 43
Það er af föð«u mínum að segja, að hann vann hér við höfnina, þar á meðal hjá Bergenska skipafélaginu, hjá Sameinaða og síðustu áratugina fijá Eimskip. Áður en hafnarfram- kvœmdir hófust áttu hann og Ragnar bróðir hans bát, sem þeir leigðu til ferða með fólk, sem þurfti að komast að og fró skipum sem lágu á ytri höfninni. Hann kvœntist Guðrúnu Þorláksdóttur, og er hún enn á lífi, 83jaóragömul. Þeirraheimilivaralla tíð að Urðarstíg 3, en afi gaf þeim hálft húsið, er þau giftu sig. — Eftir að amma dó bjuggu þau systkinin Johanne og Ragnar hér, en þauvorubæðiógift. Þegarégfluttist hingað 1964, var Ragnar einn eftir, og hann dó fyrir tveimur árum. Siðan hefur allt verið að mestu óhreyft hér uppi, en það getur varla haldist lengi enn. Þorlákur tekur í nefið og ekur sér smóstund. Hann vill ekki að svo stöddu segja mér allt, það bíður síns tíma. — Já, það var oft glatt á hjalla hér áður fyrr. Þetta var regluleg stáss- stofa, og fjölskyldan kom hér saman aðeins ó tyllidögum. Þá komu hingað meðaí annarra Guðjón ö bókaútgef- andi og kona hans Marta, sem er kjördóttir Jóns Trausta, sem bjó héi um tíma, Jón Jónsson, trésmiður Freyjugötu 9 og Agnete kona hans Marel Haldorsen og Rósa kona hans. Það var ekki kveikt upp í ofninum hérna (sjá mynd úr stofunni) nema ó stórhátíðum. Stofan var máluð síðast fyrir stríð — úr dönsku lakki, sem ekki hefur verið svikið eins og þú sérð. Á veggjunum var þýskt veggfóður, sem var mjög fallegt einu sinni. Þessi mynd er tekin árið 1965. Talið frá vinstri: Halldór og Guðrún, Þorlákur og kona hans Iðunn Sigurðardóttir og sonur þeirra Hall- dór Gunnar. Myndin er tekin i garðinum að Laugavegi 21. Fremri röð: Þorlákur 10 ára, Else Haldorsen, Johanne Haldorsen. Aftari röð: Marel Hall- dórsson (faðir séra Franks M. Halldórssonar) Marteinn Haldorsen og Ragnar Haldorsen. Marel var kjörsonur Marteins, en Marteinn hvarf héðan til Noregs érið 1920 ásamt eiginkonu sinni Helenu. Mar- el fór með þeim, en kom iiuigað aftur árið 1926 og iærði járnsmiði i Hamri. Þegar Marteinn var orðinn ekkill úti i Noregi sótti Marel hann hingað til lands og lést Marteinn hér árið 1956, 86 ára gamall. Svona var aðstaðan i eldhúsinu hjá ibúunum á Laugavegi 21. Það hefur margt breyst hjá okkur á stuttum tima. Reif í sundur Láru — Kanntu nokkrar sögur af afa þinum? — Nei, en það hafa allir sagt, sem þekktu til hans, að hann hafi verið heiðarlegur maður og komið sér alls staðar vel. Hann talaði víst skrýtið tungumál, sem hvorki var norska eða islenska, og sama var með ömmu. Annars kunna þeir einhverjar sögur af honum i Borgarfirðinum, til dæmis Andrés gamli á Siðumúla, en afi smíðaði mikið fyrir borgfirðinga. Ég veit, að hann reif í sundur Láru, er hún strandaði á Skagaströnd árið 1910, og skipsklukkan er nú í Árbæjarkirkju. Reykjavíkurborg fékk árið 1960 heilmikið dót, sem afi átti, þar á meðal smiðjuna hans. Fyrir þremur árum var allt dótið hans tekið úr kjallaranum, nema hefilbekkurinn og verkfærin gömlu. Ég vona, að Þór Magnússon þjóð- minjavörður liti á þetta einhvern daginn. Það er frásagnarvert, að í kjallaranum er brunnur, en afi seldi mikið af kalki hér áður fyrr og notaði vatn úr brunninum til að leskja kalkið, en það var mikið notað i vambirísláturtiðinni. Þeirfengu líka kalk hjá afa, þegar þeir hvíttuðu Landsbókasafnið. — Garðurinn hér var fallegur, og það var Ragnar, sem gróðursetti öll tren. Afi hafði margs konar dót í garðinum, en þar smiðaði hann meðal annars handvagna og hjól, allt í höndunum. Þegar hann dó, fékk Kristinn vagnasmiður á Grettis- götunni allt sem tilheyrði vagna- smíðinni, en ég nefni þetta vegna þess að iútvarpserindi fyrir nokkrum árum var sagt, að Kristinn hefði fyrstur fengist við vagnasmíði, en það er ekki rétt, það var afi. Þau vakta húsið Ogþáer að spyrja um reimleikann í húsinu. — Nei, ég hef ekki orðið var við reimleika hér. Afi sagði áður en hann dó, að hann myndiekki birtast sínum nánustu, en Ragnar föðurbróðir minn sá aftur á móti móður sína og systur i eldhúsinu, og hann sagði, að þær vektu yfir húsinu. Kunningi minn, sem er kominn á efri ár og mikill spíritisti, sagði mér, að Oli norski afi minn gengi Laugaveginn fram og aftur, ó kaflanum frá Laugavegi 23 og niður að Laugavegi 15. Hann er sjálfsagt lika að passa eignina. S.J. 2. TBL. VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.